Vikan - 07.06.1962, Síða 43
Saltfiskrúllettnr.
150 gr. smjöi'l., 150 gr. hveiti,
1 kg. saltfiskur, 3Yi 1. mjólk eöa
fisksoð, 3—4 egg, 6 blöð matarlím,
salt og pipar. Eggjahvítur og
brauðmylsna til að velta rúll-
ettunum upp úr. Jurtafeiti til að
brúna úr.
Roð og bein er tekið af fiskinum
og hann er hakkaður. Smjörlíkið og
hveitið bakað uj)p og hrært út með
mjólkinni. Eggin og matarlímið
Kæri Brandur.
Það er iangt á milli okkar. Þess
vegna þótti mér svar þitt berast
undarlega fijótt. En svona er hrað-
inn á öllum sviðum. Iivort ég kann-
ast ekki við spanið, sem þú minnt-
ist á. Við erum öll á þanspretti —
og oftast erum við að eltast við
skottið á sjálfum okkur. Okkur er
það samt ekki ljóst. Ef okkur væri
það ljóst mundum við koma auga
á tilgangsleysið i sprettinum og
fara að hugsa okkar ráð. Iivers
vcgna látum við svona? Það staf-
ar allt af því, að við liöfum á til-
tölulega fáum árum lifað margar
byltingar í þjóðlifinu, atvinnumál-
unum, efnahagskerfinu og andleg-
um viðhorfum. Ég gleymi ckki
orðunum, sem gamall maður hafði
við blaðamann, sem vildi eiga við-
tal við hann. Gamli maðurinn sagði:
„Það þýðir ekkert, drengur minn,
þú skilur ekki mitt mál.“ „Jú,“ sagði
blaðamaðurinn, „ég skil þig víst.
Ég er ekki fæddur í gær.“ — Þá
liló gamli maðurinn og sagði: „Það
er nú einmitt það. Þú fæddist í
gær, en ég fæddist á dögum Egils
Skallagrímssonar.“
Og gamli maðurinn hafði rétt að
mæla. Búskapur okkar, sjósókn,
lifnaðarhættir allir, breyttust sama
og ekki neitt frá dögum Egils
Skallagrimssonar og þar til ljárinn
kom og plógurinn, skilvindan og
sláttuvélin, mótorinn og þilskipið.
Gamli maðurinn hafði lifað þetta
allt, allsleysið fyrrum, manninn við
torfskurð á fjórum fótum, mjólkur-
bytturnar, áraskipið. Ungi blaða-
maðurinn þekkti ekkert af þessu,
aðeins tímana sem hófust um 1918:
siina, bíla, útvarp, dagblöð, stór-
skip, diesel, firðrita, loftskeyti,
flugvélar, kók og shake.
Það liefur gerzt svo óskaplega
margt á síðasta aldarfjórðungi, að
við höfum næstum ærst. Við svo
að segja komum á fjórum fótum út
úr koídimmum torfbæjargöngunum
og horfum undrandi og ringluð á
allt það nýja, sem orðið hefur til
á einni einustu nóttu. Hvernig á
sell í þegar iafningurinn hefur
kólnað dálitið og kryddinu bætt i.
Látið standa nokkra klukkutíma á
köldum stað og síðan búnar til
lengjur, sem velt er upp úr eggja-
hvítum og brauðmylsnu. Jurta-
feitin liituð í járnpotti og rúllett-
urnar soðnar í henni þar til þær
eru ljósbrúnar. Teknar upp úr með
gataspaða og lagðar á þykkan papp-
ir svo að feitin renni af þeim. —
Hollenzk sósa og lcartöflur bórið
með.
ósköpunum eigum við að halda
fullu ráði í öllum þessum svipti-
byljum?
Nei, ekki kannast ])ú við kreppuna,
blessaður hvítvoðungurinn. Pabbi
þinn og mamma þín þekktu hana.
Þegar hún nagaði kotin til sjós
og lands, varst þú aðeins fögur
hugsjón í enni föður þíns, eins og
Kaj Munk sagði svo snilldarlega.
Ég má ekki vera að því að skrifa
mikið um hana, þó að allt af sé
gaman að fræða gáfaða stráka. En
kreppan, sem menn tala um, var í
raun og veru eldgömul, því að alltaf
var skortur lijá almúganum á ís-
landi, samt verður að viðurkenna
að margir Iiöfðu rélt úi' lcútnum
fyrir 1930, en svo skall á stöðvun
atvinnutækja og þar með stöðugt
atvinnuleysi. Þá þekkti ég fjölda
heimila sem sultu, höfðu sáralítið
að klæða sig i. Þá var angist, þá var
nauð. Þá hötuðust menn. Jafnvel
verkamaður hafði horn í síðu stétt-
arbróður síns ef hann hafði fleiri
daga en hann vinnu í mánuði. Þá
röltu atvinnulausir unglingar um
i hundraðatali. Þetta voru skelfileg
ár. Þá börðu atvinnulausir verka-
menn lögreglumenn til óbóta svo
að þeir hafa verið hálfgerðir ör-
kumlamenn síðan. Það var sultur-
inn og örvæntingin, sem ullu þess-
um ofsa. Skiljanlegt, en ekki sjálf-
sagt.
Jöeja, svo að þú ferð stundum á
barina. Ekki ég. Aldrei. Þarf þess
ekki. Brennivín bætir mig ekki á
neinn liátt. Kætir mig ekki. Ég er
alltaf kátur. Léttir mér ekki upp.
Er ávallt léttlyndur. Ég veit það.
Hundruð manna cyða stórfé í vín-
drykkju í veitingahúsum, enda sér
maður afkomu þessara dýru staða.
Eg ræði þetta ekki við þig að þessu
sinni. Það gefst kannski tækifæri
til þess síðar.
Iíefurðu aldrei heyrt um mútur?
Það lief ég. Ég ræddi fyrir nokkru
við kunnan mann um þetta fyrir-
brigði. Ég sagði: „Segðu mér alveg
eins og er: Hvernig er farið að því
að láta múta sér?“ — Hann svar-
aði: „Þú getur útvegað efnuðum
manni eittbvað, sem hann þarf
endilega að fá. Þú gerir það. Hann
segir að því loknu: Jæja, þalcka
þér fyrir þetta, láttu mig v.ita ef
þig vantar eitthvað.“ Svo líður dá-
lítill tími og liann ámálgar þetta.
Og svo er kannski komið með ís-
skáp heim til þín, þér boðið með
konunni til útlanda, eða norður í
land, eða í laxveiðiá. Ef til vill
færðu gullúr. Ef til vill tekur þú
eitthvað út gegnum manninn, —
og færð aldrei reikning." Mútur
viðgangast, meiri mútur en þig
grunar, gegnsýrt þjóðfélag af mút-
um alveg eins og skattsvikum.
Þú ert skelfilega saklaus, Björn
minn, enda varla á öðru von, fædd-
ur í gær.
Þinn einlægur.
Björn á Norðurpól.
H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Hafnarfirtli'- Mmtir:.50022,.00023 <><j SfWítS. - Rcykjavik - Sítiíi 10322 - Vrxturver
Gerð 4403-4 fáanlegar með
3 eða 4 hellum, glópípu
eða steyptum (heilum),
klukku og Ijósi, glóðarrist
og hitaskúffu.
Verð frá kr. 4.750.00
V ■ \
VIKAN 43