Vikan


Vikan - 19.07.1962, Side 22

Vikan - 19.07.1962, Side 22
SJÓNVARPSTÆKI Fyrsti og giæsilegasti vinningur getraunarinn- ar er fullkomið PHILCO-s.jónvárpstæki frá O. Johnson & Kaaher. Tækið er í flokki beztu sjónvarpstækja, sem fáanleg eru liér á landi, en kostar í útsölu 18.000 krónur. Sjónglerið er af stærstu gerð — 23 tominur — og reynsla af þessum tækjum hér sem annars staðar er mjög góð, enda eru PHILCO-verksmiðjurnar lieimsfrægar fyrir framleiðslu sína. Eins og sést á myndinni er þetta þar að auki mjög fagur gripur og er til mikillar prýði hvar sem er. Pað gildir einu livað rætt er og ritað, skamm- azt og rifizt yfir sjónvarpi í heild, það vita allir að hér á landi verður þess ekki langt að bíða að sjónvarpsstöð verði starfrækt af íslenzkum aðilum, auk þess að stórveldin verða farin að senda sjónvarpsgeisla um allan heim. í Reykjavík og nágrenni eru nú þegar fjöldinn allur af sjónvarpstækjum í notlcun, enda næst allvíða nokkuð vel til sjónvarpsstöðvarinnar i Keflavík. Margir eru smeykir við að kaupa sér sjónvarpstæki sem byggt er fyrir bandaríska sjönvarpskerfið, vegna þess að líkindi eru til að islenzka sjónvarpsstöðin verði af annarri gerð, og þá ekki hægt að nota sömu móttökutækin áfram við hana. En PHILCO hefur ráð undir rifi hverju, og hefur einmitt séð fyrir þessu vandamáli. Eins og áður er tekið fram, þá eru þessi tæki gerð f.vrir bandaríska sjónvarps- kerfið, en verksmiðjan framleiðir lítið tæki sem breytir þessu eftir óskum jiannig, að þegar jiað er komið í samband, er hægt að taka við sjónvarpssendingum frá báðum kerfum. Slíkt viðbótarkerfi mun kosta 1000—1500 krónur. O. Johnson & Kaaber eru cinkaumboðsmenn fyrir PHILCO-verksmiðjurnar hér á landi og hafa selt sjónvarpstæki þeirra hér undanfarin 3 ár. Sjónglerin eru i tveim stærðum 19 og 23 tommu, og er þetta af stærri gerðinni. Verð er frá 15 til 23 jiús. krónur, en hægt er að fá tækin með afborgunum |)annig, að helmingur er greiddur við móttöku, en fi mánaða greiðslu- frestur er á afganginum. Nokkur hundruð PIIILCO-sjónvarpstækja eru í notkun í Reykjavík eða nágrenni, og er jafn- vel vitað til að slík tæki séu í notkun á Akra- nesi, og ]>aðan hefur engin kvörtun komið enn- ])á um að e'kki sjáist nægilega vel í þeim. Framhald á bls. 41. VERÐIAUNAKEPPNIVIKUNNAR FERÐ TIL MEGINLANDSINS Önnur verðlaun getraunarinnar er ferð með Eimskip til Rotterdam í HoIIandi, og síðan þaðan á vegum ferðaskrifstof- unnar Sunnu mcð einu glæsilegasta lúxusskemnitiferðaskipi Evrópu „AJFKADA" til London. Þaðan verður svo ekið með stórum hópferðabílum frá SCOTTISH OMNIBUS til Edinborgar í Skotlandi, og tekur sú ferð tvo daga með viðkomu á ýmsum merkum stöðum. í Edinborg er aftur stigið á skipsfjöl hjá Eim- skip og siglt á 1. farrými með Gullfossi til Reykjavíkur. Það mun óhætt að segja að slík ferð sé frekar óvenjulég en jafnframt því fróðleg og þægileg. Mikill hluti leiðarinnar er farinn með skipum Eimskipafélagsins og síðan á þekktu skemmtiferðaskipi — allt á 1. farrými. Á leiðinni norður Eng- land er ekið um fegurstu héruð landsins og staðnæmzt á helstu stöðunum, Er ekið i stórum langferðabifreiðum um góða vegi allt norður til Edinborgar þar sem Gullfoss bíður með sín þægindi og lúxus. 