Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 40
Valid er auduelt begar varan er góð H F. BRJOSTSYKURGERÐIN NÓI fullu yfir þeltn allt saman.... . .SíSari drajumur þinn bendir til ferðalaga, þar sem þig dreym- ir ferðamiða. Dansleikurinn er ekki yott tákn þarna, þar sem þú uarst nokkuð miður þin og þykir slíkur draumur venjulega, benda til slæmra frétta af fjöl- skyldunni. Kæri draumráðningamaður. Ég get ekki stillt mig um að skrifa þér draum sem mig (íreymdi fyrir stuttu. Mig dreymir á hverri nóttu. Maðurinn minn er svo steinhissa yfir öllum þessum draumum hjá 40 VIKAN mér, en hann dreymir svona einu sinni í mánuði. Er ekki vont fyrir mann að dreyma svona mikið eins og mig dreymir. Iivilist maður eins vel og þeir sem sofa draumlausum svefni. Ég er stundum heilan dag og lengur að jafna mig ef mig dreymir ljótan (Iraum. Má ég skjóta hérna inn i stuttum drauin sem mig dreymdi nýlega. Mig dreymdi fullorðna konu, sem er dáin. Ég sá hana niðri í kistunni. Mér fannst kistan vera sprengd upp. Það eru tvö ár síðan þessi kona dó, og mér fannst það líka í draumnum. Líkið var farið að láta dálitið á sjá en liún var hvít í andliti og lá með höfuðið til hliðar. Þessi kona hét Guðrún, og unnum við saman fyr- ir nokkrum árum og vorum góðar kunningjakonur. Ég vona að þessi draumur sé ekki fyrir vondu. En aðaldraumurinn er þannig: Mér fannst ég og móðir mín koma inn í stóran matsal, við ætluðum að fá okkur snæðing, en þar var allt þéttskipað. Mér fannst við labba gegn um þennan sal og kom- um að hurð, sem var lokuð, en það var lúga á henni og okkur fannst að við yrðum að skriða gegn um lúguna til þess að komast í anuan sal, sem var þar fyrir innan. Og við gerðum það, en það var hálf erfitt því lúgan var svo þröng. En við komumst þó og þar fyrir inn- an var sæti, og man ég að við feng- um okkur að borða, kjöt og súpu á eftir. Svo fórum við að hugsa um, hvernig við kaemumst út aftur, það var þá smekklás á hurðinni og vaknaði ég við það að við ætluð- um okkur að opna hurðina, til þess að sleppa við þröngu lúguna. Ég vonast til að fá svör svona við tæki- færi. Ég bý mig alveg undir bað að bíða eitthvað, engin hæ'tta á að svörin fari fram hjá mér. Með fyrirfram þakklæti. Sjómannskona, 28 ára. Svar til Sjómunnskonu: Ekkert er athugavert við það að dreyma, þó manni finnist að draumurnir standi a.lla nóttina. Þetta er i lang flestum tilfellum tákn töluverðs andlegs þroska. Hins vegar er í flestum tilfellum heppilegra upp á hvíldina að sofa draumlaust, sem kalla,ð er og hvíla algjörlega í skauti and- ans eða föðurins, eins og það var nefnt hér áður fyrr. Það eru hins vegar fáir, sem hafa vald á draumum sínum og þar sem þú gefur til kynna að þig dreymi drauma, sem þér finnst óæskilegir þá vildi ég benda þér á að ágœtt hefur reynst að hug- leiða eitthvað fagurt, rétt áður en fólk sofnar, svo sem eins og blóm eða, lesa eitthvert fagurt kvæði, af þeim er nóg hér á ís- landi. Hugurinn þarf að tengjast einhverju háleitu og fögru. Mjög margir nola fögur blóm l. d. sól- ey eða þá að imynda sér að ma,ð- ur sé á gangi meðal fagurlitaðra blóma, undir skínandi sól þar scm eklcert ský sér á himni. Ef þú æfir þessa aðferð þá þarftu ekki a.ð kviða slæmum draumum í framtíðinni. Líkkistan i þessum draumi mun vera tákn eihvers gamals, sem kemur upp og veldur þér óþægindum. Annars er það yfir- leilt lalið fyrir góðu að dreynm likkistur, sérstaklega ef maður liggur sjálfur i þeim. Hrynjandinn í siðafi draumn- um er að eftir nokkra erfiðleika munirðu ná settu marki þrátt tV'ir ýmSar hindranir og erfið- ieika. Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera að skoða þrjár myndir af mér og voru það litmyndir. Grunn- urinn á þeim öllum var hárauður en sérstaklega fannst mér ein myndin góð. Á henni var ég með mikið fallegt Ijósrautt hár (en ég er dökkhærð). Þótti mér verst að eiga ekki nema eitt eintak af myndinni. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. A. J. Svar til A. J.: Draumur þessi er ábending um útlit þitt í sambandi við þrjú ástarævintýri, sem þú munt lenda i yfir ævina. Hinn rauði grunnur er táknlitur ástarinn- ar og hinar þrjár myndir munu vera bending um velgengni þina á þrem mismunandi stigum lífs þins og er sá kaflinn betzur, sem er í sajnræmi við myndina, sem þú varst Ijóshærð á.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.