Vikan - 09.08.1962, Page 35
að vita, hvernig henni fyndist aS
vera til.
Hún var skrambi treg til aS
byrja með, en sagði mér þó, aS
hún væri frá Jamaica. „Er ekki
mikiS sólskin þar?“ spurði ég. Þá
brosti hún og kinkaSi ákaft kolli.
„Miklu meira en hér — reyndar
fer ég aldrei út, ég hcf ekki tima
til þess. “
„HefurSu mikiS aS gera, Gwendo-
]ine? — Áttu ekki einhverja ætt-
ingja eSa vini hérna?“
„Jú, ættingja, en ég verS líka aS
hjálpa jieim i tómstundum minum,
jiær eru reyndar ekki svo margar.“
„Er ekki fariS vel meS jaig hérna
á hótelinu?"
„Hún gaut augunum til herranna,
sem meS okkur voru og brosti
flóttalega. „Gott herbergi og góSan
mat —- allir góSir viS mig.“
„Þeir heyra ekki til þín, það er
öllu óhætt, segSu eins og er.“
„Jú, þeir eru góSir við mig; það
er gott fólk hérna. En mig langar
heim.“
„GeturSu þá ekki látið það eftir
þér?“
„Ef ég vinn tvö ár enn og fæ
aS vinna mig heim meS skipi •—
en ætli þaS verði nokkuS úr þvi?“
Einhver hafði sagt mér, aS
Gwendoline væri þrjátiu og átta
ára gömul og ógift. Ég spurði hana,
hvort hún væri trúlofuS. En þá
brosti hún dapurlega — það var
yfirleitt mjög dapurt yfir henni
stúlkukorninu, enda þótt yfirmaður
hennar segði okkur á eftir, að hún
væri ein af duglegustu, lituðu stúlk-
um hótelsins — og hristi höfuðiS.
„Ég hef engan tíma til þess — ekki
hérna — kannske aeinna — á
Jamaica."
Ég vona, að draumurinn hennar
rætist, og að hún komist heim i
sólskinið á Jamaica, eignist þar
biksvartan eiginmann og verði tíu
þarna móðir.
„Hvernig reynast nú þessar lit-
uðu stúlkur?“ spurði ég konu þá,
er hafði yfirumsjón meS þeim á
hóteiinu.
„O, þær eru svo sem ágætar,
litlu skinnin," svaraði hún. „Held-
ur góðlátt fólk, ncgrarnir, líkir
börnum, reyndar góðum börnum,
oftastnær. ÞaS er þó erfitt að
stjórna stúlkunum; þær hlæja og
flissa, þegar maður er að vanda
nm við þær, stnndum skilnings-
litlar og hafa lítið úthald — eins
og börnin. Þær neta svo sem verið
duglegar, en það þarf sérstakt lag
við þær.“
ÞpS yrði of langt mál aS telja upp
allt það. er við sáum og heyrðum
í þessu stóra húsi. ViS vorum orð-
in talsvert þreytt, er við komum
niður aftur i hið mikla anddyri,
þar sem öllum tungumálum jarðar-
innar ægir saman, eins og í Babel
forðum. Hinir vingjarnlegu fylgdar-
menn okkar buðu upp á hressingu,
og meðan við nutum hennar, feng-
um viS enn að heyra allmargt um
rekstur þessa gífurlega fyrirtækis,
um fólkið og lífið, sem leynist bak
við hið glæsta yfirborð, er að gest-
unum snýr. Og að lokum fengum
við að heyra ævisögur þeirra
sjálfra, mannlegar vonir og drauma
um framtíðina — æ, þetta einkenni-
lega fyrirbrigði, framtíðina, sem
við öll þráum. Mr. Duggan fór aS
tala um hótelið sitt, kannske litið
hótel úti á landi, einhvers staSar
í græna beltinu, þ. e. hlýjustu hér-
uðum SuCur-Englands, en hann
fohmvn’s barnapúður
notið JONSON‘S barnapúður eftir hvert bað og alltaf þegar
skipt er um bleyju.
|«Wii’s barnavörur
Barnapúður, Olía,
Lotion, Shampoo,
Sápa, Eyrnapinnar,
Bleyjur, Þvottaefni.
