Vikan


Vikan - 19.07.1962, Qupperneq 27

Vikan - 19.07.1962, Qupperneq 27
II 4 Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Það virðist bera ailt of mikið á neikvæðum eiginleika í fari þínu þessa dagana, og veiztu bezt sjálfur hver hann er. Þú getur naumast gert þér grein fyrir því, hversu mjög þessi eiginleiki spillir fyrir þér gagnvart vinum þinum. Þú verður að breyta til batnaðar, ef ekki á að fara illa. Miðvikudagurinn er mikill heilladag- ur fyrir unga fólkið. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þessi vika CWS verður þér mjög hagstæð hvað allan jarðneskan auð snertir, en ekki er eins víst að þér verði svo ágengt á andlega sviðinu. Þér virðist fara alltof iítið fram á Því sviði, og stafar það af því að þú hjakkar sífellt í sömu sporum og reynir lítið sem ekkert til þess að taka framförum. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú gafst ein- hverjum loforð um að gera eitthvað í vikunni, en nú verður ýmislegt til Þess að að því getur ekki orðið strax — og líklega tekur sá, sem lofað var, þetta verr upp en efni standa til. Eitt kvöld- ið ferð þú í afar skemmtilegt samkvæmi með mjög nýstár- legu sniði. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): 1 vikunni gefst þér tækifæri til þess að taka framförum á sviði, sem þú hefur staðið í stað í lengi, og skaltu nýta þér þetta tækifæri til hins ýtrasta. Þú kem- ur ekki rétt fram við einn vin þinn þessa dagana — líklega stafar það af einhverri samkeppni, sem er engan veginn heilbrigð. Amor verður talsvert á ferðinni. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þessi vika verð- ur sannarlega allt öðruvisi en þú hafðir gert ráð fyrir. Það mun ýmislegt ganga á, sem þú kannt ekki fyllilega að bregðast við, en í heild verður þó vikan hin ánægjulegasta. Tvö kvöld vikunnar skera sig úr á vissan hátt, en þau kvöld muntu sinina þvi, sem þér er næst hjarta þessa dagana. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú lest eitt- hvað eða sérð, sem kemur þér úr jafnvægi og fær þig til þess að aðhafast eitthvað, sem þú munt líklega sjá eftir síðar meir. Þú færð þægi- legt verkefni að glíma við, liklega um eða eftir helgi. Vinur þinn kemur illa fram við þig 1 máli, sem snertir ykkur báða í rauninni litið. VogarmerkiÖ (24. sept,—23. okt.): Þetta verður hin skemmtilegasta vika í alla staði. Þú munt hækka I áliti meðal félaga þinna fyrir eitthvað, sem þú gerir eitt kvöldið, enda máttu vera hreyk- inn af. Amor kemur eitthvað við sögu unga fólks- ins, einkum þess, sem fætt er í október, en ekki er víst að örvar hans risti ýkjadjúpt. ______ DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika er mjög óvenjuleg að mörgu leyti, einkum viss hluti vikudaganna, líklega þá eftirmiðdagarnir. Vinir þínir eru með eitthvað á prjónunum, sem þeir reyna að leyna fyrir þér, en láttu það ekki angra þig, því að það er vissulega ástæða fyrir þessari framkomu þeirra. Eitt kvöldið kemur einkennileg persóna í heimsókn. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þetta er tvímælalaust vika unga fólksins, því að aiit virð- ist ætla að leika í lyndi fyrir æskunni, en ekki þarf eldra fólkið svosem að kvíða neinu. Helgin verður mjög skemmtileg og er tilvalin til þess að fara í smáferðalag. Ef þú ferð í þetta ferðalag, skaltu ekki láta það dragast. Það verður lengra en gert var ráð fyrir. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Vikan verður þægileg, þótt naumast sé hægt að kalla hana skemmtilega. Þó verður eitt kvöldið, líklega föstu- dagskvöldið, afar óvenjulegt og skemmtilegt. Þat' kvöld færðu skemmtilega hugmynd, sem þú skalt samt bíða með að hrinda í framkvæmd í svo sem tvær þrjár vikur. Einhver óvissa og móða hvilir yfir sunnudeginum. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þetta verð- ur vika mikilla freistinga — ekki bendir samt margt til þess að þú fallir fyrir þessum freisting- um, en einhver, sem er þér mjög tengdur, mun hins vegar falla í eina gildruna, og mun það þvi miður koma sér iila fyrir þig. Kona, sem er þó nokkuð eldri en þú, kemur í heimsókn og færir þér góðar fréttir. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þetta verður ánægjuleg vika, þótt ekki sé hægt að kalla hana viðburðaríka. Phnmtudagurinn virðist bezti dag- ur vikunnar fyrir fólk yfir tvítugu. Gleymska þín gæti komið þér illilega í koll í vikunni, eink- um ef það stafar af vanrækslu við eitthvert skyldustarf. Farðu umfram allt varlega með peningana í þessari viku. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. B Glaért —POLYTEX— til blöndunar í — POLYTEX-málningu, gefur meiri gljáa og auðveldar hreingerningu. — POLYTEX— plastmálning er mjög auðveld í meðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.