Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 24
 jbv -X'S Réttir frn ýmsum (öndum % JAPAN. Suki-yaki. 400 gr. meyrt nautakjöt, 2 laukar, 3 púrrur, 1— 200 gr. sveppir, 1 matskeið sykur, ekta austurlenzk soya (hefur fengizt í Síld og Fisk), feiti til þess að brúna úr. Hrisgrjón og hrátt egg. Laukur og púrra skorin í sneiðar og brúnað vel í feitinni. KjötiS skorið i nœfurþunnar sneiðar og steikt, og síðast eru skornir sveppirnir brúnaSir í feitinni. BlandiS þessu öilu saman á pönnunni og stráið sykrinum yfir og hellið soyunni saman við. Hvorugu má sleppa. Látið standa á eldinum um stund eða þar tii kjötið er meyrt. Hrísgrjónin eru laussoðin og borin fram sér, og berið hrátt egg, lauslega þeytt, fram i skál hjá hverjum diski, en kjötinu er dýft i það eftir smekk. KÍNA. Chow. 4—5 stórir laukar, 1 bolli smásaxað hvitkál 2—3 matsk. feiti, 2 matsk. smáhakkaðar möndlnr, salt, pipiar, 200—300 gr. rækjur, 1 bolli hrisgrjón, V2 i. vatn. Laukurinn er hakkaður mjög smátt, og brúnaöur ljósbrúnn í nægri feiti, hvitkálinu bætt í og brúnað með þar til það er meyrt. Möndlurnar settar í og salt og pipar eftir smekk. Rétt áður en rétturinn er borinn fram, eru rækjurnar steiktar í feiti. Þetta er einn af fjölmörgum réttum, sem borinn er fram með laussoðnum hrísgrjónum, en eigi þetta að vera einn réttur á Vesturlandavísu, má setja laussoðin hrísgrjón á fat, ofan á þau hvítkálsblönd- una og síðast steiktar rækjurnar. BÚLGARÍA. Köld gúrkusúpa. Ca. 1 kg. gúrka, 2 litlir hvítlaukar, 3—4 matsk. matarolía, 3 tesk. fint salt, töluvert af nýmöluðum pipar, 1 ]. súrmjólk, ca. V2 1. vatn. Olíunni, edikinu, saltinu og piparnum blandað saman, livítlaukurinn hakkaður smátt og settur i sósuna. Gúrkurnar eru flysjaðar og skornar i næfur- þunnar sneiðar og lagðar í skál. 2 bollar af súr- mjólkinni blandað í edikssósuna og þessu hellt yfir gúrkurnar. Hrært í og látið standa á köldum stað í a. m.k. hálftíma. Síðan er því, sem eftir er af súrmjólkinni blandað saman við vatnið og hellt saman við hitt í skálinni. Munið eftir að setja nægan pipar, því að súpan á að vera bragðsterk. Borin fram vel köld. PÓLLAND. Steik a la husard. IV2 kg. gott nautakjöt, salt, 4—5 stórir laukar, brauðmylsna, 1—2 matsk. feiti, kjötsoð eða vatn. Kjötstykkið á að vera ílangt eins og brauð. Það er brúnað i ofni og soðinu eða vatninu ausið yfir f það. Laukarnir eru soðnir þar til þeir eru meyrir og síðan saxaðir mjög smátt, eða marðir. Brauð- mylsnunni blandað í laukinn, þar til blandan verð- ur eins og þykkur grautur. Þegar steikin er hálf- steikt, er hún tekin út og skorin í sneiðar, en þó ekki alla leið niður, botninn á að vera heill. Lauk- grauturinn er smurður á hverja sneið og þær síðan lagðar sman aftur, og kjötið steikt með soðinu þar til það er meyrt. HAWAII. Honolulukotilettur. 2 svínakótilettur, 1 gulrót, 1 næpa, 1 sellerileggur, svínafeiti til að steikja úr, 2 ananashringir, kjötsoð, krydd. Skammtur f. tvo. Sneiðið grænmetið og raöið því í botninn á eld- föstu fati. Brúnið kótiletturnar og leggjið þær ofan á grænmetiö og ananassneiðarnar ofan á kótilett- urnar. Hellið kjötsoði yfir þar til það þekur græn- metið og sjóðið í ofni, þar til kjötið og grænmetið er fullsoðið. Kryddið eftir smekk. UNGVERJALAND. Súkkulaðiábætir. % bolli suðusúkkulaði, 2 matsk. kalt vatn, 2 eggja- hvítur, þeyttur rjómi, mandarínur (eða appelsínur). Bræðið í tvöföldum potti með vatninu. Þeytið hvíturnar vel og blandið þeim saman við. Látið þetta storkna og berið fram í litlum glösum með þeyttum rjóma og raðið mandarínunum ofan á. ÍTALÍA. Spaghetti á þrjá vegu. Sjóðið spaghetti i miklu vatni ca. 5 1. vatn f. pund af spaghetti. 1 tesk. af salti er hæfilegt í hvern 1. vatns. Setjið spaghettíið smám saman niður í sjóð- andi vatniÖ. Látið suðuna ekki fara af á meðan og sjóðið það þar til það er meyrt, eða frá 10—20 mín., eftir því hve þykkt það er. Hér á eftir fer grunn- uppskrift að ítalskri sósu og henni má svo breyta i ýmsar tegundir, og verða gefnar þrjár hér. ítölsk sósa. Matarolia % bolli, saxaður laukur V2 bolli, sax- aður grænn pipiar V2 bolli, sneitt selleri % bolli, saxaður hvítlaukur 1 lítill, tómatar 2% bolli, tómat- purreé 1 smádós, salt 1 tesk., pipar V± tesk., negull Va tesk., Cayenne nokkur korn, lárviðarlauf lítið stykki, persilja %. Hitið olíuna á pönnu eða potti og sjóðið laukinn, græna piparinn, selleríið og hvítlaukinn i henni þar til það er meyrt, eða u.þ.b. 10 mín. Bætið öllu hinu í og látið malla yfir lágum hita í upp undir klukku- tíma, eða þar til það hefur þykknað. Úr þessu má gera kjötsósu, rækju- eða humarsósu og sveppa- sósu. Framhald á bls. 41. 24 VIKAN Dúskar Dúskar eru notaðir til skreyt' ingar á barnafatnaði. Mynd I sýnir efnið í dúsk- inn, ullargarn og 2 hringlaga pappaspjöld. Spjötdin eru klippt úr pappa og fer stærð dúsksins eftir stærð þeirra. Mynd II sýnir, að saumað er með garninu utan um bæði spjöldin í einu. Mynd III sýnir, að klippt er á garnið milli spjaldanna. Mynd IV sýnir, að sterkum þræði er vafið milli spjald- anna, hert fast að og hnýtt. Mynd V sýnir, að spjöldin eru tekin, allar ójöfnur klipptar af dúskinum og hann látinn yfir gufu. Mynd VI sýnir dúskinn til- búinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.