Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 7
borð einfalt og laglegt. Miðstöð góð, fljót að hita og ekki hætta á gaslofti frá henni. Sæta- rými gott að framan en fótapláss þrengist nokk- uð fremst og er heldur til ama i ökumannssæti. Farangursrými eru tvö: Að framan og ofan við mótorinn að aftan. Góð fvrir smádót en rúma enga stóra hluti. Læsingar á þeim mjög þægilegar. Fjöðrunin er snúningsásar (torsion bars), nokkuð hörð á holöttum vegi. Aksturseiginleikar eru mjög góðir. Bíllinn lisgur vel á vegi og hreyfist lltið á beygium jafnvel á miklum hraða. Lipur í snúningum og viðbragðsfljótur. Tæknilegar upplýsingar: Véiin er 4 strokka 4 gengís toppventlavél. 53 hö v/4000 sn/m staðsett aftur í bílnum. Strokk- amir ligeria á hliðinni. Lækkar það þyngdar- nunktinn og eykur farangursrými ofan við vél- ina. Vélin er loftkæld og þvi nokkuð hávær við ! aukinn snúningshraða miðað við vatnskælda ' vél. Ekki þarf að óhreinka sig við að mæla olíuna. því það er gert án þess að lyfta þurfi lokinu yfir vélinnl. Gearkassi: 4 gearar áfram allir syncromiser- aðir: Rafkerfi: 6 volt. Breiddin er 1.60 m og þyngd 860 kg. Verðið, 165 þúsund. Umboð: Heildverzlunin Hekla h.f. * BREF . fggj An SUNNAN Suðurpól, 12. júli, 1962. Kæri Björn. Nú skal ég segja þér tíöindi; ég er að hugsa um aS flytja af landi brott, likíega helzt til Ameríku. Eða til hvers að vera að hanga hér á takmörkum hins byggilega heims? Það gæti farið svo, að ég skrifaði þér í framtiðinni frá Vancouver, Seattle eða Utha. Eða kannske frá Sviss eða Svíþjóð. Ha, ertu ekki samþykkur? Maður mundi náttúrlega sakna kunningjanna og fjölskyldunnar, en það væri liklega allt og sumt. Ekki sakna ég íslenzkrar tungu. Hún á hvort eð ekkert fyrir sér, nema að drepast. Og hvað er islenzk menning? Ekki neitt annað en þetta mál og þau verk, sem samin hafa verið á þvi. Ágætir hlutir að visu, en óaðjgengi- legir fyrir alla aðra en þessar fáu sálir, sem hér búa. íslenzk menning var til; hirðingja- menning, sem hentaði staðháttunum og var vaxin upp úr jarðveginum. En það er ekkert eftir af henni. Ekki urmull annað en þetta mál. Og mér fyrir mitt leyti er sama, hvort ég tala ensku eða sænsku. Væri ég rithöfundur og ætlaði mér eitthvert stærra hlutskipti en það að koma einu handriti að hjá Almenna bókafélaginu í ár og ef til vill öðru hjá Menn- ingarsjóði næsta ár, þá dytti mér ekki i hug að skrifa á islenzku. Þá mundi ég vilja skrifa fyrir milljónir, ekki hundrað þúsundir. Mér dettur ekki i hug að halda að blessað móður- málið okkar taki fram öðrum tungum. Jafnvel þótt aldamótaskáld með hugsjónir ungmenna- félaganna í brjóstinu, hafi talið að svo væri. Ég hef sjálfur orðið var við það, hversu miklu erfiðara og stirðara það er að orða hugsanir sinar á íslenzku heldur en ensku eða bara dönsku. Taktu til dæmis fyrirsagnirnar i dag- blöðunum og berðu þær saman við útlendar. 1 fyrirsögn verður að segja mikið i örfáum orðum og til þess er íslenzkan oft óhæf. Það þarf heila setningu til þess að stagla þvi sam- an, sem hægt er að segja i tveim til þrem orðum á ýmsum öðrum tungumálum. Ég veit, að við höfum átt málsnillinga sem höfðu betri tök á tungunni en aðrir menn. En ég býzt við því, að þeir hefðu verið álika liðtækir á franska tungu eða ítalska, ef þeir hefðu lært þær vel. Nú er ég farinn að reyna að sannfæra þig, rétt eins og ég sé smeykur um, að þú sért á móti mér. En líklega ertu öllu þessu samþykk- ur, þegar þú ferð að hugsa um það. Eða kann- ske spyrðu, hvað við höfum þá að gera með sjálfstæði. Ég svara þvi þá til, að liklega mun fara bezt á því, að það fólk, sem kýs að eiga lieima á íslandi, sé þjóð út af fyrir sig, sem sjálf ráði fyrir málefnum sinum. Og þó veit ég ekki, hvort hagur vor yrði svo mun lakari, þótt við yrðum ein stjarna til viðbótar í fána Bandaríkjanna eða hluti úr einhvers konar Bandaríkjum Evrópu. Eða hvað heldur þú? Mér virðist reyndar, að bráðlega reki að þvi, að við lendum í þessari margumræddu sam- steypu Evrópu. Bæði það og ýmislegt annað, mun stuðla að þvi að við drögumst inn i hringiðu þjóðanna og öll séreinkenni menn- ingarinnar munu eiga mjög erfitt uppdrátt- ar. Sumir munu telja það grátlegt, en mér er sama. Ég sé enga ókosti við það. Mér leið- ist afdalamennska og okkar þrönga hirðingja- menning var ekkert annað. Hins vegar gæti ég trúað, að hún yrði talin fremur merkilegt furðu- verk, þegar grúskarar fara að róta í henni eftir dálitinn tíma. En þá verðum við komnir undir græna torfu. Þinn einlægur Brandur á Suðurpól. \ j i Yndisþokki næturinnar í carabella... ViKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.