Vikan


Vikan - 19.07.1962, Page 9

Vikan - 19.07.1962, Page 9
vakna hjá sér þá löngun að ávarpa þessa ger- ókunnugu stúlku og segja henni frá heppni sinni, stillti sig þó um það og tók stefnuna á kaffistofuna á næsta götuhorni. Hún var einmitt að skenkja í seinni kaffi- bollann sinn, þegar hún tók eftir því að dökk- hærða stúlkan var í þann veginn að setjast við þriðja borð frá henni. Svo var að sjá sem hún hefði að minnsta kosti ekki neitt á móti því að Nicki kallaði á sig; Nicki gerði það að vísu ekki, en brosti til hennar og Það var nóg til þess að unga stúlkan greip handtöskuna sína og kom yfir að borðinu til hennar. — Má ég tylla mér hérna hjá Þér, spurði hún og það var einhver hálfdulin, annarleg spenna í röddinni. Og Nicki veitti því einnig athygli nú, að hvarmar hennar voru þrútnir, eins og hún hefði grátið. — Já, gerðu svo vel, svaraði Nicki. Hvernig var það .... sá ég þig ekki í leikhúsanddyr- inu? — Jú, svaraði stúlkan. Satt bezt að segja, þá laumaðist ég inn í salinn og sat þar í felum, en þú mátt fyrir alla muni ekki segja herra Wolfe frá því. Ég heiti Jill Yarborough .... — Og þér eruð leikkona? — Já, að minnsta kosti reyni ég að telja sjálfri mér og öðrum trú um það .... en það gengur dálítið misjafnlega. Ég sat á aftasta bekk í salnum meðan þú last. Þér tókst prýðilega að mínum dómi. — Þakka þér fyrir, sagði Nicki og ókyrrðist í sætinu. Hún var farin að kunna illa hinni heitu glóð i starandi, tinnusvörtum augum stúlkunnar. — Ég varð dálitið undrandi yfir því að herra Wolfe skyldi ekki minnast á mig einu orði, mælti stúlkan enn. Hann hafði nefnilega heitið mér hlutverkinu síðastliðinn föstudag .... hlutverki ekkjunnar, Mary Lou á ég við: Ég er úr Suðurrikjunum, þótt Það verði ekki heyrt á mæli mín, syðst úr Suðurríkjunum. E'n nú hef ég dvalizt svo lengi hérna í Norðurríkjun- um, að allur þessi svokallaði Suðurríkjahreimur er horfinn úr máli mínu. Eða getur þú heyrt hann? — Nei .... — Ég hef líka gert allt, sem í mínu valdi stendur til að losna við hann .... og svo verð ég fyrir þessu áfalli. Annað eins getur bók- staflega riðið manni að fullu. Ég hef verið atvinnulaus — ég á við, að ég hef ekki fengið neitt hlutverk í næstum ár, og þegar herra Wolfe sagði að ég væri eins og sköpuð i þetta hlutverk, réði ég mér ekki fyrir fögnuði. En svo hringdi hann til mín á laugardagsmorgun- inn og kvaðst hafa séð sig um hönd. — Það er leiðinlegt, ungfrú .... — Yarborough. En kallaðu mig Jill. Þú heitir Nicki .... — Já. — Jæja, ég reyndi nú samt að afbera það, sagði Jill. Að minnsta kosti stóðst ég freist- inguna að fremja sjálfsmorð. Hún hvessti gló- andi, tinnusvört augun á enni Nicki, rétt eins og hún vildi brennimerkja hana. Nicki langaði til að snerta hönd stúlkunnar, eða sýna henni samúð á einhvern hátt, ef það gæti orðið til að draga eitthvað úr örvæntingu hennar. En hún kunni ekki við það, og lét því nægja að segja lágt. — Þetta er ákaflega leið- inlegt. Láttu mig þekkja það. Ég veit hvað Það er af eigin raun að ganga á milli um- boðsmanna leikhúsanna, biðja og biða. Það hef ég nefnilega gert síðastliðna átta mánuði. Og það er ekki eins og þetta sé fastákveðið enn .... Jill Yarborough hló. — Reyndu ekki að telja mér trú um neitt. Ég er að minnsta kosti ekki í neinum vafa um að það er fastákveðið. Honum leizt prýði- lega á þig, Nicki. Það leyndi sér svo sem ekki. Brosið hvarf af andliti hennar. En það breytir hins vegar ekki neinu um það, að ég er færari um að leika Þetta hlutverk en nú. Nicki horfði niður 1 tóman bollann og hafði ekki hugmynd um hverju hún skyldi svara, eða hvernig hún ætti að taka annarri eins fullyrðingu. Stúlkan þagði um hríð, en Framhald á bls. 30. EFTIR HENRY SLESAR. Vilji maður brjóta sér braut í lífinu, má maður ekki hika við að fórna. Sér í lagi ekki hika við að fórna þeim, sem reynast þröskuldur á vegi. VIKAN g

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.