Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 17
béttastur og myrkvastur, inn í lauf- skálann litla, þar sem andrúmsloftið var þungt af svæfandi sýrenuangan. Hún læsti að þeim dyrum. Settist slðan á bekkinn við steinborðið og beið átekta. En Gustav starði aðeins á hana og mælti ekki orð af vörum. — Hvað var það eiginlega, sem Þú þóttist eiga vantalað við mig? — Rennir þú ekki grun í það? Hún varp þungt öndinni. — Ætlarðu enn að taka til við .... Ég hélt að við hefðum þegar rætt til hlítar okkar mál. / — Ef þú lítur þannig á málin, get ég farið mina leið, svaraði hann reiði- lega. — Hvers vegna þarftu alltaf endi- lega að gera okkur eins erfitt fyrir og unnt er? Þú hefur drukkið helzt til mikið I kvöld, en látum það eiga sig. Þú þarft ekki að varpa allri skyn- semi fyrir borð þess vegna. Lofaðir þú því ekki að biða og sjá hverju fram yndi? — Biða .... bíða .... Ég þoli ekki lengur þessa endalausu bið. Og ég vil ekki að þessu haldi áfram, eins og það hefur verið að undanförnu. Henni var ljóst að það þýddi ekki að beita hann orðum. Hún varpaði sér I faðm honum þar sem hann sat, vafði örmunum um háls honum i myrkrinu. Þrýsti líkama sínum að honum, iðandi og heitum af ástríðu. Og enn einu sinni vann líkami hennar þann sigur, sem orð hennar megnuðu ekki að vinna. Hann gat ekki staðizt hana. Vafði hana örmum svo fast, að hana sárkenndi til, kyssti hana áfergjubyrst, fyrst á opinn munninn, en lét varirnar slðan hreyf- ast hægt og sjúgandi meðfram kjálka- börðunum. Hún tók andköf, iðaði og stundi. Hann opnaði munninn og hugðist læsa tönnum að eyrnasneplinum, en þá varð eitthvað fyrir, hart undir tönn. Gimsteinamenið; Jónsmessugjöf hins auðuga eiginmanns. Hann fann blóðið ólga 1 æðum sér og þreif menið af heyra hennar. — Hvað ertu að gera, maður .... ertu genginn af vitinu, spurði hún. — Já, ég er genglnn af vitinu. Finnst þér það kannski svo undar- legt .... ? — Láttu mig fá eyrnalokkinn, Gústav, mælti hún biðjandi. Þú veizt að hann er dýrmætur .... —Skyldi ég ekki fara nærri um það. Tryggðapantur, er ekki svo. Frá þinum heittelskaða eiginmanni. Smá- gjöf i tilefni af Jónsmessuhátiðinni .... gull, gimsteinar og smaragð- ar .... Hún starði á hann, skelfd og undr- andi, en svo myrkt var inni að hún gat ekki greint svip hans — einungis glóðina, sem brann í augum hans. Slíka glóð hafði hún aldrei séð í þeim augum fyrr. Hana langaði mest af öllu til að flýja sem fætur toguðu, en þar sem hún vildi ekki skilja men- ið eftir í höndum hans, sat hún kyrr. Hvað mundi Einar segja, ef hann kæmist að Því að hún hefði glatað öðrum eyrnalokknum? Eða öllu held- ur — hverju mundi hún geta svarað? Hann starði á hana. Og hún fann hatrið hríslast um sig út frá honum. — Jæja, ertu hrædd? spurði hann. Hrædd um að ég kunni að sýna eigin- manni þínum herfangið. Að ég segi honum kannski, að hans heittelskaða eiginkona hafi rétt mér það sem tryggðapant á sjálfa Jónsmessunótt? Óttastu það, að ég kunni ef til vill að hafa í hyggju að binda óvæntan endi á þann leik, sem þú hefur leikið um skeið? —Gústav .... Gústav .... þú veizt að ég elska þig, hvíslaði hún og þrýsti sér að honum. — Elskar .... þú elskar mig ekki viðlíka og þetta men. Hvers virði er ég þér samanborið við allt það, sem Einar getur gefið þér? Þú yfirgefur hann aldrei mín vegna. Eg hef lesið þig niður í kjölinn. Það er eingöngu æska mín og hreysti, sem þú sækist eftir. En þú elskar ekki nema eina mannveru — sjálfa þig .... Þú ert ekki þannig gerð, að þú fórnir neinu fyrir hina voldugu og tærandi ást. En vertu ekki hrædd, ég skal ekki afhenda honum skartgripinn. Þú get- ur ieitað hans, þegar birtir .... Hann varpaði meninu úr hendi sér út um gluggann, inn í