Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 9
— silfursmíðin var tómstundaiðja hjá mér og tómstundimar voru fáar þegar ég bjó fyrir norðan — i ágúst. Hann tók vel málaleitan minni; taldi þó öll tormerki á því að nokkurt blaðaefni gæti verið i því. — Það lendir á mér að sjá uni það, sagði ég. — En fyrst langar mig til að sjá einhverja smíðisgripi eftir þig. Kristófer dró upp viravirkisnæl- ur og ýmsa aðra skartgripi. Það voru verk sem lofuðu meistarann. Silfurþræðirnir eru eins og frost- rósir hjá honum; samanvafðir rétt eins og sjálf náttúran hefði verið að verki og allt lystilega kveikt saman í eina heild. Hann gekk varlega frá hlutunum, setti þá aftur niður og dró frá gluggunum. — Sólin fer i augun á mér, sagði liann. — Hefurðu alið aldur þinn liér á Kúludalsá? —- Nei, ég er að norðan. Eigin- lega nýkominn liingað suður. Ég er úr Víðidalnum, fæddist þar og ólst upp og bjó þar i þrjátiu ár. — Og smíðaðir kjörgripi úr silfri? — Minna um það. Silfursmiðin var mestmegnis tómstundaiðja, ineðan ég bjó og tómstundirnar urðu ekki margar. — Hvernig komst þú i kynni við silfursmíði, ungur drengur norð- ur í Víðidal, um og fyrir siðustu aldamót? —- Ég ólst upp á ríku heimili. Það var á Stóru-Borg í Víðidal. Faðir minn bjó stórt að höfðingja sið og hafði mikið umleikis. 1 þann tíð gistu tignir gestir á Stóru-Borg. Collingwood gisti hjá okkur og teiknaði mikið af myndum. Meðal annars af Borgarvirki. Og svo teikn- aði hann móður mina og þá mynd á ég hér. Hún er mjög lík henni. —- Var jiað gamalgróið ríkidæmi á Stóru-Borg, eða auðgaðist faðir þinn á búskapnum? — Faðir minn, Pétur Kristófers- son, varð fyrsl og fremst auðugur á sauðasölunni til Englands. Þá voru sauðirnir seldir á fæti og fékkst afbragðsverð, fyrir þá. En héimilið var reyndar vel efnum búið fyrir og faðir minn vann ekki eins og titt er um bændur núna. Hann gerði aðeins það sem hann langaði til og var rnjög á ferða- lögum. Hann fór til dæmis í verzl- unarferðir til Englands 'og þar kynntist hann Coghill, sem flutti út sauðina héðan. Eftir það varð faðir minn aðalumboðsmaður hans og ferðaðist með honum viða um land. - Hann hefur haldið sig stór- mannlega. —• Já, það gerði hann eins og höfðingja var siður. Hann var hag- leiksmaður á járn og átli ágæta smiðju og nokkurn verkfærakost. En hann hafði járnsmiðina aðeins sér til gamans. Afi minn, Kristófer Finnbogason, bóndi á Stóra-Fjalli í Borgarhreppi var líka hagur og, lærði bókband úti í Kaupmanna- höfn. (Teitur járnsmiður og dýra- læknir í Reykjavik var einn af bræðrum Kristófers). — Svo þú ert fæddur með það í fingrunum, sem til þess þarf að búa til viravirki og þviumlikt. — Getur verið. Ein af stúlkunum á Stóru-Borg átti viravirki. Ég varð afskaplega hrifinn af smiðinni á því og langaði til þess að reyna að iikja eftir þvi. Þá var ég vist kornungur. — Þú sagðir cin af stúlkunum. Það hefur liklega verið gnótt af þjónustuliði á Stóru-Borg. — Þarna á veggnum sérðu ljós- mynd, sem tekin var 1889. Móðir min heldur á mér, tveggja ára gömlum. Þarna sérðu hvað vinnu- fólkið var margt, fimm vinnukon- ur og sex vinnumenn, allir með orf. Þetta hefur víst verið á slætti. — Hægra megin á myndinni er bær- inn á Stóru-Borg en vinstra megin er timburhús, sem faðir minn byggði fyrir Englendinga. Hann leigði þeim veiðina í Víðidalsá og þá bjuggu þeir i timburhúsinu. Við notuðum það aldrei að ráði. Þarna á myndinni er lika hestvagn; einn sá fyrsti sem kom i Húnavatns- sýslur. Það þótti nú aldeilis verk- færi og ekki öllum lient að með- iiöndla svo vandmeðfarinn grip. — Þú hefur varla þurft að vinna mikið í æsku þar sem gnótt var af vinnufólki. — Nei, við vorum ekki barnlúin. Það var nánast iðjuleysi hjá okkur systkinunum. Vinnufólkið gerði allt. En úr því maður var fermdur, var mér og öðrum ætlað að skila fullu dagsverki á við meðalmann og það voru geypileg viðbrigði. En fram að fermingu og i tóm- stundum eftir það, sýslaði ég við silfursmíði. Þó hafði ég hvorki efni, tæki né aðstöðu að öðru leyti. Ég notaði silfurpeninga, bæði frá föður mínum og ýmsum öðrum. Ég barði peningana út á steðja og gerði úr þeim örþunnar þynnur, sem ég sagaði niður í mjóar ræm- ur. Ég gat gert næfurþunnar þynn- ur, aðeins brot úr millimetra býst ég við. — Þú sagðir að faðir þinn hefði átt sæmilega smiðju. — Það er rétt, en föður minum var lítið um það gefið, að ég væri þar. Hann var hræddur um að áhöldin týndust og þau voru ekki fiölskrúðug. Auk þess spáði hann því, að ég yrði aldrei járnsmiður. Honum líkaði ekki hvernig ég sló; liann sagði að ég skyldi heldur fara með þjöl. Honum leizt betur á það. — Smíðaðir þú einhverja merka gripi, meðan þú varst i föðurgarði? Framhald á bls. 43. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.