Vikan - 09.08.1962, Page 12
BIFREIÐAPRÓFU N VIKUNNAR
OG FÉLAGS ÍSLENZKRA BIFREIÐA-
EIGENDA. Prófunina framkvæmdi Pálmi
Friðriksson bílaskoðunarmaður.
Suðurpól, 9. ásúst, 1962.
Kæri Björn.
Ég ætlaði að minna tif; á einn hlut síðast,
en gleymdi þvi. Þú ráðlagðir engum að flytj-
ast til Svíþjóðar, eða svo skildist mér af svari
þínu. Þú sagðir, að það væri velferðarriki og
þar fengju menn skammtað það sem þeir
þyrftu og ekki eyri þar framyfir.
Mér þótti þetta athyglisvert, ekki vegna þess
að ég vissi ekki um systemið hjá sænskum,
heldur vegna þess, að ýmsir héldu að þannig
væri himnarikið sjálft. Mér skilst, að hvergi
séu almannatryggingar og allsherjarforsjón
yfirvaldanna eins víðtæk sem þar. Það hefur
meira að segja verið talað um, að fátækt væri
varla til þar og það er vel af sér vikið í landi,
þar sem sjö milljónir búa. Og svo kemur þú
og segir: Nei, góði, ekki til Sviþjóðar. þar er
ekki hægt að iifa. Þar færðu skammtað eins
og yfirvöldin telja hæfilegt fyrir þig og úti-
lokað er fyrir þig að næla þér í aukabita.
Sem sagt: Velferðarríkið er nokkuð gott
fyrir gamalmenni, fatlað fólk svo og letingja.
En það er ekki fyrir duglega menn, sem vilja
brjótast áfram og kæra sig ekki um, að ár-
angurinn af erfiði þeirra lendi að mestu i
ríkiskassanum — og fari þaðan í það að borga
meira og minna verkfæru fólki ellilaun og
öðrum verðlaun fyrir barneignir.
Þá er ísland auðvitað betra. Hér geta bæði
þú og ég haft tvöfalda vinnu; gefið upp til
skatts einhvern slangur af svokallaðri aðal-
vinnu, en ekkert al' öðrum tekjum, sem nema
ef til vill hærri upphæð. Svo byggjum við lúx-
usibúðir og kaupum okkur nýja híla og eng-
inn skilur þessi ósköp, því það eru ekki bara
við, sem liöfum það svona — heldur allur
fjöldinn. En ríkið er svo aumt, að það getur
ekki einu sinni lagt vegi þar sem þörfin er
hrýnust. Vegarspottann ofan af Kjalarnesi aka
að meðaltali um 1701) bílar á dag, en rikið hefur
elcki efni á að hafa þennan spotta öðruvisi en
nálega ófæran eins og alla aðra svokallaða vegi
á þessu landi.
Annars er ég á þeirri skoðun, Björn minn
góður, að forsjón ríkisvaldsins sé versta for-
sjón, sem til er. Þeim mun minni ríkisafskipti
þvi betra. Allt sem ríkið leggur dauða hönd
sína á, er dæmt til að mistakast — og mér
finnst það raunar eðlilegt, þegar betur er að
gáð. Því miður er það ekki guð, sem stjórnar
ríkisvaldinu, heldur meira og minna ófull-
komnir einstaklingar. Já, oftast fremur ófull-
komnir, og það stafar af þeirri staðreynd, að
dugandi menn veljast ekki til opipberra
starfa. Itíkið borgar líklega lægst laun af öll-
unx aðilum og l'ólkið, sem það fær til starfa
er eftir því. Svo er annað: Menn hafa vart af
þvi hagnaðarvon að vinna vel í opinberri þjón-
ustu. Hvers vegna skyldu þeir þá vera að þvi?
Ilvers vegna að mæta klukkan níu, hvers vegna
ekki að gefa sér góðan tíma til þess ajð lesa
blöðin, til þess að hregða sér i kaffi, til þess
að fara í laxveiði þegar vel viðrar?
Ég veit, að þú hefur komið á opinberar
skrifstofur og séð vinnuhrögðin þar. Öllum
er sania um atit. Skriffinskan er orðin vegna
skriffinskunnar os afgreiðsian minnir á sat-
íru á ieiksviði. En þetta er tilákaldur raun-
vei'uleiki: Opinher slarfsemi með öllum þeixn
dauðamerkjum, sem henni fylgja ævinlega.
Mig iiryllir við því, liversu þessi rikiskrumlu
seilist lengra og lengra og leggur undir sig at-
hafnasvið, sem öll skynsamleg rök mæla með
að einstaklingar sjái um. Eða hvað finn.st þér
um það, Björn á Norðurpól?
Ég vonast eftir svari í næstu viku.
Vertu blessaður. — Þinn einlægur,
Drandur á Suðurjxil.
Séreinkenni: Iburðarlítill 4 manna, 4 dyra,
framhjóladrifinn fólksbíll, heldur óásjálegur í
útliti og frágangi, sérstaklega að innan.
AÖ innan: Sætin eru veigalítil og fátækleg,
bólstrun er engin, heldur er klæðning og fest-
ing á henni svipuð og á garðstólum, en prýði-
legt að sitja í þeim. Billinn er rúmgóður fyrir
fjóra og fótrými ágætt í öllum sætum og út-
sýni gott. Þéttingar á hurðum eru ekki nógu
góðar. Hurðarhúnar að utan góðir en óþægi-
legir að innan. Öryggi er á afturhurðunum, sem
varnar því að börn geti opnað hurðirnar inn-
an frá. Tvö sólskyggni eru í bílnum, stór og
góð miðstöð og vatnssprauta á framrúðu. Gír-
skiptistöngin er í mælaborðinu og er hún óþarf-
lega fyrirferðamikil og skiptistangarhúnninn
eins og í 10 tonna vörubíi.
Farangursrýmiö er aftan við aftursætið, stórt
og rúmgott. Aftan á bílnum er stór hurð fyrir
það og opnast hún upp, sem er ágætt, þegar
verið er að setja í eða losa farangursrýmið.
Varahjólbarði er á mjög óheppilegum stað,
þar sem hann er festur ncðan á gólfið aftast
og er bæði örðugt að komast að honum og
eins er hann þarna óvarinn fyrir aur og bleytu.
Fjöörunin er snúningsfjaðrir (Torsion Bars)
bæði að aftan og framan og er fjöðrunin góð.
Hátt er undir bílinn, eða 18 cm, og möguleiki
er að hækka hann upp í 22 cm og hentar hann
því vel okkar staðháttum hvað það snertir.
Aksturseiginleikar eru góðir, hann liggur vel
á vegi og er stöðugur í beygjum og er fram-
drifið þáttur i því. Annars er billinn ekki gerð-
ur til hraðaksturs.
Fóthemlabúnaöur er vökvaþrýstihemlar og
eru léttar í ástigi og virka vel. Handhemill er
á framhjólum og léttur í átaki. Smurningu er
alveg hægt að spara sér, því að allir hreyfil-
Framhald á bls. 31.
12 VIKAN