Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 15
Þegar Damon var rámlega seytján ára, fór hann i menntaskóla i Massachusetts. ViS gátum ekki búizt við, aS hann yrSi þar lengi, þvi KóreustriSiS stóS þá yfir, en viS vorum stolt daginn, sem hann fór þangaS, þvi hvorki Bob né ég höfSum fariS í menntaskóla. ViS ókum stundum þangaS og heimsóttum hann, og tókum Betty, vinkonu hans meS okkur. Betty hafSi alizt upp i nágrenni viS okkur, og Damon og hún höfSu gengiS í skóla saman, en þegar þau voru seytján ára urSu þau skyndilega ástfangin. Betty er falleg stúlka meS gullinbrúna húS og dökkt hroklciS hár meS rauSum bjarma, og hún kann aS meta bækur á sarna hátt og hann. Allir voru mjög vingjarnlegir viS okkur á skólanum. Damon átti auSvelt meS aS umgangast fólk, þvi hann treysti þvi og var vingjarnlegur strax viS fyrstu kynni. ÞaS kom fyrir aS ein- hver vildi ekki hafa neitt saman viS hann aS sælda vegna litarháttar hans, og þá þrengdi hann sér ekki á, en þaS endaSi alltaf meS þvi aS öllum likaSi vel viS hann. Hann var glaSlyndur og vingjarn- legur aS eSlisfari, og ef eitthvaS blés á móti, tók hann öllu meS ró, eins og hann væri viss um aS finna lausn á öllu um síSir. Gamli presturinn okkar sagSi einhvern tíma: „GuS hefur gefiS honum mik- iS,“ og þaS var vel aS orSi komizt. Damon var trúaSur, en á sinn hátt, hann var ekki gefinn fyrir aS fara i kirkju. Hann elskaSi nátt- úruna meira en kirkjurnar, en hann fór meS oltkur, ef hann hélt aS þaS mundi gleSja okkur. Á sunnudögum fór hann langar gönguferS- ir, en þaS var áSur en hann varS ástfanginn. Hann var hár og grannur, og snöggur í hreyfingum, meS brún augu og meS brúna húS — en pabbi hans er frekar dökkur og ég meS ljósara móti. Hann átti gott meS aS læra, ef hann einbeitti sér, og hafSi gaman af aS lesa. Hann !as allt, sem hann náSi í — skáldsögur, ævintýri, myndasögur, eSa bækur um heimspeki og stjörnufræSi. Hann las meira en hann lærSi, þetta ár á há:skólanum, bvi hann var eirSar- laus og bjóst viS aS verSa kallaSur í herinn þá og þegar. ÞaS reynd- ist líka rétt, hann fór snemma um voriS, á seinna skólaárinu sinu. Bob, Betty og ég, fórum aS heimsækja hann i þjálfunarstöSvar hers- ins. Hann kom á móti okkur i einkennsbúningnum og var svo glæsi- legur, aS mig langaSi til aS gráta. Hann sýndi okkur margt og kynnti okkur fyrir öllum vinum sínum. Þessir tveir dagar liSu fljótt og á sunnudagskvöldiS þegar ilmurinn af magnoliunum fyllti loftiS, stóS hann viS opfnn bilgluggann þar sem ég sat. MeSan viS biSum eftir aS fara af staS, geröi hann aS gamni sinu viS Betty og pabba sinn, en þegar bíllinn byrjaSi aS hreyfast, tók hann i hendi mína og hljóp nokkur skref meS bílnum. Hann horfSi í augu mér og hvorugt okkar sagSi neitt. ViS kvöddumst ekki einu sinni. Billinn fór hraSar og hann sleppti takinu, en hann horfSi á eftir mér og ég á hann, þangaS til allt hvarf í bláa móSu. Hann hækkaSi smúm saman i tign. ViS vissum aS þaS gladdi hann og skrifuSum honum til aS óska honum til hamingju. SíSasta bréf hans lá á dagstofuborðinu þegar viS fengum skeytiS. BréfiS lá opiS á borSinu, eins og ég hafSi lagt þaS, eftir aS ég hafSi lesiS þaS fyrir Bob, því ég svaraSi bréfunum hans alltaf strax, og þvi tók þaS því ekki aS leggja þaS til hliSar. „ÞaS fer nú kannski aS styttast