Vikan - 09.08.1962, Qupperneq 40
NÝJA UNDRATE FGJAN
í TEYJUBELTI
* Tveir gagnstæðir eiginleikar:
1. Heldur að.
2. Gtrúlega rnjúkt.
Sokkaböndin eru klæcld Nylon borða. Nauðsyn
fyrir konur og stúlkur sem þola ekki járn- eða
plastsokkaböncl.
Laufásveg 16. — Sími 18970.
siarfsemi fór mjög vel af stað og
var í alla staði til fyrirmyndar.
Ágætir menn völdust til forystu,
en það er höfuðskilyrði þess, að
nokkur árangur náist. Tilgangurinn
var sá, að gefa mönnum færi á
að notfæra sér tómstundirnar sem
allra bezt og þroska þá í félagslegu
tilliti. Málfundir voru haldnir við
og við og voru mjög vinsælir. Ég
minnist þess, að eitt sinn fékk ég
slæma útreið á einum slíkum. Hafði
ég verið skikkaður til að vera ann-
ar framsögumaður um það efni,
livort íslendingar ættu að gera út
skólaskip eða ekki. Það liafði fall-
ið i minn hlut að vera málinu
hlynntur. Ég iiafði svo sem aldrei
velt þessu neitt sérstaklega fyrir
mér áður, en fékk strax mikinn
áhuga, þegar ég fór að hugsa um
þetta. Ég bjó mig nú undir átökin
sem bezt ég gat og var hvergi
smeykur. Þegar á hólminn var kom-
ið, var málflutningur ininn tættur
sundur af hverjum einasta manni,
sem opnaði sinn munn.
40 VIKAN
- - En voru undirmennirnir ekk-
ert feimnir við að hafa sig í frammi
við yfirmennina?
— Nei, það er nii einmitt lóðið.
Undirmennirnir liikuðu ekki við
að rífa kjaft við yfirmennina, og
var það í sjálfu sér ágætt. En að
sjálfsögðu var bannað að taka til
umræðu nokkuð það, cr snerti
skipið eða starfið um borð, sömu-
leiðis sneiddum við hjá trúmálum
og pólitík.
Nú, tóm.sUiiuiafélag var svo stofn-
að í Ilamrafellinu, þegar það kom,
og fór einnig ágætlega af stað. Við
vorum svo heppnir að hafa áhuga-
sama menn um borð, sem vanir
voru félagsstörfum, og iærðum við
liinir af þeim.
En smátt og smátl dofnaði á-
huginn og mannabreytingarnar
urðu allmiklar, og nú er
starfsemi tómstundafélagsins ekki
svipur lijá sjón frá því sem áður
var. Það sem eftir lifir eru helzt
kvikmyndasýningar og spilakvöld.
Þó starfar Ijósmyndaklúbbur enn-
þá af miklum krafti. Á skipinu eru
4J skipverjar, og af þeim eru 7
til 8 áhugaljósmyndarar. Við höfum
liér ('ill læki og ágætar aðstæður
ul slikrar starfsemi.
— Nokkurt bókasafn?
— I’að er til, en nú lesa menn
heldur Vikuna! — Annars skulum
við tala um þetta við ungan skip-
verja, Örn Ingólfsson, en hann sér
u.m að halda félagslífinu gangandi
um norð.
Að líiiili stundu liðinni er örn
kominn til okkar, og við sjiyrjum
hann uin félagsáhugann.
Áhuginn er allt of lítill. Það
sækir í sama horf hér og alls stað-
ar annars staðar, líka í landi. Menn
eru mikið til hættir að nenna að
skemmta sér sjálfir, en vilja frek-
ar iáta skemmta sér. Þess vegna
eru það Iiclzt bíósýningar, sem hér
eru á Loðstólum. Við liöfum sýn-
ingar svona 6 til 7 sinnum í liverri
ferð. Myndirnar fáum við lánaðar
hjá ýmsum aðilum í landi, bæði
kvikmyndahúsum og öðrum. Fé-
lagsvist höfum við tvisvar í ferð.
— En fjárhættuspil?
—• Nei, blessaðir verið. Hér er
enginn fjárhættuspilari.
— Er virkilega aldrei tekinn
lomber-slagur?
—• .1 ú, það hefur að visu komið
fyrir, en þá hefur alltaf verið spil-
að upp á eldspýtur.
— Hvað er frítíminn mikill
tiérna heima?
— Við eigum frí í þrjá sólar-
hringa af hverjum fjórum. Það er
ágætt, því að það stenzt venjulega
á endum, að peningarnir eru búnir
eítir þessa þrjá.
— Hvað ertu búinn að vera lengi
á Hamrafellinu, Örn?
■—- Sið^n 8. desember 1900 og
líkar ágætlega. Aðbúnaðurinn er
góður og yfirmennirnir þáegilegir
í viðmóti. Mér l'innst það skipta
miklu ináli, að hægt sé að ræða
við yfirmennina eins oa hverja
aðra vinnufélaga.
