Vikan


Vikan - 09.08.1962, Qupperneq 17

Vikan - 09.08.1962, Qupperneq 17
— Þama llggur þaB .... Eva veitti ekki tali þeirra athygll. Hún lagði hlustirnar viö allt ööru. Loks heyröi hún blistrur sjúkrabilsins þeyttar allfjarri, en færast óöara nær. Andartaki siðar nam hann staðar hjá þeim, og Nilsen læknir stökk út. — Er hann með lífsmarki enn? — Já, en þið verðið að hafa hrað- ann á. — Og þér sjálf, ungfrú Eva .... — Hvaða máli skiptir það, svaraði hún og átti örðugt með að hafa stjórn á tilfinningum sinum. Þeir höfðu tekið með sér tvennar sjúkrabörur — aðrar handa henni — en hún kleif hjálparlaust upp í bil- inn og sat hjá Einari — Getið þér athugað hann nokkuð strax? spurði hún. — Við sjáum til, svaraði læknirinn og þreifaði eftir slagæðinni á úlnlið hans. — Eg skal sjá um bílinn, kallaði garðyrkjumaðurinn tll þelrra. Hans Bertilsen hafði látið undir- búa allt fyrir aðgerðina. Hans var ákaflega uppnæmur og órór; beið komu sjúkrabilsins með ðþolinmæði. Hann hafði hringt til yfirlæknlsins, samstundis og hann vissi um slyslð, en yfirlæknirinn hafði haldið af stað til höfuðborgarinnar þá um morgun- inn. Reyndist Einar svo slasaður, að skurðaðgerð væri nauðsynleg, kom það því í hlut Bertilsen að fram- kvæma hana. Ef yfirlæknirinn hefði ekki verið lagður af stað, mundi hann eflaust hafa frestað ferðinni, og þá hefði Hans Bertilsen einungis orðið honum til aðstoðar við aðgerðina. Nú varð hann að bera alla ábyrgðina sjálfur, og styðjast við sína eigin reynslu og kunnáttu eingðngu. Ekki var það þó fyrst og fremst það, sem olli því uppnámi, er hann var í. Það var vinur hans, sem fyrir slysinu hafði orðið. Nú varð honum ljóst, sem hann í rauninni hafði alltaf vitað und- ir niðri, en ekki viljað viðurkenna, að Einar var bezti og einlægasti vin- urinn, sem hann hafði nokkurn tíma átt. Nú minntist hann þess hversu oft Einar hafði hjálpað honum og sann- að honum vináttu sina. Hans fann að illa hafðí hann launað Einari það löngum, hann hafði öfundað hann vegna frama hans og frábæra hæfi- leika, jafnvel látið sitt eigið ístöðu- leysi og vandræði bitna á honum og kennt honum. Sjálfur hafði hann leynt veikleika sinum bak við afsakan- ir; svo heimskulega hafði hann hag- að sér. Hjúkrunarkona leit inn I dyragætt- ina. — Læknisfrúin og óðalseigandinn voru að koma rétt I þessu, sagði hún. — Lilian, hugsaði Bertiisen með sér. Hann fann heitar varir hennar brenna á munni sér, heitan, þyrst- an og leitandi líkama hennar ... Látið þau taka sæti frammi og blða, sagði hann við hjúkrunarkonunar. — Læknisfrúin vill tala við yður, mælti hjúkrunarkonan enn. — Ég get ekki talað við nelnn eins og á stendur, sagði Hans gremjulega. En um leið sá hann hvar Lilian stóð á bak við hjúkrunarkonuna. — Þú verður að afsaka það Lilian, sagði hann, að ég get ekki talað við þig .... ég verð að einbeita mér .... þetta er hræðilegt. Lilian smeygði sér fram hjá hjúkr- unarkonunni og inn í herbergið hans. Lokaði hurðinni. Lilian var náföl, augu hennar óeðlilega stór, sjáöldrin opin. — Þú mátt ekki halda að ég hafi viljað sýna þér óvináttu, mælti hann enn. Lilian .... ég verð að einbeita mér. Þú verður að skilja .... Hann þagnaði skyndilega. Hafði hugsað sér að segja eitthvað í hlut- tekningartón, en minntist þá enn þess, sem þeim hafði áður farið á milli — og þó fyrst og fremst orð- anna, sem hún mælti í gær; hins þunga áfellisdóms, sem hún hafði kveðið upp yfir Einari .... og hon- um vafðist tunga um tönn. — Eg skil þetta ekki, mælti hún lágri röddu. Ég vil ekki trúa því .... nei .... nei .... Hún greip um arm honum og krelsti svo fast, að honum þótti sem fing- urnir mundu læsast að beini hans eins og ránfuglsklær. — Þetta eru forlögin, hvislaði hún. Skilurðu það ekki? Og það verður öllum óhamingja að berjast gegn for- lögunum .... Heyrirðu það, Hans, við megum okkar einskis gegn forlög- unum. Kaldur svitinn brauzt út á enni hans og titringur fór um hann allan. Hún stóð þarna eins og fögur, seið- máttk völva og svo nálægt honum, að ylurinn og anganin af likama henn- ar æsti skynjanir hans og honum fannst sem sér lægi við köfnun. Hann tók á því, sem hann átti til og losaði sig úr greipum hennar. — Gerðu það fyrir mig að láta mig einan. Sjúkrabíllinn getur komið á hverri mínútu .... En hún virtist ekki heyra hvað hann sagði. Stóð hreyfingarlaus eins og myndastytta og starði fram undan sér. Þá opnuðust dyrnar og Gréta leit inn. — Lilian .... þú mátt ekki fyrir nokkurn mun gera hann órólegan. Sjúkrabíllinn er að