timinn minn hérna,“ skrifaSi hann. „Þegar ég hugsa um aS koma heim og fara aftur i skólann, finnst mér það eins og draumur. En ég er ánægSur yfir aS vera hér, þó verð ég ennþá ánægðari yfir því, þegar ég fer aS segja barnabörnun- um mínuin frá þvi. Því hafi maður verið í hernum og barizt i stríði, vera ánægS ef þau giftust, ef þau bara biSu i nokkur ár til þess aS vera viss, og svo Damon gæti lokið skólanum og ákveðið sig viSvikj- andi læknisfræðinni. Ég held aS mér hafi fundizt ég mjög göfuglynd. Það er ótrúlegt hve ánægður maður getur verið með sjálfan sig og eigingjarn, meðan ekkert hefur komið fyrir, sem gerir manni skiljan- legt, að það er ást aS gefa en ekki taka. Við fórum i rúmið, og Bob sofnaði, en ég lá vakandi og einhver undarleg tilfinning gagntók mig, tilfinning, sem ég hafði aldrei orðið vör við áður, en stundum eftir þetta — það var einhver titr- ingur ofarlega djúpt inni í brjóstkassanum. Ég lagði hönd mína þar og fann slögin. Ég átti bát með andardrátt eins og þegar ég verð hrædd, og mér datt i hug að vekja Bob, en hann svaf eins og barn, svo ég gat ekki fengið það af mér. Þegar klukkan var að verða fjögur leit ég á klukkuna, og sá að hún var stillt á að vekja klukkan sex eins og venjulega. Þá hlýt ég að hafa sofnað, þvi mig dreymdi að ég var að ganga upp eftir háu fjalli, en ég var svo þreytt og komst ekkert áfram hvernig sem ég reyndi, og komst aldrei ofar. Þá vakti dyrabjallan mig og ég heyrði að Bob opn- aði útidyrnar. Þá gerði ég mér ljóst að hann hlyti að vera kominn á fætur og að ég hefði ekki vaknað við vekjaraklukkuna, þvi klukk- an var orðin sjö. Hver gat verið við dyrnar svona snemma? Og þvi heyrðist ekkert frá Bob, hvorki hreyfing né hljóS? Ég kallaði á hann, og hann kom hægt inn. SkeytiS var opið i hendi hans. Ég sá gulan pappírinn og gult umslagið, og ég vissi hvað þetta var. Löngu seinna spurði ég Bob, þvi hann hefði ekki vakið mig þenn- an morgun, i stað þess að klæða sig svona hljóðlega. Hann svaraði: „Ég vaknaði aðeins fyrir sex þennan morgun. Þú svafst svo rólega og virtist svo fjarlæg, að ég teygði mig yfir þig og stoppaði klukkuna áður en hún byrjaði að hringja. Mér fannst einhvern veginn að ég yrði að láta þig sofa eins lengi og hægt var, ég veit ekki hvers vegna.“ Þá sagði ég honum frá titringnum 1 hjartanu og drauminum um löngu og erfiðu gönguna upp fjallið. Ég geri ráð fyrir að allir foreldrar tali svona og rifji upp tákn og fyrirboða, sem þau hafi orðið vör við á undan harmafregnum. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að innst inni vitum við hvað muni koma fyrir, en við reynum að vita það ekki — við erum hrædd. Ég man hvernig máttvana hendur minar fálmuðu eftir fötunum þennan morgun, og hvernig ég sagði aftur og aftur: „Þetta er mis- skilningur, þetta hlýtur að vera misskilningur." Bob sneri baki að mér og starði út um gluggann. Við fórum niður dimman stigann og út á heita, bjarta götuna, og gengum út á simstöðina. Ég beið fyrir utan og sá í gegnum rúðuna hvernig Bob talaði við konuna við borð- ið, ég sá hana ganga að skjalaskáp, taka út pappírsblað og fá honum. Hann þurfti ekki að segja mér, að þetta hefði ekki verið misskilningur. Ég vissi það. Morgunsólin skein inn i ibúðina, allt var svo hreint og vingjarn- legt, allt svo gamalkunnugt, og svo