Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 4
Telpubuxur í öllum stærðum og fjölbreyttu litaúrvali. Biðjið um buxurnar frá 8PARTA Borgartúni 7. — Sími 16554. Frátekið - því miður ... Hansína skrifar okkur, og virð- ist henni mikið niðri fyrir, enda lái ég henni ekki, Ijótt hún sé svolítið gröm. — Hún segist stunda nokkuð veitingahús í Reykjavík og lika mis- jafnlega og oft vel þjónustan á þess- um stöðum. Hins vegar gremst henni illilega þjónustan á einu veitinga- húsinu, og væri eiginlega réttast að birta hér nafn umrædds veitinga- húss, svona til þess að það sjái að sér. Sjálf framreiðslan segir Hansina að sé þarna með sæmilegasta móti, en henni finnst föstum „kúnnum“ gert fullhátt undir höfði. Hún hefur semsé þráfaldlega rekið sig á það, að aðeins fastir „kúnnar“ fá þarna borð. Hún hefur oft komið inn á þetta veitingahús um 1‘eið og það er opnað, en þá hefur hún ávallt fengið svarið: „Nei, því miður, allt upppantað.“ Það væri svosem hægt að sætta sig við þetta, ef raunin væri ekki sú, að pantanir eru ekki teknar í síma. Pósturinn tekur vissu- lega undir gremju Hansínu. Slíkur staður á að vera lokaður klúbbur, ef hann vildi halda þesskonar þjón- ustu til streitu. Þetta er nú einu sinni opinber veitingastaður, þar sem allir eiga að vera jafnréttháir, ef þeir ekki beinlínis óskunda i frammi. Blikkar bara ... Kæri Póstur. Ég er fimmtán ára og er með strák, sem er sautján ára, og við erum mjög hrifin hvort af öðru. En gallinn er bara sá, að hann er svo feiminn — hann vill ekki, að neinn viti, að við séum saman. Hann dans- ar ekki, og á böllum þorir hann ekki að tala við mig, lieldur stöndum við hvort úti í sinu horni og blikk- um hvort annað. Með þessu móti gtítum við auðvitað mjög sjaldan verið saman. Hvað á ég að gera? Á ég að hætta á að minnast á þetta við hann, eða á ég bara að blða róleg, þangað tit hann hleypir í sig kjark? Hvernig er 'annars bezt að' venja hann af þessari feimni? Með fyrirfram þökk. S. K. frá Akureyri. -------Ég verð að segja, að það er meira en lítil hreysti að standa úti í horni og blikka kærustuna sína, ekki sízt ef strákurinn er svona feiminn. Anzi er ég hrædd- ur um, að það yrði hfað á hann, ef einhver sæi hann blikka þig. Hins vcgar myndi enginn hía á hann, ef hann byði þér upp. Reyndu að sýna honum fram á þetta. Annars hugsa ég, að þetta h]jc.ti að eldast af honum, sann- aðu bara til og bíddu róleg, ef þú vitt halda í strákinn. Myndast illa... Kæra Vika. Við erum hérna tvær, sem mynd- ast gasalega ilta. Við höfum heyrt, að tízkuskólarnir kenni manni, hvernig á að myndast vel. Er þetta satt? Svaraðu okkur fljótt, Vika mín. Tvær afmyndaðar. ----------Ég held þetta hljóti að vera einhver tröltasaga. Hins vegar hefur fegurðardísum til þessa verið kennt að segja „Cheese" (frb. tsjíííís), til þess að geta myndast með fallegt bros, en nú er mér sagt, að eftir til- komu Brigitte Bardot eigi þær að segja „Kjööiiöt“. Jafnrétti ... Kæra Vika. Getur þú frætt okkur á því, hvcrn- ig standi á því, að alltaf verði karl- menn að taka titlit til kvenna og stjana við kvensurnar á alla lund, sem byggist á þeirri forsendu einni saman, að kvenfólkið sé veikara kynið og verði að fara vel að því. — BN um leið vilja dömurnar krefj- ast jafnréttis við okkur karlmenn- ina á öllum sviðum. Ég hlusta ekki á svona kjaftæði, fyrr en konur fara 1 að standa upp fyrir mér i strætis- vagni. Kær kveðja, J, Baddi. ------— nei, ég verð að játa, að þetta er skelfingar ósköp ein- kennilegt. Ég held að konan noti sér um of þá staðreynd, að hún sé veikara kynið. Þessi „veik- leiki“ hennar er að verða henn- ar sterka hlið. Full-dýrt í sveitinni ... Kæri Póstur. Ég get nú bara ekki orða bund- izt. Ég er búin að reyna undanfarna daga að koma stelpunni minni, 7 ára í sveit. Ég álít, að það hljóti að vera hverju barni mjög hollt að vera í sveit einhvern hluta ævinn- ar, þvi að í sveitinni öðlast barnið ómetanlegan þroska, sem ekki verð- I ur metinn til fjár. í gamla daga var j það hægðarteikur einn að fá inni á sveitabæjum fyrir börnin, en nú eru bændurnir farnir að setja sig upp á háan hest. Ég þekki því raið- ur ekki til á neinu sveitaheimili, þannig nð stetpan komist þangað fyrir „klikuskap" — en maður þarf víst að iþekkja alla nú á dögum, til þess að komast inn undir hjá þeim. Jú, ekki vantar jiað að ég komi stelpunni á sveitabæ, en það kostar bara allt frá 1500 upp í 2000 krónur og kanngki meira á mánuði. Ég lief bara aldrei heyrt annað eins. Svona olcur á bara ekki að líðast. Bænd- urnir eru farnir að gera sér það Ijóst, að það er eftirsóknarvert fyrir bæjarbúa að koma börnum sínum í sveit, þess vegna leyfa þeir sér nú orðið að setja upp slfk býsn. Mér finnst leiðinlegt að aumingja stelp- an mín þurfi að kúldrast í bænum J í allt sumar, því að ekki hef ég efni á að senda hana í sveit fyrir svona summur. Ég vona barasta, að bænd- urnir sjái sig fljótt um hönd og x hliðri svolítið til, etlegar skal ég taka óþyrmitega á móti ötlu því sveitafótki, sem ég kemst i tæri við. Með þökk fyrir fljóta birtingu. Reið móðir. Heyrðu góða, kaupstaðabörn ganga ekki sjálfala í sveit. Það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.