myrkt lauf- þykknið. Svo spratt hann á fætur, opnaði dyrnar og gekk út, teinréttur, en lítið eitt reikull í spori. Hún heyrði það á fótatakinu að hann hélt heim að húsinu. AUÐMÝKINGIN hafði lostið hana eins og svipuhögg. En þrátt fyrir ör- væntinguna gerði hún sér fyllilega grein fyrir afleiðingunum, sem það hlaut að hafa ef hún kæmi inn með men í aðeins öðru eyranu. Að hún varð því að finna hitt menið, hvað sem það kostaði. Hún hraðaði sér út þangað, sem henni sýndist það hafa hafnað úr hendi hans. Hún leitaði og leitaði, en það bar ekki neinn árangur, sem varla var við að búast. Hálflömuð af ótta og skelfingu lagðist hún á hnén í grasið, í síðum kjólnum, strauk svörðinn með lófunum .... Hans Bertilsen hafði stigið dans- inn við Grétu. Að vanda hafði hann verið kvalinn samvizkubiti. Og hann hafði ekki kunnað sem bezt augna- tilliti hennar. Það var eins og það var vant, henni mislikaði alltaf fram- koma hans. Hann hafði því gripið fyrsta tækifærið sem bauðst og laum- azt brott. Hann langaði til að vera einn um hríð, hafði ekki kjark i sér til að sitja lengi nætur og hlusta á afturhvarfsprédikanir hennar. Það var eilítið svalara úti á ver- öndinni. Hann hallaði sér út á hand- riðið og kveikti sér í sigarettu. Satt bezt að segja sá hann eftir því að hafa farið hingað í kvöld. Að hann skyldi vera slík heimótt. Að hann skyldi sitja veizlu hjá Einari, borða mat hans, drekka vín hans .... gat hann aldrei haft þann manndóm í sér að slíta af sér fjötrana? Hvers vegna hafði hann alltaf samúð með Einari? Dáði hann. Það gerði allt mun flóknara. Þessi sífellda sam- blanda haturs og vináttu var blátt áfram mannskemmandi. Vitanlega hafði honum borið að láta hart mæta hörðu þegar framhjá honum var gengið af framámönnum við sjúkra- húsið og kveðja garöana í Gröf taf- arlaust. Allir vissu að hann var Ein- ari mun eldri í starfinu — engu að siður hafði Einari enn verið fal- ið að gegna stöðu yfirlæknisins á meðan hann væri erlendis .... Það var sannarlega timi til þess kominn að hann legði fram skriflega uppsögn sína, hann átti að gera það snemma á morgun, áður en Ström yfirlæknir héldi brott. Það var auðveldara að halda sínu i samtali við hann en Ein- ar, sem strax mundi beita lítillækk- andi vinmælum til að telja honum hughvarf, og fá hann til að vera kyrran. Gripinn einhverri annarlegri endur- vakningu hélt Hans Bertilsen af stað út í garðinn, út í nóttina án þess að hafa hugmynd um hvert hann fór. Þegar hann hafði gengið spölkorn inn á milli trjánna sá hann hvar ein- hver mannvera lá á hnjánum undir vegg laufskálans í lundinum. Það var svo myrkt að hann gat ekki greint hver það var fyrr en hann kom alveg að henni. Lilian, mælti hann óttasleginn. Gengur eitthvað að þér. Hann greip utan um hana og vildi reisa hana á fætur. Hún reiddist i svip, en gætti sín. Því í fjandanum þurfti þessi karlugla að rekast hingað einmitt núna? En hún sá þegar hvað hún átti á hættu og mælti eins vingjarnlega og henni var unnt: — En sú heppni að þig skyldi bera að, Hans. Heldurðu ekki að ég hafi misst af mér annan eyrnalokkinn, og nú finn ég hann hvergi nokkurs stað- ar. Eg þori ekki að fara og sækja aðstoð, því að ég er svo hrædd um að ég finni staðinn þá ekki aftur. Hann datt einmitt hérna, svo hann hlýtur að vera hér, þótt mér hafi ekki tekizt að finna hann. — — Við skulum ekki vera lengi að ráða fram úr því. Þú ert viss um, að það hafi verið hérna? — Það er ég. En það er svo dimmt, að maður sér naumast handa sinna skil. Framhald á bls. 42. Lilian hét á allar illar vættir sér til fulltingis, þegar þau börðust við d uöaim á þverhnípinu við grjótnámuna, ! Eva og Einar y I VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.