Vikan


Vikan - 09.08.1962, Síða 14

Vikan - 09.08.1962, Síða 14
Sankti Pétur stóð á þröskuldi himnarikis í stórum hvítum kyrtli. Við hlið hans hékk heljar- mikill lykill úr tré. Kúbanskan prest í svartri hempu ber þarna að og beiðist inngöngu. í sömu svifum ber að rauðklæddan engil með karlmann- legt andlit, sem stakk mjög í stúf við rottu- andlit prestsins. Hann lýtur að heilögum Pétri og hvíslar einhverju i eyra hans. Postulinn horfir undrandi á prestinn og lyftir upp hempu- lafinu með lyklinum stóra. Kemur þá í ljós, að klerkur er í buxum, sem sniðnar eru úr fána Bandaríkjanna. I>á gengur Sankti Pétur burtu, ákveðnum skrefum, en kemur að vörmu spori aftur i búningi lýðveldishermanns með tékk- neska hríðskotabyssu á öxlinni. Svo snýr hann sér að áhorfendum og segir með þrumuraust: „Úr því svona er komið er víst eins gott að ég haldi til jarðar til þess að rétta Fidel Castro hjálparhönd." Svona var helgisögnin umskrifuð á skemmti- sýningu í hótel Nacional i Havana þetta kvöld. Marc Lebreton og ég sátum alveg gáttaðir. Okkur fannst að visu, að gleðihlátra áhorfend- anna vantaði þennan ósjálfráða innileik, sem áþreifanlega kom í ljós þegar dans- og söng- meyjarnar komu fram. Nokkrum mínútum seinna héldum við af stað í leit að Fidel Castro. Okkur langaði til þess að hitta hann, en fram að þessu hafði hann alltaf gengið okkur úr greipum. Við komum alltaf fáeinum mínútum eftir að hann var farinn. 14 VIKAN Södd frásögfn frá Knba eftir Sergre Lents. Serge Lentz og Marc Lebreton voru í fríi í Suður-Ameríku. Á heimleiðinni urðu þeir ásáttir um að koma við á Kúbu, til þess að sjá, hvernig þar væri umhorfs. Þeir héldu að uppreisnin væri sjónleikur og komust að raun um að hún var bannaður sjónleikur. Á f jölda- fundi í Havana, þar sem Castro sýndi sig, tóku þeir fram myndavélarnar og samtímis var beint að þeim sex vélbyssum, þeir umsvifalaust settir upp í bifreið og ekið í fangelsi. Lentz lýsir veru sinni þar. SEX LÝÐVELDISHERMENN MIÐA Á OKKUR HRÍÐSKOTABYSSUM. Jm eftirmiðdaginn kl. 17 neytti hann hádeg- isverðar í Rivierahóteli. Fáeinum stundum áð- tir hafði hann sofið á bedda á skrifstofu lög- reglustjórans i Matanzas. Sama morguninn meira að segja, var okkur sagt, að hann væri í litlu ) affilnisi á Avénida de las Americas. Við flýtt- um okkur jiangað en aðeins til þess að fá fram- an í okkur, að sá góði afsleppi Fidel væri á fundi með Che Guevara einhvers staðar í hótel- inu Habana Libre, ef hann væri ]iá ekki í ráðu- neytinu eð'a einhvers staðar annars staðar. Þessi mannskratti borðar aldrei á sama stað né sefur lengur en eina nótt í sama rúmi og nánustu samverkamenn hans eyða mestum tíma sínum í að leita hans fram og aftur um borgina eða úti á landi. Og þetta kvöld misstum við rétt af honum. En um morguninn vorum við hand- vissir um að komast í færi við hann. Tvö hundr- uð þúsund félagar úr varnarnefndum uppreisn- arinnar áttu að safnast saman á hinu gamla borgaratorgi til þess að minnast ársafmælisins frá stofnun þeirra. Ræðupallur hafði verið sett- ur upp beint á móti heljarstórri styttu af José Marti, sem hvernig svo sem stjórnarfarið er, er eitthvað fyrir Kúbubúa í líkingu við það sem Lenin er fyrir Rússa. Allt í einu gullu við óhemju fagnaðaróp. Þarna var Castro kominn. Hreyfingarlaus stóð hann á pallinum og horfði á mannhafið eins og með helgisvip. Nú hlaut undrið að byrja. Án þess að ráða við mig varð ég gripinn af einskonar mystiskri múgsefjan. Ég fór að taka myndir, þegar allt í einu á meðan ég var að því, kom maður æðandi- að mér og greip óþyrmilega i handlegg mér og hellti yfir mig skömmum af þvilíkuin geysihraða, að það líktist miklu meira samanhangandi suði en spönsku. Hann virtist viti sínu fjær af bræði yfir því að við ætluðum að taka mynd af Castro. Hann krafðist skil- ríkja okkar og við sýndum honum blaðamanna- skírteini okkar, vegabréf og leyfisbréf frá ut- anríkisráðinu i Havana, sem sagt nægilega mik- ið af pappírsrusli til þess að bjarga okkur úr hvaða klípu sem væri og það hvar I heiminum sem væri, jafnvel Síberíu. En við komumst fljótlega að raun um, að þó þetta kynni að duga í Síberíu þá dugði það engan veginn í Kúbu. Hálf tylft lýðveldishermanna umkringdu okk- ur og bcindu að okkur hriðskotabyssum sínum. Okkur var síðan ýmist hrundið eða við hálf- dregnir aftur fyrir ræðupallinn en þar stóð stór amerísk bifreið. Undir eins þyrptist að ohkur hópur af fólki, sem horfði fjandsamlega á okkur. Einstaka raddir hrópuðu: Paredon para los Yankis (Á gálgann með Kanana). Þetta var síður en svo skemmtilegt, og okkur létti blátt áfram, þegar bifreiðin rann af stað. Við spurðum, við mótmæltum og létum meira að segja fjúka nokkrar svívirðingar, sem hittu naglann á höfuðið, en allt kom fyrir ekki, okk- ur var ekki svarað. Loks komum við í Miramar-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.