Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 35
annars, einkum aö aftan. ViÖ pils eru þess vegna hentugri en J>röng. Bein sniöin pils halda betur „snittinu“ að aftan, ef þau eru fóör- uð með sterku fóðursilki. Gott snið verður að vera á brjósthöld- um og mjaðmabelti. Bogið bak er algengasta ástæðan fyrir slöppum brjóstum. ★ Burt með Y og X. Framhald af bls. , 2. skal y i gyrða, sé um að ræða að gyrða með gjörð eða belti, en einfalt i, ef girt er með garði eða girðingu. Af sömu ástæðum á að skrifa hömr- um girtur og sævi gyrtur, eða hlýtur joað ekki að liggja í augum uppi?! Svo þarf auðvitað ekki að minnast á smámuni eins og þá, að öllum ber að rita bindi í viðtengingarhætti nútíðar af sögninni að binda, en byndi í viðtengingarhætti þátíðar. Stærilátir menntaskólanemar halda þvi fram, að þetta sé allt svo ofur einfalt, að algjör óþarfi sé að fjargviðrast. Þvi er til að svara, að réttritun er ekkert einkamál hinna langskólagengnu. Æskilegast er, að sem stærstur hluti þjóðarinnar sé sæmilega sendibréfsfær n móður- málinu og þurfi ekki að hugsa um sparðatíning hinna visu. Stutt er siðon sú dagskipan var út gefin að taka skyldi upp z í rit- máli. Um jjá dagskipan hefur æ síðan staðið mikill styr og z ávallt verið aumkunarverð hornreka. Væri gust- ukaverk að gera útför hennar hið bráðasta. Fáir myndu að vísu fyigja henni til grafar, en flestir óska þess, að hún fengi að hvíla í friði um ei- lífð, ekki sízt, ef kurlað væri yfir hana með svo sem helmingnum af kommusetningunni. ■Nú hvarflar ekki að mér, að það sé af mannvonzku, sem málfræðing- ar okkar hampa þekkingu sinni og flækja saklausan landann í viðjar margslunginna réttritunarreglna. Þeir eru eflaust þrungnir ábyrgðar- tilfinningu með aðalsmerki visinda- mannsins í barminum, „að hafa heldur það, sem sannara reynist". En sennilega gera fáir sér ljósari grein fyrir því en málfræðingarnir sjálfir hve mikið vantar á, að al- menningur sér fær um að fylgja reglum þeirra út i æsar. Sú skoðun, að það ætti að vera metnaðarmál hvers íslendings að hafa tunguna sem bezt á valdi sínu, er bæði virðingarverð og eðlileg, en breytir engu um það, að aðeins örfáir stafsetja hnökralaust, og er þar ekki sizt um að kenna z og y, hljóðum, sem löngu eru útdauð i málinu. Vémundur. Hreindvraveiðar. Framhald af bls. 10. Ýmsum kann að þykja riffillinn fullhátt reiknaður, en svo er þó ekki. Lögin banna, að hreindýr séu skotin með minni byssu en 30—36 kaliber. Stofnkostnaður er allmikill, en hann afskrifast á tiltölulega löngum tima. Ferðakostnaður er að sjálfsögðu alltaf breytilegur eftir þvi hvernig menn kjósa að ferðast (t. d. kostar flugfarið frá Reykjavik til Egils- staða og til baka aftur 1278 kr.). Liðurinn varðandi skatt á hvert fellt dýr er meðaltal. Ágætt þykir að skjóta tvö hreindýr á dag og sæmilegt eitt. óhætt er að fullyrða, að hrein- dýraveiðar eru og verða ávallt dýrt «port á íslandi, Tbni heimapermanent gerir hár yöar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt Með Toni fáið pér faUegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að “leyniefni” Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það. Ekkert annað permanent hefir “leyniefni”. það er eingöngu í Toni. Tom er framleitt i þremur styrkleikum REGULAR fyrir venjulegt hár SUPER fyrir mjög fínt hár GENTLE fyrir gróft hár, skolað og htað hár Einn þeirra er einmitt fyrir yður. Toni framleiðsla tryggir fegursta háriö VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.