Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 14
Ég^kallaði (á hann og hann kom hægt inn. Skeytið var opið í hendi hans. Ég sá gulan pappírinn og gult umslagið og égj vissi, hvað þetta var. í mörg ár, alveg síðan í Kóreustríðinu, hefur mig langað til að segja þessa sögu, ef verið gæti, að ég fengi við það hugarró. Þetta er ekki ný saga, nei, hún er mjög gömul, en í vitund okkar Bob hafði þetta aklrei gerzt, fyrr en það kom fyrir okkur sjálf. Fyrir okkur Bob heí'ur það aldrei skipt miklu máli að við erum negrar, nema þegar við biðum þess að maðurinn liti upp úr bókinni og svaraði okkur. Vegna þess að við vorum ringluð og úrvinda af þreytu, fannst mér allt í veröldinni standa eða falla með svari lians. Því það er aðeins liægt að bera svona mikla sorg, að hægt sé að sjá einhvern tilgang í þvi. En það er einkennilegt hvernig smávægileg atvik geta orðið til þess að tilgangurinn komi í ljós, eða til að eyða aliri von og skilja ekkert eftir. Við Bob eigum heima í New York City á West Street 143, á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi. Bob hefur unnið við pósthúsið frá því hapn var drengur og hefur unnið sig upp jafnt og þétt, þannig að núna er hann póstumsjónarmaður. Við höfum lifað góðu lífi. Við höfum ferðazt, farið í leikhús, og hlustað á ógleymanlega tónlist. Við höfum átt snot- urt heimili, svo Damon, sonur okkar, gat verið stoltur af að bjóða kunningjum sinum heim, þrátt fyrir rykuga umferðargötuna fyrir utan. Alltaf þegar við höfðum safnað dálitlu af peningum og dregið saman sumarleyfin í tveggja mánaða frí, fórum við þrjú saman i ferðalag. 14 VIKAN Eitt árið fórum við til Californiu, og annað til Mexico City. En 1947, þegar Damon var þrettán ára, fórum við til Evrópu. Við fórum með stóru farþegaskipi til Englands, leigðum okkur þar litinn bíl og ókum yfir suðvestur England og meðfram ströndinni. Við ókum i gegnum fiskiþorpin við Bristolflóann, þar sem hafnargarðarnir báru merki þýzkra sprengjuárása, og Damon sagði: „Hvernig ætli að það sé, að vera i striði?“ og Bob sagði: „Ég vona að þú komist aldrei að raun um það.“ Við skoðuðum London á tveim dögum og fórum svo yfir sundið til Frakklands, siðan með lest um sveitahéruðin til París- ar. Við bjuggum i heila viku á litlu hóteli á vinstri bakka Signu, og skoðuðum hvern krók og kima borgarinnar, garðana, söfnin, litlu krókóttu göturnar bak við Notre Dame, og breiðstrætin. Við borðuð- um ó smámatsölustöðum með stúdentunum frá Sorbonne, og þamon hélt uppi samræðum við þá á einhvers konar frönsku, sem þeir virt- ust skilja, þó að hann hefði aðeins lært frönsku í eitt ár í skólanum. Við fengum okkur svolítið vín með kvöldmatnum, og þó Bob sé upp- alinn í strangri baptistatrú, lét hann sér það vel lika, meira að segja þegar Damon skellti í góm og ranghvolfdi í sér augunum um leið og hann smakkaði á víninu, að Frakka sið. Já, þetta var góð ferð, ferð, sem lengi hafði verið ráðgerð og tókst svo vel, að við þreyttumst aldrei á því, að fara hana aftur í endur- minningunni, þrjú saman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.