Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 41
FRÆGIR UPPFINNINGAMENN OG VERK ÞEIRRA'. Radíólampi de Forests er grundvallaratriði fyrir, sjónvarp, útvarp, lang- línutalsíma, plötuspilara, talmyndir og margt fleira. LEE DE FOREST OG RADÍÓLAMPI HANS Fáar uppfinningar hafa haft meiri og víðtækari áhrif en radíó- lampinn, barn tuttugustu aldarinn- ar. Hann opnaði nýja braut til tæknilegra framfara á svipaðan hátt og rafsegull 19. aldar. Radió- lampinn er grundvallaratriði í sam- bandi við sjónvarps- og útvarps- sendingar, langlínutalsíma, nýtizku hljómplötuspilara, talmyndir og ótal aðrar uppfinningar. Allt byggist þetta á þriggja elementa radíó- lampanum, sem fundinn var upp árið 1906 af Lee de Forest, en hann var meðal hinna fyrstu, er hófu radíórannsóknir. Lee de Forest, sá er fann upp radíólampann. \ Þegar dc Forest var drengur og var að alast upp í Iowafylki í mið- vesturhluta Bandaríkjanna, snerist Imgur hans allur um visindi. Hann var fimmtán ára unglingur, jiegar Þjóðverjinn Heinrich Hcrtz tipp- götvaði eiginleika radíóbylgna árið 1888. Síðar, þegar de Foresc var við nám í Yaieháskóla hjá hinum fræga eðiisfræðingi J. Willard Gibbs, samdi hann doktorsritgerð um radíóbylgjur Hertz og varði hana við háskólann. Þriggja elem.nta radíólampinn var árangur af s.'x ára rannsckn- um de Forests og leit hans að ná- kvæmum radíóbylgjuskynjara. Arið 1894 hafði Guglielmo Marconi, upp- hafsmaður þráðausa ritsimans, fundið leið til að skynja radíómerki með því að nota glerhylki nuð laus- lega vöfðum járnþráðuin. Þræðirn- ir svöruðu merkjum, sem fjarlægir neistar gáfu frá sér — og' voru þetta einu „útvarpssendingarnar“, sem þekktust um aldamótin. En það þurfti nákvæmari skynj- ara. Uppfinning Englendingsins Johns Ambrose Flemings var stórt skref i rétta átt og langtum full- komnari en aðferð IMarconis við móttöku radiómerkja. Árið 1904 smiðaði Fleming fyrsta radíólamp- ann. Það var glerhylki, sem í var þráður og „þynna“. De Forest gerði tilraunir með þennan tveggja elementa skynjara Flemings, en var óánægður með styrkleika merkjanna, sem að utan komu. Loks cíatt honum í hug að koma fyrir þriðju elektrónunni eða „grind“, og átti hún að vera „stjórn- loka“ og stýra rás elektrónanna frá þráðnum til þynnunnar. Áhrifin voru þau, að styrkleiki merkjanna, sem send voru, margfaldaðist eða magnaðist. „Tríóða“ de Forests, eins og hún var venjulega kölluð, bar af öllum öðrum skynjurum, og varð hún til þess, að hægt var að senda radiómerki milli langtum fjarlægari staða en áður. (Nú á tímum eru tveggja elementa hylki Flemings venjulega notuð i útvarps- móttökutæki til að taka við radíó- merkjum, og trióða de Forests er notuð til að magna þau. Transitor- radió eru byggð á sömu forsendum. Þetta mikla afrek de F’orests — mögnun radiómerkja — varð til þess, að hægt var að endurvarpa mannsrödd og tónlist þráðlaust langar leiðir. Árið 1908 útvarpaði hann tónlist af hljóðritara frá Eiffelturninum í París, og heyrðist hún alla leið til Marseille. Tveimur árum síðar endurvarpaði hann söng- rödd Enrico Carúsós frá Metrópólí- tanóperunni i New York. Kringum 1920 lagði de Forest í annað verkefni — að búa til „tal“- myndir. Hann varð fyrstur manna til að finna hentuga leið til að breyta hijóðbylgjum i ljósmynda- eflirlíkingu á sömu filmu og kvik- myndin er á. Sama aðferð er nol- uð enn i dag við framleiðslu tal- mynda. Radiólampar nú á dögum eru i grundvallai'atriðum svipaðir og radíólampi de Forests. Þó hefur verið bætt í þá elementum og stærð sumra lampanna minnkuð að mun. Til dæmis eru lamparnir, sem út- varpa vísindalegum upplýsingum frá gervihnettinum Frumherja fjórða, hundrað þúsund kílómetra úti i geimnum, á stærð við vínber. A Vanti yður þjöl þá er ekki á betri völ. #><0* Nafnið sem allir þekkja. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.