Vikan


Vikan - 19.07.1962, Síða 39

Vikan - 19.07.1962, Síða 39
DIAL DIAL DIAL DIAL HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA DIAL cndist betur DIAL freydir betur DIAL ilmar bctur KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.f. Dial kostar yður ekki meira ' — því gœðiri tru óviðjafnanleg Heildsölubirgðir VERIÐ VINSÆL VELJIÐ DIAL •deilis ekkert slor! Og nú sáum við að Andri stað- næmdist á botninum og hreinlega lagðist ílatur niður. Hann hafði sýni- lega fundið eitthvað stórkostlegt. Jú, jú! Þarna tók hann eitthvað ofan af steini og einhverju var hann að safna saman. Maður sá þetta allt svo greinilega í blátæru vatninu. Og svo birtist Andri skyndilega uppi á yfirborðinu, veifaði til okkar hendi, lagði eitthvað á gjárbakkann og hvarf siðan aftur I djúpið. Við hlupum í harðaspretti bangað, sem hann hafði verið. Jú, þetta var aldeilis ekkert smávegis. Gullbikar, stór og fagur, og glampandi gull- festi .... Nei, annars. Þetta var þá bara rauðlituð aluminiumkolla og gömul keðja úr ljósakrónu. Gamall og ónýt- ur sígarettukveikjari og sundurlimað- ur vasahnífur af lélegustu gerð. Te- skeið úr þunnu blikki og nokkrir smáaurar, bæði íslenzkir og útlendir. O-fussum-svei! Ég hafði þó þolinmæði I mér til að taka mynd af draslinu áður en ég skutlaði því sömu leið og það kom, — og stráði því yfir Andra. Hann skyldi eiga mig á fæti, ef hann væri að stríða mér svona. Nú vildi ég eng- an leikaraskap lengur. Héðan í frá eintómar gullkönnur, fullar af dem- öntum, sverðum og krossum! En það var sama hvað við veifuð- um og kölluðum til hans, þar sem hann var á sveimi niðri við botn. Hann virtist ekkert heyra .... ----O----- Andri kom nú upp úr til að hvíla sig smástund og ræða við okkur. Margt manna var samansafnað á brúnni og í kring, ferðafólk sem hafði séð hvað um var að vera. Sr. Eiríkur J. Eiriksson prestur á Þingvöllum og þjóðgarðsvörður, var einnig kominn til okkar, þvi auðvitað höfðum við útvegað okkur leyfi til þessara að- gerða hjá Þingvallanefnd og sr. E’iríkur var þarna til að fylgjast með því að allt færi fram eítir settum reglum, — en ein þeirra var m. a. sú, að allt það sem upp kæmi, skyldi aftur niður fara. Svo ég var eiginlega bara að ,.plata“ áðan, þegar ég sagði að við hefðum ætlað að verða ríkir af þessu. Það var svo margt fólk þarna i kring að það var ekki hægt! En þrátt fyrir það vorum við ekki aldeilis á þ.ví að gefast upp við svo búið. Eftir að við vorum búnir að fá okkur matarbita I góða veðrinu, tygjaði Andri sig til að nýju og stökk útí. Nú hafði hann meðferðis litla skóflu og fötu, því nú átti að rann- saka dálítið nánar hvað á botninum væri. Andri stakk niður skóflunni á nokkrum stöðum og mokaði UPP í fötuna, og hirti nú ekkert um hvort hann mokaði gulli eða „grús“. Ffttan var dregin uppá yfirborðið, hellt úr henni að viðstöddum fjölda vitna, og farið að rannsaka hvað, upp hefði komið, og hér sjáið þið listann. 2 kr. peningar: ....... 16 stk. 1 — — ..... 52 — VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.