Vikan


Vikan - 07.06.1962, Page 38

Vikan - 07.06.1962, Page 38
REYNSLAN SKER UR UM BEZTU KAUPIN Tíf«$fone Það borgar sig að kaupa hjólbarða sem veita yður: ENDINGU tryggir gæðin • • ORYGGI og eru þar að auki ódýrir Biðjið um ftr$$foi»$ NYLON 500 fólksbílahjólbarða SPARIÐ PER. KM. MEÐ m Lougavegi 178 Simi 38000 í aldarspegli. Framhald af bls. 9. menningarvandamál samtíðarinnar. £n hann getur lika alveg eins verið í bláum samfestingi úti á túni, ekið þar dráttarvél sinni og skárað niður töðugresið í breiðum teigum. Eða í réttunum. Eða með sláturfé sitt úti í Djúpadal. Eða á einhverjum af þeim óteljandi fundum, sem hann þarf að sitja. Atvik ráða því, að kirkjan, sem séra Sveinbjörn Högnason helgaði nám sitt, hefur ekki eignazt nema ævistarf hans hálft, en aðkallandi samfélagsmál hinn helminginn. Hvor hlutinn um sig er ærið starf dugandi manns, svo að í rauninni cr hér ekkert, hvorki að sakast um né harma. Það er augljóst mál, að Guðfræðideild háskólans hefði verið það stórkostlegur fengur að eignast starfskrafta hans, þegar þeir stóðu til boða, en hitt er jafn augljóst, hvers misst hefði verið á öðrum vettvangi, ef hann hefði þar hvergi komið við sögu. Nú þegar séra Sveinbjörn er að færast á efri ár, er það þó augljósast, að hann er einn af þeim gerðarmönnum, sem lifði lífi sínu þannig, að saga varð af, gerði það stórt í sniðum, karlmann- legt og áhættusamt og lét sér vel líka, þó að um hann blési gustur mikilla veðra á köflum. Þáð er alltaf til hópur af miðlungsmönnum, sem þykjast þess umkomnir að gefa slíkum mönnum forskrift fyrir þvi, hvernig þeir hefðu átt að móta líf sitt, aðrir sem hristu höfuðið af vandlætingu fariseans. Séra Svein- björn er svo vitur og reyndur, að hann þekkir það allt saman — og brosir að. Hann er allra manna mildastur í dómum um menn og ósmeykastur við dóma manna. Það fer oft saman. Þess vegna lætur séra Sveinbjörn hvern mæla, sem vill, og gerir sér ótítt um. Sá maður þekkir séra Sveinbjörn Högnason illa, sem ekki hefur kom- izt að raun um, að af öllu hans umsvifa mikla starfi, er honum starfið i kirkjunni hjartfólgnast. Hann er þar alls ódeigur við að gjalda guði þá auðmýkt, sem honum er ekki útbær við menn. Prófastur- inn á Breiðabólstað veit mæta vel að í kirkjunni er komið á dómþing þar sem sá metur átök og sviftingar lífsins, sem ekki hallar réttinum. Enginn veit hvernig mál hans standa þar. En einn er stór. Hér er storma- hlé. Iiér stöndum við jafnt fyrir drottni. ^ Uppspretta óttans. Framhald af bls. 16. getur sú bæling orðið barninu sárs- aukafuli, og auk þess lifir þráin áfram í dulvitund þess og veldur innri togstreitu og geig. Bæld og ófullnægð kynþrá er þvi meginuppspretta óttans, samkvœmt kenningu Freuds. Frá fyrstu VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.