renna í hlað. Þeir eru að bera hann inn, Hans. Það var sem fargi væri létt af Bertilsen. Nú gat hann dregið and- ann aftur. Hann leit þakkaraugum til Grétu. — Þú verður að sjá um Lilian, sagði hann stuttur í spuna. Láttu hana hafa eitthvað róandi. Gréta leiddi Lilian fram í biðstof- una. Patrik gamli reis úr sæti sínu og kom til móts við þær. Það var auð- séð að honum var nú þungt í skapi. Lilian vesalingurinn er öll í upp- námi, sagði Gréta afsakandi. Ég verð að ná í eitthvað róandi handa henni. Þú hefðir ekki átt að koma hingað, sagði hún og sneri máli sínu að Lili- an. Það er líf Einars, sem um er að berjast .... hvers vegna þurftir þú sagði Gréta. Komdu lnn til min, ég skal athuga meiðslin á handleggnum. Þú færð ekki að fylgja honum mik- ið lengra hvort eð er. — Það er allt í lagi með mig. Ég verð að fá að vera viðstödd, skilurðu það ekki? Hún hallaði sér að barmi Grétu og grét af þungum ekka. Ef hann deyr, hirði ég ekki um að lifa lengur, hvíslaði hún. Gréta vafði hana sínum sterku örm- um. — Hann lifir .... en þú mátt ekki vera viðstödd aðgerðina. Þú getur ekki veitt þeim neina hjálp eða að- stoð .... þvert á móti; þú hefur feng- ið lost, finnurðu það ekki sjálf ? Vertu nú ekki með neina þrákelkni, Eva. Þú verður fyrst og fremst að hugsa um Einar Hinar hjúkrunarkonurnar þyrptust nú að börunum og Einar var borinn inn í rannsóknarstofuna. Einn af læknanemunum gekk til Evu. — Hvernig er það annars með yður, ungfrú Eva? Leyfið mér að athuga i^yna að bæta úr súrefnisskortinum, sem myndazt hafði við lostið. Það var ekki fyrr en þessu var lok- ið, sem hann gat hafið hina eiginlegu rannsókn. Einar hafði fengið nokkra meðvit- und. Það mátti heyra það á því, að hann stundi lágt. — Eva, stundi hann svo lágt að varla heyrðist. Eva .... Eva .... Hvernig ... ? Svo missti hann meðvitund aftur. — Höfuðkúpan er að minnsta kosti ósködduð, sagði Hans við Nilsen lækni. Einkennilegt að ekki skuli takast að vinna á lostinu .... Hann hafði ekki getað fundið önnur meiðsl en nokkrar smáskrámur hing- að og þangað. En vinstra megin á brjóstkassanum, rétt fyrir ofan fjórða rifbeinið, gat að líta smásár og dæld inn í umhverfis það. Úr því vætlaði dálítið blóð. Hann sá strax, að sárið sjálft gat ekki verið ýkja hættulegt. En það var hjartastarfsemin fyrst og fremst, sem honum féll ekki. Slög endilega að fara inn til Hans og gera hann órólegan á síðustu stundu .... Og Patrik gamli tók undir við hana. — Já, var þess nokkur þörf? spurði hann. Það var langt frá því að Gréta væri sjálf róleg. Svo mikið var nú I húfi. Að vísu vissi hún ekki enn hve al- varlega slasaður Binar mundi vera, en hún þóttist mega ráða það af öilu, að ekki yrði hjá skurðaðgerð komizt — og þ.í hvíldi öll ábyrgðin á Hans. Það yrði hans mikla eldraun. Ef til vill var líf Einars i höndum hans. Hann varð að standast þá raun .... Gréta mætti þeim með sjúkrabör- urnar á ganginum, þegar hún kom til baka með róandi töflur handa Lilian. Eva gekk við hliðina á börunum. Gréta sá, að hún var blóðug á hand- leggnum. — Hamingjunni sé lof, að þú skulir ekki vera meira slösuð, Eva mín, handlegginn .... — Það er ekki neitt alvarlegt, mælti Eva óþolinmóð. — Það getur verið álitamál. Djúpt er það þó ekki, sem betur fer. E?n auk þess hafið þér fengið lost. Ung- frú Gunnvör .... sjáið þér um ung- frú Evu þangað til aðgerðin er af- staðin. Dælið i hana róandi lyfi. Ég kem svo og athuga hana nánar .... Með ýtrustu gætni opnaði Gréta dyrnar að rannsóknarstofunni og gekk inn. Einar lá á hvítum voðum á rann- sóknarborðinu. Gréta nam staðar rétt fyrir innan dyrnar og fylgdist með öllu, sem fram fór. Hans Bertilsen dældi blóðupplausn í æðar hinum slasaða í því skyni að draga úr áhrifum lostsins. Hann hafði þegar séð, að hann yrði að auka blóðmagnið, hækka blóðþrýstingin og æðarinnar voru veik og blóðþrýsting- urinn allt of lágur. — Rifbeinið hefur brotnað, sagði Hans Bertilsen, og hefur sveigzt inn, svo að það þrengir að stóræðunum við hjartað. — Hann var heppinn að það skyldi ekki fara i gegnum hjartað, varð Nil- sen lækni að orði. — Brotið hindrar starfsemi hjart- ans, sagði Hans Bertilsen. Það verð- ur ekki hjá skurðaðgerð komizt. Gréta gat ekki að sér gert að spyrja: — Er það hættuleg skurðaðgerð? Hans yppti öxlum og svaraði: — Það er að minnsta kosti eina vonin .... Nokkur stund leið þangað til blóð- gjöfinni var lokið og Einar fluttur inn á skurðarborðið. Biðin reyndi Framhald á bls. 38. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.