Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 31
DIAL DSAL DIAL DIAL HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA VERIÐ VINSÆL VELJIÐ DIAL íæra henni þessa friöþægingargjöf. E'n hve þetta gat í rauninni allt verið einfalt og auöskilið. Og hún, flónið, haföi ímyndað sér að það væri af ást, tekið gjöfina sem merki um það, hve staurblindur hann væri á allt Það, sem gerðist umhverfis hann, og hve ótakmarkað vald hún hefði yfir hon- um. Og þetta var dýr gjöf .... tákn Þess að Það væri ekki nein smáræðis- synd, sem hann hafði á samvizkunni — ekki eingöngu hugrenningasynd . . . LILIAN fann blóðið niða fyrir eyrum sér. Hversu langt hafði þetta gengið .... eða öllu heldur, hve langt hafði Evu, þessari lúmsku læðimús, tekizt að leiða hann? Þótt Einar væri karlmaður á sinn hátt, var hann ekki af þeirri manngerð, að hann leitaði á að fyrra bragði eftir að liann var kvæntur, hann sem tók allt slikt svo heimskulega alvarlega. Og ef þetta væri alvara .... hann mundi aldrei sætta sig við neitt hálft, eins stirfinn og kröfuharður og hann var. Og hann rnundi aldrei láta sér skiljast, að eig- inkonu hans stæði á sama um þótt hann og Eva ættu sér meinlaust ást- arævintýri — en eingöngu meinlaust. Ef hann væri í rauninni ástfanginn af E’vu og hefði í huga að krefjast skilnaðar? Gæti hún neitað .... átti hún að halda honum föstum, eða leyfa honum að fara sína leið? Cg Gustav Lange. Ef hann fengi minnstu nasasjón af þessu, mundi hann vafalaust ganga á lagið, fara rakleitt á fund Einars og leggja spil- in á borðið. Þá fengi hann fullnægt þeirri flónslegu löngun að sýna vini sínum fyllsta heiðarleika. Og hvað ætti hún þá til bragðs að taka? Gift- ast Gustav? Jú, auðvitað — en hvað tæki þá við? Það mundi ekki líða á iöngu áður en þau færu að hata hvort annað. Hún þekkti bæði sjálfa sig og hann of vel til þess að hún þyrfti að fara í neinar grafgötur um fram- haldið á því ævintýri. Var lífið þá ekki annað en ein, sí- endurtekin hringrás? Var hún komin aftur i þær kröggur, sem Einar hafði bjargað henni úr forðum. Hún var ákveðin í því að sjá svo um að hún Þyrfti að minnsta kosti ekki að þola fátækt aftur. Ef um það yrði að ræða, gat hún sleppt öllum tökum á Gustav, enda þótt Það mundi særa stolt hennar að verða að gera það. Og það var þá hægur nærri að bæta sér upp sökn- uðinn á annan hátt. Peningarnir gátu gert kraftaverk. Það sauð og vall I skapi hennar eins snyrtivörur og í heitum hveri undir gos. En hver mundi verða fyrir því gosi .... það var henni ekki fyllilega ljóst .... ekki enn .... Framhald í næsta blaði. Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 24. færaleik síðari árin, nema hvað hann hefur leikið i LúSrsveit Reykjavíkur í um fimmtán ár). Aft- ari röð: Sveinn Jóhannsson, tromm- ur (Sveinn lék um alllangt skeiS með ýmsum hljómsveitum i Reykja- vík, unz hann fluttist aftur heim til Akraness, þar sem hann hefur lítið fengizt við liljóðfæraleik sið- an), Magnús Sigurjónsson, túba (Magnús hefur liklega ekki leikið oftar i jazzhljómsveit en á þessum hljómleikum, enda var hann með til að gefa dixieland-hljómsveit þessari hinn rétta blæ. Magnús hef- ur leikið i fjölda ára í Lúðrasveit Reykjavíkur og verið formaðnr hennar um árabil. Jafnframt leikur hann með Sinfóniuhljómsveitinni þegar þörf krefur. Síðan er það píanóleikarinn Árni ísleifs og hann situr líklega á sama stólnum og hann sat á þegar myndin var tekin, því myndin var tekin 1 Breiðfirð- ingabúð þar sem Árni er nú píanó- leikari i hljómsveit Þorsteins Ei- ríkssonar. ísréttir. Framhald af bls. 18. Sósur með ís. Fyrir utan allskonar nýja og nið- ursoðna ávexti eru margskonar sós- ur notaðar með ís. Kókosmjöl bak- að nokkra stund í ofni, er ljúf- fengt að strá út á vanillu- og súkkulaðiís, sama er að segja um hnetur. Gott er að skera niður ís á kökusneiðar og hella yfir hann hunangi og strá yfir söltuðum hnet- uin, eða setja 1—2 matsk. á vöfflu og hella sýrópi yfir. Tvær matsk. af is út í engiferöl er sérstaklega lystugt. Súkkulaðisósa. % bolli suðusúkkulaði er brætt með % bolla af sýrópi yfir sjóðandi vatni. 3 matsk. mjólk hrært í og Va matsk. smjöri. Ef vill má setja 1 tesk. af safa úr appelsínu. Borin með heit eða köld. Fölsk karamellusósa. Púðursykur 1 bolli, niðursoðin mjólk % bolli, eða þykkur rjómi Vn bolli, 2 matsk. vatn ef niðursoðna injólkin er notuð, smjör 2 matsk. Sjóðið í 3 mínútur og berið fram heita með isnum. Gera má skrautlega rétti úr is ineð því að blanda ýmsum tegundum saman, t. d. skera sneið af ávaxta- safaís og velta einni skeið af rjóma- is upp úr kókosmjöl og setja ofan á. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.