Vikan - 19.07.1962, Page 19
Macy verzlunin, heimsins stærsta verzlun.
Sumir segja að ég sé hálívitlaus, en aðrir
láta sér nægja að lýsa þvi yfir, að ég hafi
bara óvenju frjósamt hugmyndaflug. En mér
er hreint alveg sama hvað fólk segir. — Mig
hefur alltaf iangað til að verða flugfreyja.
Að sjálfsögðu geri ég mér fullljóst að á þvi
eru ýmsir vankantar og að í rauninni eru
mjög litii likindi til að þessi löngun mín
fái uppfyllingu í veruleikanum, og þá aðal-
lega vegna þess, að ég hefi verið karlmaður
frá fæðingu.
En það er sama. Áhugirin fyrir þessu óska-
starfi er fvrir hendi, og þess vegria hefi ég
það bara eins og íþróttaunnendur eða kvik-
myndastjörnuaðdáendur, og reyni að sniglast
í kring um viðkomandi persónur og forvitn-
ast um þær eftir heztu getu.
Maður getur alls staðar séð myndir af flug-
freyjum þar sem þær brosa voða sætt og
rétta fram bakka fullan af brjóstsykri og
hafa heila flugvél á hak við sig með Loft-
leiðamerkinu á áberandi stað. Slíkar myndir
eru liættar að hafa áhrif á mig, eins og við-
tölin við þær, þar sem þær segja að það sé
ægilega gaman að vera flugfreyja af því að
farþegarnir séu alltaf svo agalega sætir.
Nei, mér fannst kominn tími til þess að
einhver tæki sér fyrir hendur að athuga hvað
flugfreyjur aðhafast, þegar þær fá lausári
tauminn í úflandinu á milli ferða.
Það væri vafalaust forvitnilegt rannsóknar-
efni.
Og áður en ég var raunverulega búinn að
átta mig almennilega á hlutunum, var ég rok-
inn i simann og farinn að tala
við Sigurð Magnússon ftilltrúa
Loffieiða.
Kveðjuverkunin var kornin af
stað, og ekki liægt að sriúa til
baka.
Fyrir hádegi næsta dag var allt
klappað og klárt, ég skyldi fara
með Eiríki rauða til New York
daginn eftir og fylgjast með
áhöfninni að eigin geðþótta —
og eftir því sem ég gat, — taka
myndir, forvitnast og njósna eins
og mér tækist.
Þetta var einmitt það, sem ég
vildi. Ég fyllti allar minar tösk-
ur með myndavélum og filmum
— og tók til óspilltra málanna.
Ég þóttist aldeilis heppinn,
þegar ég komst að raun um það
að það voru þrjár fhigfreyjur
með i ferðinni, þær Margrét
Ríkharðsdóttir, Jytta HjaJtested
og Borghildur Jónsdóttir. Til þess
að byrja á byrjuninni, ákvað ég
að heimsækja einhverja þeirra
hérna heima, áður en lagt væri
af stað, og byrjaði á því að
hringja i Margréti vegna þess að
hún var fyrst á iistanum, sem ég
fékk frá Loftleiðum.
En Márgrét stóð einmitt þessa
dagana í flutningum og treysti
sér ekki til að taka á móti blaða-
manni svona alveg undirbíinings-
laust og þess vegna hringdi ég
til Jyttu, og eftir stutt samtal við
hana, lagði ég af stað til hennar
þar sem hún býr með foreldrum
sinum, Grethe og Birni Hjalte-
sted að Ásvailagötu 73.
Jytta var að búa sig til farar.
Hún var komin i einkennisföt
flugfreyjunnar, þótt flugvélin
ætti ekki að leggja af stað fyrr
en eftir tvo klukkutíiria, og var
að pakka ýmsum nauðsynjum
niður í ferðatösku, kjól, slopp og
ýmislegu öðru smávegis.
Fyrir hana var þetta að sjálf-
siigðu ekkert ævintýr, þvi hún
var orðin þessu vön, enda er
þetta hennar atvinna og það er
nú einhvern veginn svo, að þeg-
ar maður er skuldbundinn til að
fara í ferðalag, veit nokkurn
veginn hvernig það verður og
fyrsti spenningurinn er farinn að
dofna, þá er það ekki eins gaman
og margur skyldi ætla.
En Jytta er ung og þróttmikil
stúlka og næsti dagur er alltaf
ævintýr út af fyrir sig.
Það er ástæðulaust að lýsa
ferðinni út, eða þeim glæsilega
viðurgerningi sem ég og aðrir
farþegar nutu hjá Loftleiðum á
leiðinni. Það nægir að geta þess
að flugfreyjurnar voru á þönum
hreint allan timann við að gera
farþegum lífið eins þægilegt og
kostur var á. Matur og ýmsar
kræsingar voru bornar farþegum
með stuttu millibili, kaffi og kökur og þess á milli fé'-k fullorðna
fólkið whisky eða koníak en litlu, góðu börnin volga mjólk
á pela.
Ég fullvissaði Margréti um það að ég væri löngu vaxinn upp
úr því að drckka mjólk ... svo að ... hmm .. . ég nmndi kannski
þiggja eins og eitt glas, eða svo ... ef ... hm .. . !!
bg mikið skelfing vorkenndi ég svo litlu greyjunum, sem urðu
að totta sirin mjólkurpela og láta sér það nægja.
Við komum til New York um kvöldmataríeytið og eftir stutta
stund var öll áhöfnin konrin inn á hótel og farin að bursta af
sér ferðarykið.
Það var sunnudagskvöld i New York framundan, og nú þýddi
sýnilega ekki annað en lialda á spöðunum, ef eg ætti að fylgja
flugfreyjunum eftir um kvöldið og taka af þeim myndir. hg flýtti
mér þess vegna eins og ég lifantíi gat, slengdi mínu myndavéla
dóti á öxlina og rauk út á gang til að leita að þeim.
Það var tiltölulega auðvelt að komast að því hvaða herbergi
þær höfðu og ég skundaði til Jyttu og knúði kurteislega dyra.
Ekkcrt svar.
Ég barði fastar, en árangurslaust.
Útvarpstækið inni á herberginu var i gangi og kreisti úr sér
jazzinn svo að glumdi í, — en enginn kom til dyra.
Kannski hún væri í haði og heýrði ekki til mín. Jæja, þa var
að reyna við Margréti.
Þar barði ég og barði, en allt fór á söniu leið. Ég þaut í cr-
væntingu til Borghildar og fór að lemja þar utan dyrnar. Þetta
var aldeilis huggulegt, eða lritt þó heldur. Nú var ég búinn að
taka mér ferð á hendur alla leið til Ameríku til að fylgjast með
ferðum stúlknanna, og þær voru horfnar svona umsvifalaust eins
og dögg fyrir sólu.
í örvæntingu minni leitaði ég ráða hjá flugstjóranum, Kristni
Olsen og sagði honum að flugfreyjurnar væru hreinlega horfnar.
Líklega komnar eitthvað út á lífið. Það vrði eitthvað að gera
þegar i stað. >
En það var eins og honum kæmi þetta ekkert á óvart. Hann
brosti íbygginn, kveikti sér í pipunni, sem hann hefur alltaf
standandi út úr andlitinu á sér, og sagði með kveljandi ró:
Margrét Ríkharðsdcttir og Jytta Hjaltested ftugfreyjur máta hatta
í Macy‘s.