Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 13
Að leikárinu liðnu Úr Strompleiknuiw. Gunnar Eyjólfsson. Sviðsmynd úr „Allir komu þeir aftur“. ALLIR KOMU ÞEIR AFTUR. Fyrsta leikritið, sem ÞjóðleikhúsiS sýndi á þessu leik- ári var gamanlei'kurinn „Allir komu þeir aftur“. Sýningar á þeim leik urðu 35 og um 15.000 sýningargestir sáu leikritið. Leikstjóri var Gunnar Eyjólfsson. Þetta er fjórSa leikritið, sem hann stjórnar i ÞjóSleikhúsinu. Gunnar hefur dvalizt langdvölum erlendis við nám. RAUTT LJÓS Á HVERJU KVÓLDI STROMPLEIKURINN. Þá sýndi ÞjóSleikhúsiS Strompleik Kiljans og urSu sýningar á þeim leik 24. Um 12 þúsund leikhúsgestir sáu sýninguna. Leikstjóri var Gunnar Eyjólfsson. Þetta var, sem kunnugt er, mjög umdeild sýning og mikiS var skrifað um hana bæði með og móti, en alltaf mun það vekja athygli og umtal þegar nýtt verk kemur frá Kiljan. Mlr FAIR LADY. Sú sýning Þjóðleikhússins, sem vakið hef- ur mesta athygli á árinu er tvíméelalaust „My Fair Lady“. iMiklar hrakspár voru í sambandi við þennan fræga söngleik. Nú er það staðreynd að sýningin tókst betur en þeir hjartsýnustu þorðu að vona og óhætt mun að fuliyrði að þetta er ein listfengnasta sýning, sem sézt hefur á islenzku leiksviði. Fyrst og fremst mun það að þakka ágætri leikstjórn Áge Larsen og listfengri og öruggri stjórn Eriks Bidsted, ballettmeistara. My Fair Lady var samtals sýnd 05 sinnum og var uppse-lt á öllum sýningum. Samt mun sýningin ekki verða tekin upp aftur næsta .eikár. Vala Kristjánsson. Sven Áge Larsen. HÚSVÖRÐURINN. Eftir jól var frumsýning á sér- stæðu og ágætu leikriti. Það var Húsvörðurinn og hlaut það mjög góða dóma. Sýningar á þvi urðu 12 og sáu ledkinn um það bil 3.300 leikhúsgestir. Leikstjóri var Benedikt Árnason og er þetta fimmta leikritið, sem hann stjórn- ar hjá Þjóðleikhúsinu. Benedikt hefur hlotið ágæta dóma fyrir leikstjórn og þykir sýna listfeng og vönduð vinnubrögð í sviðs- setningum sínum. Benedikt Árnason. GESTAGANGUR. Þá var frumsýnt nýtt leikrit eftir Sigurð A. Magnússon, og hét það „G'estagangur“. Sýningar á leiknum urðu alls 9 og um 3000 sýningargestir sáu sýninguna. Leikstjóri var Benedikt Árnason. Sviðsmynd úr „Gestagangi“. Klemenz Jónsson. Skugga-Sveinn. SKUGGA-SVEINN. Á jólum frumsýndi Þjóðleikhúsið Skugga-Svein i tilefni af því að þá voru liðin 100 ár frá því leikurinn var fyrst írumsýndur. Þetta gamla og þekkta leikrit hefur síðan verið sýnt við metaðsókn i Þjóðleikhús- inu. Sýningar á leiknum urðu yfir 50 og um 30 þúsund leikhúsgestir hafa séð sýninguna. Þetta mun vera ein bezta aðsókn, sem þekkzt hefur hjá Þjóð- leikhúsinu ef ekki algjört met. Leikstjóri var Klemenz Jónsson. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.