Vikan


Vikan - 09.08.1962, Síða 28

Vikan - 09.08.1962, Síða 28
REX— HÁLFMATT er eina lakkiö sinnar tegundar á markaðinum. Málarar segja: Einmitt það sem okkur hefur vantað. Létt í meðferö, — létt að þrífa. Þornar á 3 — 4 tímum. ■ ('siöfrp i * Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerlciö (21. apr.—20. apr.): Þetta verður óvenjuleg vika í alla staði, einkum hvað öll hjart- ans mál snertir. Þú verður mikið úti við og gefst mikill timi til tómstundaiðju, og skaltu reyna að nota bennan tima vel, af Því að innan skamms muntu eiga mjög annríkt. Vinur þinn kemur með skemmti- lega uppástungu, sem þú skalt hugsa vandlega um. Nautsmerkið (21. apr.—21. mai): Þetta verður vika mjög frábrugðin vikunni sem leið — ef fyrri vika hefur verið skemmtileg, er því miður hætta á því að vikan núna verði hundleiðinleg. Þó gæti svo farið að skipti mjög snöggt um á þriðjudag. Þú færð gest í heimsókn 1 vikunni, sem þér sem- ur ekki allskostar við, en endalok þess verða þó hin skemmtilegustu. Heillatala 13. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þetta verður mjög ánægjuleg vika, einkum fyrir þig og fjöl- skyldu þína. Þú munt sjá óvenjulítið af kunn- ingjum þínum í vikunni, enda hefurðu nóg að gera heima við. Líklega ert þú orðinn full- heimtufrekur gagnvart einum í fjölskyldunni, og þótt hann telji enn fæst eftir sér, máttu samt ekki ganga á lagið. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Einn hæfi- leiki þinn fær duglega að njóta sín í vikunni. Það er leiðinlegt að vita til þess hversu lítið þessi hæfileiki hefur fengið að njóta sin, en nú gefst þér tækifæri til Þess að svo megi verða í fram- tíðinni. Fimmtudagurinn er dálítið undarlegur, þvi þann dag gerist dálítið, sem þú skilur ekki allskostar og veldur þér einhverjum áhyggjum. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú munt um- gangast félaga þína óvenjumikið í vikunni. Lík- lega verjið þið tómstundum ykkar á allt of ein- hliðan hátt, og gætir þú einmitt orðið til þess I vikunni að þið breyttuð til og fengjuð meiri fyll- ingu út úr þessum tómstundum. Þú skalt fara varlega með peningana í vikunni. Heillatala 4. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú hefur ver- ið með hugann fullan af einhverju undanfarið, en nú verður eitthvað til þess að áhugi þinn á þessu máli dvínar svo um munar. Um helgina gerist ýmislegt, sem óvenjulegt mætti teljast, ekki slzt ef Amor er með í spilinu. Þú ferð líklega að heiman I svo- sem tvo daga í vikunni og kynnist þá skemmtilegri persónu. Vogarmerkiö (23. sept.—23. okt.): Þetta er tvi- mælalaust vika kvenþjóðarinnar. Fyrir kven- fólkinu virðist allt ætla að leika I lyndi — marg- ar gamlar óskir rætast nú mjög óvænt. Karlmenn Þurfa reyndar engu að kviða, þótt vikan verði ekki beint skemmtileg fyrir þá. Mánudagurinn virðist vera langmikilvægasti dagur vikunnar. DrekamerkiÖ (24. okt,—22. nóv.): Þú færð mjög Þægilega sendingu I vikunni, líklega fyrir helgi. Vinur þinn hverfur af sjónarsviðinu, Hklega um um stuttan tlma, en það kemur sér þó afar Illa fyrir þig, einmitt núna. A vinnustað rikir leiðin- legur andi þessa dagana, og líklega getur þú fátt gert til þess að bæta úr því. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Félagslífið verður mjög fjörugt I vikunni, og yfirleitt verður þú hrókur alls fagnaðar, hvar sem þú kemur. Það er samt eins og þú sért að gera þér upp skringilega lifnaðarhætti þessar vikurnar, en Þetta er allt annað en aðlaðandi og gæti jafhvel orðið til þess að menn fara að líta þig óhýru auga. Geitarmerkiö (22. des—20. jan.): Þér hafði verið lofað einhverju I vikunni sem leið, eða vikunnl Þar áður, en nú verður þetta svikið herfilega, og getur þú ekkert við þvi gert. Varastu að treysta þessum aðila enn einu sinni — hann á ekki trún- aðartraust þitt skilið. Þú hefur vanrækt vin þinn einn undanfarið, en það skyldi aldrei verða. Vatnsberamerkið (21. jan,—19. feb.): Þú dettur aldeilis I lukkupottinn undir helgina. Líklega stígur þetta lán þér til höfuðs, svo að þú ferð að gerast jafnvel fífldjarfur og tefla á tvær hættur, og gæti Þetta oröið til þess að eyðileggja eitthvað fyrir þér. Vinur þinn, sem þú hefur ekki séð lengi, kemur nú allmikið við sögu. Heillatala 9. F‘iskamerkið (20. feb.—20. marz): Það virðist eitthvert ólán elta þig fram að helgi, svo að þú skalt ekki leggja út í nein stórræði. Þú kemur heldur illa fram við yfirboðara þinn, og verður Það til þess að þú missir af gullnu tækifæri. Þú skalt samt ekki gráta það, því að innan skammst býðst þér annað og girnilegra tækifæri. Heillatala 6. á'+*A

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.