framandi. Ég man hvernig ég sat við hliðina á Bob heðan hann talaði við fjölskyldu sína í simanum, heyrði þegar hann talaði við systur sína og bað hana að segja öllum vinum og vandamönnum þetta. Svo hringdi hann til prestsins okkar, doktor Hitchcook, sem hafði sagt að guð hefði gefið Damon svo mikið, og allt í einu mundi ég, að þessi blíðlyndi, gamli maður hafði misst yngsta son sinn i Heimsstyrjöldinni, en ég hafði aldrei hugsað um SONARMISSIR eru tilfinningar manns til ættjarðarinnar aðrar en áður — hún verð- ur þér hjartfólgnari en áður .... Félagar minir liér eru ágætir piltar. Við vinnum og skemmtum okkur vel saman .... Ég mun sannarlega vinna vel, eftir að ég kem heim. Ég er að hugsa um dálítið sérstakt, en takið það ekki of alvarlega, þvi þetta er nú bara hugmynd ennþá. Ég hef verið að hugsa um að verða læknir. Á þessum staS hef ég séð hve mikil þörf er fyrir lækna, og hvað þeir geta gert fyrir fólk. Ég veit að það kostar langt og erfitt nám, en allt verður auðveldara þegar maður á foreldra eins og ykkur. Skilið kveðju minni til Betty, þó ég sé nýbúinn að skrifa henni. Ég öfunda ykkur af að geta séð hana þegar þið viljið. Ég nýt þess að lesa það i bréfum ykkar, að þið hafið boðið henni að borða, eða i kvikmyndahús. Ég veit að ykkur þykir ég of ungur til að taka ákvörðun, en ég hef þegar gert það. Hún er eina stúlkan fyrir mig, og verður jjað alltaf . . . .“ Þetta kvöld — kvöldið áður en skeytið kom — fórum við með Betty að borða á litlum ítölskum matsölustað í nágrenninu, en þangað höfð- um við stundum farið meS Damon. Meðan við borðuðum makkarón- urnar og kjúklinginn töluðum við um hann. Ég athugaði Betty á meðan, og Íiún var eins og alltaf áSur, opinská og hreinskilin, svo viS þóttumst vita, að ekkert væri meira á milli þeirra en veriS hefði, oð hún hefði engu að leyna. Meðan við vorum að hátta um kvöldið vorum viS að la.Ia um þau, og ég man eftir að ég sagði, að ég mundii það áður. ViS biðum eftir þvi að presturinn kæmi, en allt i einu fannst mér ég ekki geta beðið lengur. Ég gat ekki setið kyrr, og ég gekk að dyrunum á herberginu hans Damon, en Bob kom á eftir mér, leiddi mig inn í eldhúsið og neyddi mig til að setjast við borðið, meðan hann lagaði kaffi. Ég horfði út um gluggann, þar sem grænar pottaplönturnar stóðu á gluggakarminum að innan, en úti var hann þakinn ryki, sem þyrl- aðist upp við minnstu vindhviðu, hringaðist í átt til min, og aftur frá mér, tók á sig allar myndir eins og sandur á strönd í stormi. Ég horfði á það meðan angistin óx innra með mér, þvi þessi rykmökkur var veruleiki, það var ég og Bob, sem stóð við eldavélina, líka, og þetta sem hafði komið fyrir Damon, var veruleiki. Stutta, hræðilega stund var þetta allt raunveruleiki, en þá féll tjaldið aftur fyrir bjart eldhúsið og allt annað, og það var eins og ég gleymdi öllu, svifi i burtu á ein- hvern annan staS. Ég bara sat þarna, þar til presturinn kom. Hann settist hjá okkur, gamli, fallegi maðurinn, með silfurhárið, dökka andlitið og bliðu röddina. En hann talaði lítið og ekkert um miskunn guðs og allt þetta venjulega. Hann bara sat hjá okkur, og þegar hann fór, sagði hann: „Börnin mín, ég veit hvar þið standið, ég hef staðið þar sjálfur.“ Framhald á bls. 36. i , VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.