Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 16
ÚTDRÁTTUR. Hjúkrunarkonan unga, Eva Rönne, hefur ráðið sig sumarlangt til starfa við sjúkrahúsið í Sólvík, en áður hafði hún kynnzt skurðlækni þar, Einari Bang, við nám í Ríkissjúkra- húsinu, auk þess sem hann er kvæntur Lilian, frænku hennar. Þau hjón bjóða henni dvöl heima hiá sér, á óðalssetrinu Fosshlíð. Einar er bundinn starfi sínu öllum stund- um, en Lilian, hin unga og fagra eiginkona hans, hefur orðið sér úti um auðfengna dægrastyttingu hjá ungum og glæsilegum liðsfor- ingja, Gustav Lange — lætur sig jafnvel ekki um það muna að byrla heimilisfólkinu svefnlyf í kaffi eitt kvöldið, til þess að geta átt nótt með honum, þegar Einar og Eva eiga næturvörzlu f sjúkrahúsinu. Svo einkennilega tekst til, að einmitt þetta sama kvöld ber ástríðan þau, Einar og Evu, ofurliði þegar þau eru á leiðinni til sjúkrahússins. Þeim keraur saman um að gleyma því, sem þeim hafi farið á milli, en þegar hún aðstoðar hann við skurð- aðgerð að næturlagi skömmu seinna, verða þau bæði sömu ástríðu gripin, tekst þó að sigrast á henni í svip og verður það að samkomulagi, að þau skuli reyna að halda vináttu, en láta þar við sitja. Eva hefur ó- viljandi heyrt símtal Lilian við elskhugann, og það er með naum- indum að hún stenzt þá freistingu að segja Einari frá því. Nú fer Jóns- messuhátíðin í hönd; Einar er hald- inn samvizkubiti gagnvart Li'ian og færir henni dýrmæta eyrnalokka að gjöf, en Eva hefur sett sér að eiga nótitna með Gustav Lange, f þeirri von að sér megi takast að gleyma Einari. En ástin fer sínar eigin götur, eins og allir vita ... Lilian gekk hægum skrefum niður stigaþrepin. Þetta skildi hún alls ekki. Gustav hafði þvertekið fyrir að hann gæti komið i kvöld. Og nú var hann 16 VIKAN kominn — í fylgd með Evu meira að segja. Gat það átt sér stað að hann .. . og Eva? Nei, það var með öllu útilokað. Og nú skildi hún hann. Hann hugðist vitanlega gera hana afbrýðisama. Hún brosti. Bndur- heimti öryggi sitt. Hann skyldi svo sannarlega ekki geta hrósað sér af að honum hefði tekizt það. Hún mundi sjá um það. — Halló, Lilian, kallaði Eva. Eg hef samvizkubit af því að ég skuli ekki koma fyrr. Þú hefur kannski þurft á hjálp minni að halda, en ég hitti Gustav, og við gengum saman lengstan hluta leiðarinnar. — Það gerði ekkert til, góða min. öllum undirbúningi er þegar lokið. Sæll, Gustav — og innilega velkom- inn ... Lilian brosti, blítt og áhyggjulaust. Hún þóttist geta lesið svip Evu eins og opna bók. Gustav tók kveðju hennar dálitið fálega. Og allt í einu kom hann auga á gimsteinamenin í eyrum Lilian. — Eru þau ekki dásamleg, spurði Lilian ögrandi, þegar hún sá hve undrandi hann varð. En svona er það að eiga mann, sem færir konu sinni Jónsmessugjafir . . . Hún smeygði hendinni undir arm eigínmanni sínum og brosti eins og einungis glöð og hamingjusöm eigin- kona getur brosáð. Einar reyndi líka að brosa, en honum fannst sjálfum sem það væri ekki annað en gretta. Honum hafði orðið litið á Evu. Og hún hafði fölnað við augnatillit hans og snúið sér undan. — Jú, þetta eru fallegir skartgrip- ir. Þeir hijóta að hafa kostað skild- inginn sinn, svaraði Gustav. Það var ekki laust við að nokkurrar illgirni gætti i rödd hans. Hefurðu nokkurn tima séð svo falleg eyrnamen, EVa? Eva varð að líta á menin og láta i ljós aðdáun sina. Einar fór nærri um hugsanir hennar þessa stundina, og nú sá hann eftir því, að hann skyldi ekki hafa látið það bíða þangað