Vikan


Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 12.07.1962, Blaðsíða 21
lest, sáu þeir, sem i brúnni voru ekki feröalag Skafta og höföu enga hugmynd um það, sem var að gerast. Svo mikill var veður- ofsinn. Sunnudagurinn rann upp, og veðrið náði hámarki. Enginn okkar hafði kynnzt öðrum eins hamförum náttúrunnar. Auðvitað var reynt að halda skipinu upp i sjóina og vindinn, en s.jórinn reið yfir úr öllum áttum. Þennan dag mun mastrið aldrei hafa sézt úr brúnni, enda þótt ekki væri langt í það, vart meira en seilingar- fjarlægð. Svo mikið var sjórokið og isingin á brúargluggunum. Um eða rétt eftir liádegi skeði það, að háseti einn, Sigurgeir Sigurjónsson frá Kringlu i Grimsnesi, reyndi að komast upp í brúna. Hljóp hann beint af augum aftur eftir lestarhlerunum, upp á spiiið og komst alla leið. Hann hefur eflaust ekki gert sér grein fyrir þvi hversu fáránleg fífldirfska þetta var. Það er sama hve oft þetta hefði verið reynt aftur þennan dag, aldrei hefði það tekizt. Vélstjórinn okkar, sem var enskur, stóð sig afburðavel. Hann kvikaði ekki frá vélinni meðan veðrið var sem verst, en annar vélstjóri og kyndari höfðu sig lítið í frammi. Eitthvað mun enski skipstjórinn hafa hjálpað til við kyndinguna. Útgerðarfélagið. laun- aði vélstjóranum fyrir verk sitt að verðleikum, þegar til Englands kom. Sagði mér maður, sem fór utan með skipinu, að vélstjórinn hefði verið gerður að eftirlitsrnanni með viðgerðum á skipum fé- lagsins. Englendingar kunna vel að meta það, sem vel er gert, en íslendingar gleyma þvi stundum og þvi miður of oft. Ég spurði þennan vélstjóra einu sinni að þvi hvað vélin færi marga snúninga með eim á toppi og útopnað sem kallað er, og kvað hann það vera 114 snúninga á minútu, en 112 snúninga hefði hún farið i veðrinu mikla. Aðeins tveir snúningar í viðbót, og skipið hættir að draga veðrið. Við, sem höfum verið á sjó, vitum hvað það þýðir. Á mánudagsmorgni var farið að lygna, og var þá farið afS leita fyrir sér livar við myndum vera staddir eftir öll ósköpin. Lóðað var, en enginn botn fannst, og var þá haldið til lands, og komið inn á Dýrafjörð og lagzt við bryggju á Þingeyri. Þegar við litum skipið frá bryggjunni, brá okkur i brún, sáum eiginlega litið Framhald á bls. 37. Frásögn Bjarna Haraldssonar segla- saumara frá Halaveðrinu og leitinni að togurunum tveim. sem í því fórust. Skráð af blaðamanni Vikunnar. Bjarni Haraldsson. heppni, annar togaranna sem fórst í Halaveðrinu. Togarinn Leifur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.