Vikan - 09.08.1962, Page 31
REYNSLAN SKER UR UM BEZTU KAUPIN
Tire$lone
tryggir gæðin
Það borgar sig að kaupa
hjólbarða sem veita yður:
ENDINGU
ÖRYGGI
og eru þar að auki ódýrir
Biðjið um Jircstone NYLON 500
fólksbílahjólbarða
SPARIÐ PER. KM.
MEÐ Tirt$(OHt
Laugavegi 178 Sími 38000
RENAULT
Framhald af bls. 12.
hlutar undirvagnsins leika í gúmmi-
fóðringum eða innsmurðum legum
og engin smurvarta er í bilnum. Að-
eins þarf að athuga olíu á vélinni
og gírkassanum.
Kælikerfið kemur innsiglað frá
verksmiðjunni. Á því er vatn og
glycol blanda, sem á að þola 40°
frost C og á ekki að gufa upp i
miklum hitum.
Fyrstu bílarnir af þessari nýju
gerð eru með 26 ha mótor, en allir
bílar, sem framleiddir verða eftir
sumarleyfi í verksmiðjunum, þ.e.a.s.
eftir 1. ágúst 1962, verð af árgerð
1963 og koma með stærri vél, sams
konar og er í Renault Dauphine.
Tæknilegar upplýsingar: Vélin er
4 strokka, 4 gengis toppventlavél, 30
hö við 4500 sn/m, vatnskæld og stað-
sett fram i bílnum.
Gírkassi: 3 gírar áfram og einn
aftur á bak. Aðeins 2. og 3. gír syn-
croniseraðir.
Rafkerfi er 12 volta.
Hjólbarðastærð er 135x13 (500x
13).
Breidd 1.48 og þyngd 570 kg.
Verð með miðstöð og vatnssprautu
á framrúðu er 109 þúsund krónur.
Af þessari gerð er einnig framleidd-
ur sendiferðabíll og kostar hann 88
þúsund.
Umboð: Columbus h.f.
Þar sem bíllinn er nýr á markað-
inum, er ekki um að ræða verð á
notuðum sams konar bílum.
Blaðamaður frá Vikunni segir um
bilinn:
Þessi nýi Renault 4 L er ekki mjög
ásjálegur að ytra útliti, eins konar
millistig á milli smábíls og jeppa.
Þó virðist hann vanta nægilegan
styrkleika i innri byggingu og hurð-
ir virtust ekki vera nægilega þéttar.
Aftur á móti eru flestir hlutir í
bílnum þannig, að fljótlegt og auð-
velt er að skipta um, t.d. eru sætin
þannig. Billinn fer mjög vel yfir
ójöfnur og holur og liggur afbragðs-
vel á beygjum og er það vafalaust
framhjóladrifinu að þakka að ein-
hverju leyti. Billinn vinnur miklu
betur en bestafiatala vélarinnar gef-
ur tilefni til að lialda. Þessi bíll hef-
ur átt miklum vinsældum að fagna i
Norður Noregi og Norður Finnlandi,
þar sem vegir eru frekar slæmir og
líklega er hann að mörgu leyti góð-
ur fyrir islenzkar aðstæður.
Tveir skrípaleikir
Framhald af bls. 2.
er ekki nema rökrétt að hinir liafi
sett hálfu meir ofan fyrir sinn óum-
'deilanlega skrípaleik.
Og svo kemur það furðulegasta.
Nokkur vafi mun á því hvort bætt
verður á að selja annan viðlíka
skripaleik á svið í Þjóðleikhúsinu,
þar eð slíkt þyki ekki sæmandi
stofnun, sem kennd er við þjóðina.
En á hinu er enginn vafi, að þess
muni ekki langt að biða að for-
ráðamenn þjóðarinnar endurtaki
sinn skrípaleik og telji það hvorki
sér né þjóðinni neina vansæmd ...
Drómundur.
VIKAN 31