Vikan - 19.07.1962, Side 7
SÉREINKENNI:
Fallegur, rúmgóður 2ja dyra station bill,
sérstaklega hentugur heimilisbíll, þar sem
hægt er með fáum handtökum að breyta
honum úr þægilegum fólksbíl í sendiferðabil.
AÐ INNAN:
Frágangur gæti verið betri. Framsæti er
heilt með tvískiptu baki, færanlegt fram og
aftur og halli á baki stillanlegur. Aftursæti
of þröngt fyrir 3 þar sem hjólskálar sitt
hvorum megin ganga fram i það. Sætin eru
nokkuð hörð og ekiti nægilega vönduð.
Nokkuð þröngt er að komast í aftursæti.
Fótrými er mjög gott í báðum sætum. Mæla-
borð laglegt og stjórntækjum vel fyrir komið.
FARANGURSRÝMI:
er aftan við aftursæti, mjög stórt og rúm-
ar vel. Hægt er að leggja aftursætið alveg
fram að framsæti og er þá farangursrýmið
orðið um 1,80 m að lengd. Undir gólfi i far-
angursgeymslu er rúmgott hólf fyrir smádót
tilheyrandi bílnum, verkfæri, bón, þvotta-
bomsur og jjessháttar. Varahjólbarði er
festur aftast út í hægri hiið, en rýrir ekki
geymslurými og ágætt er að komast að
honum.
Afturhurð er stór, opnast upp og er mjög
gott að athafna sig við hleðslu og afhleðslu.
Fjöðrunin: Gormar að framan og fjaðrir
að aftan. Fjöðrun góð, þó fjaðrir séu gerðar
fyrir talsverðan burð (160—170 kg umfram
farþega).
AKSTURSEIGINLEIKAR:
Mótorinn er mjög skemmtilegur, vinnur
prýðilega, en heyrist nokkuð i ventlum eins
og títt er um Opel. í holum er billinn sæmi-
lega góður og fjöðrunin yfirleitt ágæt. En
hann mætti liggja öllu betur i beygjum.
Framhald á bls. 42.
Norðurpól, 18. júlí 1962.
Kæri Brandur.
Þegar ég las siðasta bréf þitt datt mér i hug
maður nokkur, vestur-íslenzkur, sem kom hing-
að á alþingishátíðina 1930. Ég hitti þennan mann
að máli um borð i skipinu, sem Vestur-íslend-
ingarnir, eða nokkur hluti þeirra, kom með.
Maður þessi var miðaldra, kinnfiskasoginn,
brjóstið innfallið, grár i gegn'og skorpinn, með
harðan hatt og í frakka, sem mér virtist vera
búinn til úr pappir eða einhverju hræódýru efni.
Ég rabbaði við þennan mann dálitla stund og
spurði hann. Hann var frá San Fransiscó, lík-
kistusmiður, að mig minnir, hafði flutt vestur
um haf kornungur og ekki komið heim siðan.
Ég spurði hann um félagsleg málefni.
„Weli,“ sagði hann. „Hvað áttu við mister?“
Ég fór þá ekki lengra út í þá sálma.
„Er nóg atvinna?"
„Well. Þú spyrð um starf. Well venur. Fólk
þarf allt af að deyja. Um aðra veit ég ekki,
venur.“
„Hvernig er stjórnmálaástandið?“
„Póleteikin, spyrðu. Well. Repuplikaner borg-
uðu lengi vel betur fyrir atkvæði en Demmo-
kratar, en nú eru Demmokratar farnir að borga
betur.“
„Er félagsskapur meðal íslendinga i San
Fransisco?"
„Veit það ekki vel, well, sæki ekki svoleiðis,
venur.“
Ég hef oft hugsað um þennan mann. Þetta
var þá hægt að gera úr íslendingi. Drottinn minn
og guð minn. Annað eins mannkerti hafði ég
ekki fyrirhitt um mína daga.
Fyrir um það bil fimmtán árum kynntist ég
ungum sjómanni úr verstöð. Hann var filhraust-
ur, sívinnandi, kjarkaður í bezta lagi, reglulegt
mannsefni. Hann kvæntist, eignaðist nokkur
börn, bjó í bragga og lenti í erfiðleikum vegna
ómegðar. Ég fylgdist með honum og einstaka
sinnum talaði ég við hann á götu. Svo bar það
við einu sinni að hann hringdi til mín og spurði,
hvort hann mætti koma og rabba við mig. Hann
kom. Hann var með „prislista“ undir hendinni.
„Ég er að flytja til Ameriku,“ sagði hann.
„Þar er nóg atvinna, mikill uppgangur. Ég set
upp verkstæði. Hér er allt svo dýrt. Þar allt
svo ódýrt. Sjáðu bara.“
Hann fletti upp i „príslistanum“ og sýndi mér
verð á ýmsum vefnaðarvörum, skófatnaði og
fleiru.“
„Varaðu þig,“ sagði ég. „Það er ekki allt
gull sem glóir.“
En hann fór. Hann er búinn að flækjast borg
úr borg vestan hafs, vinnur baki brotnu, en
allt á hverfanda hveli. Ég fékk jólakort frá hon-
um í fyrra. Hann óskaði mér gleðilegra jóla.
„Mér veitir ekki af að fá góðar óskir frá þér,“
sagði hann og svo bætti hann við: „Ekki er allt
gull sem glóir.“
Svo að þú ert jafnvel að hugsa um að flytja
út. Þú um það. Þar týnir þú sjálfum þér, enda
ertu eklcert annað og verður ekkert annað, en
það, sem þjóð þin og land þitt hafa gefið þér.
Þú verður hvergi heill maður nema hér, þar
sem þú hefur fengið þina næringu, þínir sálar-
þræðir hafa spunnizt og tvinnazt. Ég veit að
þeir eru fleiri en þú, sem halda að flest sé betra
annars staðar en hér. En það er rangt. Þó að
margt sé hér öðruvísi en æskilegt er, þá er
hvergi eins gott að vera og hér. Þú nefnir Sví-
þjóð. í Svíþjóð er velferðarríki, en þar er
Framhald á bls. 41.
ALHALDA?
0
ni er heitið til
ókíó eða Eg ilsstaða,
gar og þjónustu að
en þér farið í ferða-
viðurkenndu
íói — Sími 17660
VIKAN 7