Vikan


Vikan - 19.07.1962, Page 11

Vikan - 19.07.1962, Page 11
Sögur herma að sjóræningjar hafi grafið sjóði sína í jörðu niður, og að margir þeirra liggi enn ófundnir hingað og þangað í jarðskorpunni. Skip, hlaðin gulli og gimsteinum hafa horfið undir yfirborð sjávar svo hundruðum eða þús- undum skiptir, og gersemar þeirra grafast æ dýpra og dýpra niður í botnleðju undirdjúp- anna. Þúsundir manna og milljónir króna hafa týnt gildi sínu við leit að þessum fjársjóðum, sem jafnan hafa reynzt erfiðari innheimtu en von- azt hefur verið til. Jafnvel hér heima á íslandi ganga sögur um ógrynni gulls í jörðu, þar sem skip hlaðið fjár- sjóðum á að hafa hrakizt upp á grynningar og orðið að skilja við gull sitt í hlaðvarpanum hjá Klaustursbræðrum. Þar hefur samt reynzt erfitt að heimta féð og koma því í umferð á ný, því veður og önnur máttarvöld hafa séð svo um að jörðin er öruggasti bankinn. Iteynslan er raunar sú, að það fé, sem móðir jörð hefur einu sinni fengið til varðveizlu, er ekki svo auðfengið aftur, jafnvel þótt öruggt sé hvar það er, — og jafnvel þótt hundruð manna hafi það fyrir augum dag hvern, og hungri eftir að krækja krumlunum utan um smáhrúgu, — og eins þótt peningarnir glitri í sólskininu í gegnum aðeins þriggja metra djúpt bergvatn ... —0------- Já, þið eigið kollgátuna. Ég á við „Peninga- gjá“. Þið hafið öll séð peningana, sem liggja þar á botninum fyrir neðan brúna, og ykkur hefur öll langað til að ná í, þó ekki væri nema nokkur stykki, svona bara til gamans ... Jú, jú, ykkur er alveg óhætt að vera hreinskilin við mig. Ég kjafta ekki frá. Ég hef sjálfur staðið á brúnni og horft niður og hugsað um, hvernig auðveldast væri að hreinsa botninn í fljótheit- um og stinga af með hagnaðinn. Þarna hlýtur að vera samankominn heilmikill fjársjóður, bæði innlendra og erlendra smápeninga og annarra hluta. Sumir segja að þarna hafi verið kastað niður ýmsurn dýrum og fágætum munurn og um það ganga jafnvel ótrúlegustu tröllasögur. „Sá sem gæti ...“ hugsaði ég. „Sá sem gæti kafað þarna niður og skrapað saman af smá- bletti og skutlað því upp á yfirborðið, — upp á vörubíl til dæmis ... Hann væri ríkur, sá!!“ Og þið skuluð ekki dæma mig of hart. Ég þarf ekki að vera neinn sérstakur „rakinn glæpamað- ur“ fyrir það, því þetta sama — eða eitthvað svipað — hafa fleiri stórmenni hugsað, eins og t. d. sá þjóðkunni maður Jónas Jónsson frá Hriflu. O-jú. Víst hefur Jónas kafað oní Nikulásar- gjá, og taldi ekki eftir sér frekar en annað margt það, er hann hefur kafað í á lífsleiðinni. Þetta hefur hann sjálfur staðfest. Hann var þá að vísu nokkru yngri en nú, eða tuttugu og sex ára kennari í Kennaraskólanum. Hann var á ferð með nemendum sínum á Þing- völlum, og við gjána barst talið að því — eins og svo oft vill verða — hvort mögulegt væri að kafa niður að botni til að sækja þangað gerseniar. Þarna munu margir kappar hafa ver- ið samankomnir, bæði líkamlegir og andlegir, og einurn þeirra andlegu datt það snjallræði í hug að fleygja drykkjarbikar í djúpið, og rag- mana síðan sína líkanilegu félaga til að sækja hann og færa sér. Skyldi sá hafa heiður mikinn að launum og sæmd. Nokkrir rnunu hafa reynt að sækja bikarinn, en engum heppnaðist hetjudáðin, og leit svo út um stund, að ekki yrði frekar aðhafzt. Þá brá sér út úr hópnum Jónas Þingeyingur, snaraðist úr spjörunum og stakk sér í djúpið. Sáu menn það til ferða hans að hann renndi sér til botns, greip bikarinn góða og svam með hann til lands. Þannig tókst honum það, sem öðrum var ekki fært, og hefur svo verið æ síðan, þótt frek- ar hafi hann neytt andlegra yfirburða en líkam- legra. Sjálfur segir hann svo frá, að hann hafi verið vanur svipuðum ferðum í bergvatnsám í Þing eyjarsýslunni, og því vitað hvað beið sín er niður kom, — en kalt þótti honum samt baðið. Valdimar Sveinbjörnsson leikfimikennari