22 VIKAN HUSQVARNA SAUMAVEL Undanfarin 10 ár eða svo hafa saumavélaverksmiðjur heimsins keppzt um að setja æ fullkomnari og sjálfvirkari vélar á markaðinn, enda mun óliætt að segja að nú orðið sé varla það verk til í sambandi við saumaskap, sem slíkar vélar geta ekki framkvæmt. Eitt merki hefur ávallt skarað langt frain úr öðrum hvað viðvíkur fjölbreyttni, gæði, styrkleika og endingu, og öryggi í notkun. Þetta er Hiusqvarna verksmiðjan i Svíþjóð, enda þarf varla að lýsa gæðum sænskrar v5ru fyrir islenzkuin neytendum. Það hefur líka sýnt sig á undanförnum árum live velþekkt Husqvarna vélin er og hve mikils álits hún nýtur, að sala henriar liér á landi hefur verið tiltölulega meiri en viðasthvar annars staðar í heiminum. Vikan er hreykin af að geta boðið slika vél í 3. verðlaun. P&Ó er ein ])ekktasta herraverzlun Reykjavíkur, P&Ó liafa á boðstólum allar vörur, sem tilheyra klæðnaði karla, allt frá yfirhöfnum og alklæðnaði niður í bindisnælur. P&Ó afhenda í verðlaun smekklega samstæðu fyrir hvaða karlmann, sein er: Enskan hatt og regnhlíf og italska hanzka. Skart h. f., framleiðir alls konar skrautmuni úr gulli og silfri. 5. verðlaun í getrauninni eru fagurt og nýtízkulegt hnappasett og bindisnæla úr silfri fyrir karlmann, og kvengullhringur með fögrum og dýrum steini — „Alexandrite", sem er mjög í tízku og skiptir litum, verður blár, grænn eða rauður eftir því í hvers konar Ijósi liann er skoðaður. iviuujjuimn viu i^íkhjíu teig jjyoui iveim y um upp á fyrsta flokks kvöldverð og veitingar fram eftir kvöldi. Iílúbburinn er orðinn einn vinsælasti skemmti- staður Reykvíkinga, enda eru húsakynni þar og aðbúnaður allur eftir nýjustu tizku. Tvær liljóm- sveitir skeinmta gestunum, Haukur Morthens og liljóms^eit hans og NEO-tríóið. Hekla — Skjaldbreiður — Snæfellsjökull Fagradalsfjall — Helgafell? GETRAUNIN: HVAÐ HEITIR FJALLIÐ? Þessi getraun mun verða í sex blöðum. Þar sem nú er sumar og allmargir hafa brugðið undir sig betri fætinum og séð einhvern hluta af landinu, sem þeir höfðu ekki séð áður — þá ætlum við að reyna á skarpskyggni manna og fara fram á það, að þeir þekki nokkur fjöll — eitt fjall í hverju blaði, meðan getraunin stendur yfir. Þetta verða engir venjulegir hnjúkar, heldur fjöll, sem hvert mannsbarn ætti að þekkja, hvar sem það býr á landinu. Þetta fjall, sem þið sjáið á myndinni, virðist ekki ýkja hátt í loftinu, en það leynir á sér og er alveg ótrúlega hátt, rúmlega 1100 ni yfir sjávarmál. Það er gígur, sem hefur hlaðið fjallið upp og hraunið sem rann úr þessum gíg er eitt hið fegursta og frægasta á öllu landinu. Eitt af okkar ágætu þjóðskáldum hefur ort ógleymanlegt kvæði um þann ógnþrungna atburð, er hraunið rann. Kvæðið byrjar svona: „Fanna skautar faldi háum / fjallið allra hæða val. / Hrauna veitir bárum bláum / breiðan fram um heiðardal“ o. s. frv. GETRAUNARSEÐILL NR. 1 I FJALLIÐ HEITIR: I & NAFN ........ XI 5 HEIMILI ..... g g SÍMI ........ I I VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.