Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 18
~>r------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------\Q ' Sherbets. Gera má sherbets úr ávaxtasafaís mefS hví a?5 láta 2 stifþeyttar eggjahvítur í isinn eftir að hann er tekinn út og marinn og áður en hann er settur aftur í frystinn. ís úr ávaxtasafa og ýmsir réttir úr rjóma- og mjólkurís. Seinni hluti. Sítrónuís I. Vatn 3 bollar, sýróp % bolii, sykur l’/t bolli, safi úr sitrónu 1 matsk., sítrónusafi úr flöskum % bolli. Blandið saman vatni, sýrópi og safanum úr sítrónunni og hrærið yfir heitri plötu þar til sykurinn er bráðnaður. Látið það síðan sjóða í 5 mín. án þess að hræra í því. Kælið vökvann, bætið sítrónusafanum í og látið frjósa við mikinn kulda. Sítrónuís II. Sykur 375 gr, V2 1. vatn, safi úr 4 sítrónum, rifinn börkur af 1 sitrónu, 2 eggjahvítur. Suðan látin koma upp á öllu nema egaja- hvítunum. Kæit og sett í frystinn. Tekið út þegar það er vel frosið, marið í skál með trésleif og hrært þar til það er smákornótt, en varizt að láta myndast vökva. Eggjahvít- unum vel þeyttum bælt í og fryst aftur. Ananasís. Vatn 1 bolli, sýróp % boili, sykur 114 bolli, sitrónusafi 14 bolli, ananassafi lVn bolli. Sjóðið saman sykurinn, sýrópið og vatnið, eins og í sítrónuisinn, bætið ananassafanum og sítrónusafanum í þegar það er kalt og frystið við mikinn kuida. Aprikósuís. Vatn 1 bolli, sýróp % bolli, sykur 1% bolli, sitrónusafi % bolii, aprikósulögur og gjarnan marðar niðursoðnar aprikósur 2 bollar. Búið til á sama hátt og ananasis. Nota má allskonar ávaxtasafa í svona is, en þess þarf að gæta, að ísinn verði ekki of sætur. M j ólkursherbets. Nota má allar uppskriftir hér að framan, en þá er mjólk notuð í stað vatns. í stað þess að sjóða saman sykurinn og sýrópið í vatn- inu, er mjólkin hituð með sykrinum og sýrópinu þar til sykurinn er bráðnaður, en það er ekki látið sjóða. Síðan er ávaxtasaf- anum bætt i og fryst eins og venjulega. Rjóma mjólkursherbets, Sykur Wt, bolli, appelsinusafi 1% bolli, svolítið salt, mjólk 2 bollar, þykkur rjómi 1 bolli. Öllu blandað saman, rjómanum lika, og fryst við mikinn kulda. Blandaður ís. Vatn 2 bollar, sykur 2 bollar, safi úr sítrónu 1 tesk., appelsinusafi % bolli, sítrónu- safi % bolli, marðir bananar 1 bolli, þeyttar eggjahvítur 2. Sykurinn, vatnið og safinn úr sítrónunni soðinn saman i 5 mín. Ávaxtasafanum bætt í þegar það er kalt. Tekið út og marið þegar það er harðfrosið og þeyttum eggjahvítunum bætt i áður en það er sett inn aftur. Ýmsir réttir úr ís Frosið ávaxtasalat. wm má isinn vera ber. Bakað í vel heitum ofni þar til hvíturnar eru ljósbrúnar, eða i u. þ. b. 5 mín. Berið fram strax. Líka má fylla piebotna með ís og þelcja með eggjahvitum, eða garpealdin skorin í tvennt, innihaldið tekið úr, þau fyllt með is og þakin með meringue. Súkkulaðiíspinnar. Vi bolli suðusúkkulaði, 3 matsk. smjör, vanilluís. Bræðið súklculaðið og smjörið yfir heitu vatni. Búið til lítil form, eins og sýnt er á myndinni úr tvöföldum málmpappír, smyrjið þau að innan með súkkulaðinu og stingið pinnanum í eina hliðina. Kælið þar til súkkulaðið er hart. Fyllið mótin með is og smyrjið súkkulaði ofan á. Frystið og takið síðan pappírinn utan af þegar pinnarnir eiga rð r.otast. Líka má smyrja smá pappirsform, cf þau fást, með súkkulaðinu, láta það harðna og fylla síðan með ís. Pappírinn tekinn af og formin skreytt á ýmsa vegu. Framhald á bls. 31. 1. 1. vanilluís, Va bolli majones, ýmsir ávextir. Eftir að ísinn hefur verið tekinn út og hrærður er % bolla af majones bætt í og siðí)n ] eim nýjum, eða niðursoðnum ávöxt- um, sem til eru í hvert sinn. Lögurinn þarf að renna vel af niðursoðnuttt ávöxtum áður en þeiin vr blandað sarnan við. ísinn er fryst- ur í ílöngu formi. Þegar hann er barðfrosinn er hann tekinn úr forminu með þvi að dýfa því andortak í sjóðandi vatn. Kemur isinn þá heill úr því og er hann látinn á fat og geynnlur þannig í frystinum þar til á að nota h'mn. Borinn fram á grænum salatblöðum og blanda áf majones og þeyttum rjóma borin með cf víll. Bökuð Alaska. 1 I. af hurðfrosnum mjólkurís (ice cream), góður svampkökubotn, 3—4 eggjahvítur, 1 tesk. vaniiludr., Vj bolli sykur. Búið til meringue með því að þeyta eggja- hviturnar og smástrá sykrinum yfir og hrært dálitla stund. Látið ísinn á tertubotna og þekjið hann alveg með eggjahvitunum. Hvergi r 1 í I r i rr I I l 1) l l l 1 ( 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.