Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 19
SLÁ. Þegar við bregðum okkur í sólbað eða baðstað i okkar sumarstutta iandi, er oft goit að hafa eitthvað hlýtt til að bregða yfir sig stundarkorn, þegar ský ber fyrir sólu. Sjöl þau, sem myndin er af, eru mjög hentug í þess- um tilgangi, og geta verið bæði hlý og fallcg, ef efnið er vel valið. Skemmtilegast er röndótt eða litrikt frottéefni. Stærri skýringarmyndin sýnir sjalið sniðið i einu lagi. Minni myndin sýnir það sniðið i tvennu lagi, sem getur verið hagkvæmt, þegar efnið er lítið, eða æskilegt þykir vegna smekks að hafa slána úr tveim stykkjum, óiikum að lit. Auðvelt er að breyta stærð sjalsins eftir stærð hvers og eins. Síðast vætið þið tvo bómullar- iinoðra úr olíunni og látið þá liggja dálítið á augnlokunum. Eftir tíu til fimmtán minútur, er það sem eftir er af oliunni þurrkað af með Framhald á bls. 34. VIKAN 19 LJÓS. Hér sjáið þið góða hugmynd af nýtízkulegum ijósa- útbúnaði. Sjálfsagt er að fá rafvirkja til þess að ganga frá öllu, sem rafmagni viðkemur. Takið bambusstilk um 25 cm langan og smeygið honum milii þráða snúrunnar, eins og sést á mynd- inni. Búið skerminn til úr pergamentpappír eða lituðum teiknipappir, 35x35 cm á stærð. Vefjið pappírinn upp, svo hann sé um 10—18 cm í jn’ermál og límið að innanverðu með „tape“. Mælið síðan 10 cm niður öðru megin og búið til 2 göt hvort á móti öðru, sem eru mátulega stór fyrir bambusstilkinn. Dragið nú bambusstilkinn til, meðan skerminum er komið fyrir, gangið svo frá honum aftur, þannig að liann standi jafnlangt út fyrir skerminn báðum megin. Það má einnig búa þennan skerm til úr vírgrind og basti. Cíætið að litlitimi Ilúsmóðiirstarfið. Húsmæður hafa engan átta tíma vinnudag. Þær eru á ferðinni frá morgni til kvölds. Bezt fyrir þær er að geyma alla erfiða og grófa vinnu og framkvæma hana fyrstu tvo, þrjá tíma dágsins. Ef rétt er farið að, koma húsverkin í stað- inn fyrir morgunleikfimi. Um leið og þið farið á fætur, bregðið þið greiðunni í gegnum hárið, þvoið ykkur og burstið tennur. Bað og nánari snyrting verða að bíða þang- að til þið eruð búnar með erfið- ustu verkin. Þær, sem eiga erfitt með að vakna almennilega, ættu að reyna eftir- farandi: Dýfið báðum handleggj- um upp að olnbogum í kalt vatn. Teljið hægt upp að tólf. Þurrkið svo vel og hressilega. Þetta mun fríska ykkur mikið. Síðan dragið þið andann djúpt tíu sinnum fyrir framan opinn glugga. Bezt er að vinna í stuttbuxum og blússu, þegar heitt er, en síð- buxum og flónelsblússu, þegar kalt er. Smekklegur klútur er hafður til að skýla hárinu fyrir ryki, þannig getið þið vel verið þekktar fyrir að sýna ykkur. Svuntur þurfa held- ur alls ekki að vera ósmekklegar eða leiðinlegar. Það er t. d. hægt að finna mjög skemmtilega kvart- síða kyrtla, sem bæði eru hentugir og smekklegir. Gangið mikið á tánum, meðan þið vinnið, einkum fyrstu tímana. Það er gott fyrir mjaðmir, mitti, ökkla og hné. Hver hnébeygja er góð fyrir fæturna og í hvert skipti, sem þði teygið ykkur, liðkið þið hrygginn. Munið eftir þvi, einkum þegar þið berið út og hengið upp þvott. Til að hlifa höndunum við þvi grófasta, nuddið þið þær vel upp úr mýkjandi kremi og stingið nögl- unum niður í sápustykki. Þegar erfiðustu vinnunni er af- lokið, er rétt að fara i kerlaug eða sturtu og helzt að skipta á heitu og köldu vatni. Þið þurrkið ykkur vel á eftir og nuddið með olíu og eau de cologne. Og svo eftir þetta, snyrtið Jaið ykkur í framan, áður en þið farið í búðir o. fl. Athugið þyngd ykkar diaglega, einkum ef þið búið sjálfar til mat- inn. Að smakka á matnum hefur nefnilega í för með sér kaloríu- aukningu. Strax og þið takið eftir þvi, að þið byrjið að þyngjast, bætið þið einum „dietdegi“ i vikuna. ÚTISTÖRF. Mikið ferskt loft gefur húðinni fallegan blæ, en hún verður þurr og stökk. Þess vegna er um að gera, að sjá húðinni fyrir nægu feit- meti. Við andlitssnyrtingu notið þið engin fegurðarmeðul sem innihalda spritt eða glycerin, heldur ekki sítrónu eða tómatsafa, og verið ekki úti í vindi og sól, án nokk- urra varnarráðstafana fyrir húð- ina. Bezt er að fara þannið að: A morgnana þvoið þið ykkur úr vatni með dálitlu bóraxi i og þurrkið ykkur vel á eftir. Siðan nuddið þið andlitið vel með húðoliu. Nuddið oliunni með mjúkum hliðarhreyf- ingum frá liöku að gagnaugum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.