til seinna um kvöldið að afhenda Lilian gjöfina. — Eigum við ekki að fara að horfa á brennuna? spurði hann hraðmæltur. Hans og Gréta eru komin og bíða úti i garðinum. En hvar er Súsanna litla? Eva og Gustav héldu hópinn allt kvöldið. Þau stigu saman dansinn við bálið. Eva þrýsti sér fast að honum og hann svaraði. Þetta var hennar eina björgunarvon. -—• Ég hef ekki dansað við brennu síðan ég var strákur, sagði Gustav og brosti til hennar. Þú getur leitt mig út í hvað sem er, bætti hann við og leit fast í augu henni. E*va endurgalt honum bæði brosið og augnatillitið, en var þó að gráti komin. Hún gætti Þess vandlega að líta ekki í áttina að langborðinu, þar sem nokkrir af gestunum sátu og nutu framborinna veitinga. En hún varð þess vör að Gustav laumaðist tii að hvarfla þangað augum við og við. Hún fann líka, að Það var sem hann hrykki við í hvert skipti sem þau heyrðu Lilian hlæja sinum silfur- skæra hlátri — en Lilian virtist ó- venjulega hláturmild í kvöld. Hún sat við hlið Einari og geislar kvöldsólar- innar sindruðu og tindruðu á gim- steinunum í eyrnamenum hennar. Hún yfirgaf Einar ekki andartak og hvorugt þeirra tók þátt í dansinum við bálið. Gústav svaraði ástleitni hins mjúka og heita iíkama Evu eins og annars hugar. Honum fannst sem væri hann að kafna — það hlaut að vera vegna hitans frá brennuhni. — Finnst þér nú ekki, að ég eigi það skilið að fá mér svolitla hress- ingu, spurði hann. Við erum orðin hvíldarþurfi bæði tvö. Eva gat ekki mælt honum í mót. Þau leiddust að langborðinu. — Jæja, hafið þið loksins fengið ykkur fullsödd á því að brokka og hoppa í hitasvækjunni frá brennunni, spurði Hans Bertilsen og brosti, en ekki var laust við að nokkurrar öf- undar gætti í röddinni. Eins og vant var, fannst honum sem sér væri ofaukið og allir gengu framhjá sér. Lilian hafði semsé ekki gert svo mikið sem líta á hann allt kvöldið. Jafnvel Gréta virtist ekki hafa minnstu hugmynd um tilveru hans. Honum gramdist, að hún skyldi ekki einu sinni hafa svarað henni, þegar hún spurði, hvort hann vildi koma með í dansinn, fyrir bragðið gat hann ekki talið sér trú um að hann yrði að líða þetta allt að ósekju. Þeg- ar hann hafði svo allt í einu gripizt Þeirri löngun að sýna þeim hinum, að hann væri ekki eins einmana og hann virtist, og ekki nauðbeygður að sitja einn þarna við langborðið, og kallaði á hana, þá hafði hún látið sem hún heyrði það ekki. Og hann var of stoltur til þess að kalla aftur. Þetta hefði svo sem verið í lagi, ef hann hefði ekki unnið til þess. Súsanna var farin að verða syfjuð. Þegar heim skyldi haldið, bar EVa hana nokkurn spöl. Gustav gekk við hlið henni og vildi hvíla hana, en þegar hann ætlaði að taka Súsönnu í fang sér, fór hún að skæla, streitt- ist á móti og tók um hálsinn á Evu. Þegar heim undir kom, var tími til þess kominn að hafa fataskipti fyrir veizluna og dansinn í garðinum. Lilian rétti fram höndina og hugðist leiða Súsönnu það sem eftir var. — Komdu Súsanna, sagði hún. Rödd hennar var skipandi. — Nei, nei, kjökraði telpan. Eva frænka á að hátta mig og segja mér sögur svo ég sofni. — Ekki neinn mótþróa, Súsanna. Eva frænka hefur aldrei stundlegan frið fyrir þér. Hún getur þreytzt eins og aðrir, skilurðu, sagði Lilian. — Jæja, fyrst þú vilt leggja það á þig. Og Lilian yppti öxlum. Fegin er ég. EVA bar Súsönnu heim garðstíg- inn, milli trjánna. Það var styttri leið en heim akbrautina, með Þeim hinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.