HeildsölubirgSir:
FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F.
Laugavegi 178. — Simi 36620.
sagðist samt vera hrædd'ur um, að
sér félli illa af fara að sjá um litiff
hótel eftir að hafa verið einn af
forstjórum stærsta hótels i Evrópu.
Bryan McCluskey var aftur á móti
ákveðnari: hann ætlaði að verða
rithöfundur, hvað sem það kost-
aði. „Ég hef þegar skrifað tvær
bækur, skáldsögur með nýju sniði.“
(„Vonandi ekki alltof nýju sniði“,
skaut ég inn i). „Nú veit ég bara
ekki, hvernig i skollanum ég á að
koma þeim á prent?“
„Þú verður að fá þér góSan
agent, þaS er leiðin,“ sagSi ég.
„O, ég hef nú reynt það. lítils
háttar; en þeir kunna ekki að meta
nýtízku skáldskap, þessir andskot-
ar.“ Hann var pkki lengur Breti og
blaðafullrúi, heldur írskur byrjandi
á rithöfundarbrautinni, meðal
manna, sem skildu hann ekki.
„Hvernig var það ekki með snilling-
inn James Joyce!“
Við þurftum að kaupa umslög
og komum því við í bókabúðinni.
AfgreiSslustúlkan var brosmild og
blíð eins og fólk flest á þessum
stað; við tókum hana tali:
„Ja, ég er búin að vera hérna
átján ár,“ sagði hún með sólskins-
brosi. „ÞaS er ósköp skemmtilegt.
Þú hittir alls konar fólk — jafn-
vel filmstjörnur, enda þótt þær búi
nú oftastnær á Savoy. Nokkrar liafa
þó verið hér, og þær keyptu allar
eitthvað af mér. Átján ár eru lang-
ur tími, skal ég segja ykkur, og þó
stutt, þegar maður hugsar um það.
Er lífið kannske ekki undarlegt? Ég
var hérna i striSinu. ÞaS kom
sprengja á hótelið, og tvær efstu
hæðirnar voru meira og minna
eySilagðar. En viS urðum ekki mik-
ið vör við það hérna niðri — auð-
vitað dálitill hávaði, en honum vor-
um við svo vön. ÞaS gengu alltaf
þessi ósköp á. — Jæja, mikið var
gaman, að þið skylduð koma og
tala við mig. Ég hef veitt ykkur at-
hygli, þégar þið voruð að spáss-
era hérna í anddyri.iu, jtað er ekki
hægt annað en taka eltir ykkur —
og ég segi þaS auðvitað i bcztu
meiningu, en þið eruð skritið fólk.
—■ Frá íslandi? — já, ég hef svo
sem séð marga íslendinga hér;
karlmennirnir stórvaxnir, konurn-
ar eins og filmstjörnur. Einu sinni
hélt ég, að þar byggju tómir Eski-
móar, en nú veit maður betur. Já,
maður hittir alls konar fólk, og ég
gæti ekki hugsað mér að vinna á
neinum öðrum stað. ÞaS er svo
margt að sjá og allir svo vingjarn-
legir. Ég er ekki lagleg, en mér
þykir vænt um fólk og ég reyni að
vera góð vil alla“.
Hún var ekki laglecj, en hún var
vingjarnleg og góð, og ef Guð er
eitthvað líkur þvi, sem frá honum
er sagt, er það meira vir'ði en fríð-
leilci.
Að síðustu löbbuðum við hjón-
in í hægðum okkar gegnum and-
dyrið mikla. Gulbrúnn maður með
mikinn túrban og saríklædda konu
sér við hlið, kom á móti okkur,
myndarlegt fólk eins og margir
Indverjar eru; ég sá, að Steinunn
og konan brostu hvor til annarrar,
▼IKAN 35