Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 20
% LEIFUR HEPPNI o3 Það var tregur fiskur laugardaginn 7. febrúar 1925, þótt togað væri eitthvað fram eftir morgni. Þetta var hálfóhugnanlegur morg- unn. Aldrei lief ég séð, hvorki fyrr né síðar, þá sjón, sem fyrir augu bar þennan árdag. Himinninn var eins og ógnþrungið eldhaf, svo var morgunroðinn mikill. Einhver hafði orð á því, að þetta vissi á suðaustan rok og úrkomu, en mig minnir, að skipstjórinn segði, að við mættum þakka fyrir, ef ekki yrði annað verra úr þessu útliti. Þegar líða tók að hádegi, var veðrið heldur farið að versna. Var þá hætt að toga og veiðarfærin bundin vel og rækilega, og man ég sérstaklega eftir því, að „lensportin“ voru bundin upp með keðjum, svo þau væru vel opin og sjórinn, sem á dekkið kæmi, gæti hindrunarlaust runnið út. Síðan voru settar sjóvaktir og látið reka. Frá miðnætti á laugardagskvöldi var bann- aður allur samgangur milli hásetaklefa og brúar, enda hefði verið óðs manns æði að reyna slikt, er líða tók á nóttina. Um kvöldið var farið að leita lands og var ætlunin að ná til ísafjarðar. Eftir miðnætti þótti ekki fært að halda lengur áfram, vegna veður- hæðar og sjólags, og varð því að nema staðar og halda upp i sjó og vind. Togarinn, sem við vorum á, hét Ceresio og var einn af fimm togurum, sem Hellyers bræður gerðu út frá Hafnarfirði um þess- að mundir.Nafnið „Ceresio" er sjö stafa nafn, en þau hafa Englend- 20 VIKAN ingar ávallt haldið mikið uppá, hvernig sem á þvi stendur. Slcip- stjóri á skipinu var þá hinn góðkunni aflamaður, Jónas Jónasson, Öldugötu 8 í Reykjavík, en stýrimaður var Haraldur heitinn Þórð- arson, einnig mikill dugnaðarmaður. Á þessum skipum voru tveir skipstjórar, annar enskur, hinn íslenzkur og hið sama gilti um stýrimenn, Brezk lög leyfðu ekki íslenzka yfirmenn á enskum skipum, nema einnig væru enskir yfirmenn um borð. íslenzki skipstjórinn var þvi fiskiskipstjóri, en réði samt lögum og lofum um borð, og hinir erlendu höfðu fátt annað fyrir stafni en borða og sofa. Skömmu fyrir hádegi á sunnudag tóku þeir, sem frammá voru, eftir þvi, að yfirbreiðsla á annarri afturlestinni hafði losnað á einu lúguhorninu og slóst til. Þetta var stórhættulegt, því hvenær sem var, mátti búast við þvi, að seglið rifnaði alveg af, lestarhlerarnir flytu upp og sjór kæmist í lestarnar, þannig að þær fyllti. Skafti annar stýrimaður, var einn þeirra, sem frammá voru. Lét liann binda sig taug og reyndi siðan að fikra sig áfram undan hval- baknum, að lestinni. Hvað eftir annað missti hann hand- og fót- festu og var dreginn til baka. Eftir nokkrar árangurslausar til- raunir heppnaðist honum að skríða að lestinni og negla lestar- borð yfir lúguhornið. Ef þetta hefði ekki teldzt, hefði ef til vill ekki framar til okkar spurzt. Þótt um væri að ræða fremri aftur-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.