þreytti þennan leik á sínum yngri árum. Hann var þá staddur í góðu veðri á Þingvöllum, ásamt noaKrum felögum, og kom þeim saman um að reyna þetta. Vafaimar stakk sér í gjána, komst niour a botn og náði í einn eða tvo peninga, uiviega omerkilega, því ekki segist hann muna Uvernig þeir voru, en enginn fjársjóður varð ur peirri kófun. ,A*oð var svo kalt,“ sagði vaiuimar „aö mér fannst höfuðið á mér vera aö spnnga, og ég var lengi að ná mér á eftir." Axei tirimsson heitinn, brunavörður í Reykja- vik, miKill íþrotiamaður og íireystimenni, mun uka nara katað þarna möur og náð nokkrum peurngum. JULann var þa einnig á bezta aldri. ug vaiaiaust hata margir fleiri gert þetta, en nog mun upptauó. Pað iiafa líka margir rekið nrirusKort niöur r vatnið eöa sökkt nrður stein- um i oanai, smuroum í feitr. Jtieiur þá stunaum roöaö vro einn og einn tieynngur eða svo. jpralt fyrir ailar þessar orvæntingariuliu til- raunir og glæstu vomr margra atnainamanna, þa g'litra þeningarnir ennþa á botni gjarinnar ems og stjornur á niminnvoifinu, iskait vaiiuö sveipar nuiu leynuaruoms yfir þaö, sem á botn- mum Kann að ieiast, menn aka yfir brúna og Kikja niður, oska ser að eiga oii þessi auöæfi, pangað tu svaiur biærinn ýnr upp yfirborð mmintærs öergvatnsins. Þá fá þeir í sig hroll vio tiibugsunina um kuidann, yppta öxium, Kveikja sér í sígarettu og aka burt með kæru- leysissvip, eins og þeim sé hreint alveg sama. ----O----- Ekki Vikan. Vikunni er aldrei santa unt neinn hlut, sem lesenaur henuar hafa áhuga á. Þess vegna sagði ritstjórinn við mig hérna um aaginn: „Heyrðu, kannski þú skreppir aust- ur á Þingvöll sem snöggvast, og athugir hvað pu finnur oní Peningagjá." Bara sísona. Og þar með var rnálið útkljáð. Ég var bók- aður í slarkið. hatt að segja þá hefði mér aidrei dottið t hug — ekki einu sinni í draumi — að stinga tánni oní svona kalt vatn, jafnvel þótt ég væri með þatent-plast-sundfitjar á öllum útlimum. Þess vegna varð ég að finna einhvern, sem gat tekið að sér jobbið fyrir mig, og þegar þannig stendur á, getur engum manni dottið annað í hug en Andri Heiðberg. Og mér datt í hug Andri Heiðberg. Andri var aldeilis til í tuskið. Þetta var ein- niitt sniðið fyrir hann, að galgopast á bólakafi einhvers staöar uppi í sveit, helzt þar sem eng- inn maður hefur áður skvett úr sundfitjum, og ekki sízt þar sem hægt var að gramsa í fjár- sjóðum upp að olnbogum, finna kannski renni- las úr brokum Hallgerðar eða rakvélarblað sem Njáll hinn skegglausi notaði til að skafa af sér líkþorn. Hver veit? Andri stóð fyrir utan húsið, þegar ég kom til aS sækja hann, og allar hans froskmanna- græjur lágu á gangstéttinni, tilbúnar til augna- bliksnotkunar. Honum og græjunum var svift inn í bílinn og þotið af stað austur. Á leiðinni var bollalagt um það hvað við kynnum að finna þarna niðri á botni. Einhver hafði heyrt um forláta sverð, sem kastað hafði verið þar niður. Annar vissi um silfurbikar einn mikinn og fagran og sá þriðji hafði heyrt að einhver kóngur hefði gloprað þarna niður krossi einum miklum, — líklega af einskærri handvömm, en áttað sig svo í tæka tíð og sagt að svona ætti þetta að vera. Ég var ekkert farinn að minnast á kuldann í; við Andra. Hann nvundi vafalaust finna hann : y fyrst af öilu, er hann skellti sér oní kalda- vermsiið, en einhvern veginn komst þetta samt til tals> °8 mér létti þegar Andri sagði: „Kuldi ||... ? Blessaður, það hefur ekkert að segja. Mér jÉ er alve8 sama, bara ef það er ekki botnfrosið." Og þegar við komum austur, fór ég að skilja lAndra betur. I Þrátt fyrir glampandi sól og sunnan blíðu, byrjaði Andri strax á því að klæða sig í kag- ■ þykkar ullarbrækur utan yfir allar þær brækur, , isem hann var í fyrir. Það þarf svalan náunga til að stinga sér niður Framhald á bls. 38. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.