— Hvað ertu gamall?
— Átján ára.
— Trúlofaður?
— Ekki opinberléga, en samt á
én kærustu í landi.
- - tivernig lizt þér á kvenfólkið
i Batum?
— Það hef ég ekki hugmynd um.
Þ'að er meira að segja harðbannað
að tala við það. Þetta er agalegt.
En svo . förum við þriðju hverja
ferð til Aruba og það er allt annað
líf, segir Öru og brosir breitt.
Minnugir þess, að hann á vinkonu
á íslandi, íöruin við ekkert nánar
út í þessa sálma.
— Við höfum heyrt að fólk þarna
suður frá vilji gjarna verzla við er-
lenda farmenn, sem koma í höfn.
— Já, það er laukrétt. Slikum
götuviðskiptum fylgir samt alltaf
allmikil áliætta, bæði fyrir kaup-
endur og seljendur, þar sem slíkir
verzlunarhættir oru þacna ólög-
legir. Einkuin eru Batumbúar
sólgnir i föt, enda engin furða, þar
sem slíkur varningur er óhóflega
dýr i verzlunum þeirra. Drengja-
iöt kosta t. d. um 126 rúblur, og
hafa innfæddir sagt okkur, að mán-
aðarkaup sé algengt um 70 rúblur.
Utlendingar geta jiarna selt notuð,
vel með farin föt á 60 til 70 rúbl-
ur, en það gerir um 3000 kr. i ís-
lenzkum peningum.
Ég varð einu sinni samferða
tveimur félögum mínum í land, og
var annar þeirra í tvennum sið-
buxum og ætlaði að sel.ja aðrar.
Fljótlega hittum við menn úti á
götu, sem gjarna vildu kaupa. Þeg-
ar búið var að semja um verðið,
urðu „bisarnir“, en svo köllum við
þ"ssa „leynikaupmenn“, allt í einu
varir við grunsamlega áhorfendur
og tóku sem snarast til fótanna.
Skipti það engum togum, að við
stóðum þarna allt i einu andspæn-
is ginandi skammbyssuhlaupum
leynilögregíunnar. Vorum við þeg-
ar i stað fluttir niður á lögreglu-
stöð og yl'irheyrðir. Byrjað var á
mér og ég klæddur úr jakkanum
og þuklaður liátl og lágt, en ekkert
fannst athugavért, enda var ég al-
saklaus. Allt fór á sömu leið með
nina tvo, og fengum við við svo
búið að fara um borð, meira að
segja enginn okkar buxnafátækari.
— En hvað l'innst þér, Örn, um
land og þjóð?
— Lanaið er eflaust ágætt, og
þarna hýr áreiðanlega ekki verra
fólk en annars staðar. En ég vor-
kenni jafnöldrum minum i Batum,
að örlög þeirra skuli vera að alast
upp í viðjum þessa skipulags, segir
Örn um leið og hann hverfur aftur
til vinnu sinnar.
v ið smium okuur nú aft"r að
Sverri Þór, og liann segir okltur,
að skipverjar á tankskipum hafi
10% hærri laun en starfsbræður
þeirra á öðrum kaupskipum, og
auk þess hafi þeir yfirmenn á tank-
skipum, sem félagsbundnir eru i
F’armannasambandinu, sex fridög-
um meira en yfirmenn hinna kaup-
skipanna. Um önnur friðindi á
tankskipum er ekki að ræða.
Að lokum langaði okkur til að
fræðast oíurlítið um farminn á
Hamrai'elli. Að visu vorum við
handvissir um, að skipið ílytti oliu
og benzín, en höfðum óljósan grun
um, að margir væru álíka illa að
sér i þvi og við að gera sér grein
fyrir þvi við hvað er átt, þegar tal-
að er um jarðolíu, gasolíu, hráolíu,
húsakyndingarolíu, steinolíu og
fleiri og fleiri tegundir af oliu.
Sverrir reyndi að skýra þetta fyrir
okkur íávísum:
Hér áður fyrr var yfirleitt ckki
talað um annað en hráolíu, stein-
olíu og benzín. Nú er þetta orðið
töiuvert margbrotnara. Öll olía,
liverju nafni sem hún nefnist, er þó
enn þann dag i dag unnin úr einu
og sama hráefinu, hinni eiginlegu
jarðolíu (crude oil), sem linnst í
lögum i jarðskorpunni. Olían er
lífrænt efni, leifar jurta frá eldri
jarösögutimabitum. lfin flókna
sundurgreining oliunnar nii á dög-
um stafar eingöngu af mismunandi
hreinsunarstigum.
Við getum fyrst nefnt svartoliu.
Hún er oí þykk til þess að hægt
sé að nota hana til brennslu óupp-
hitaða. Hún er notuð til kyndingar
undir gufukötlum á skipum og verk-
smiðjum og til þess að liita upp
einstaka stærri hyggingar. Milli-
stig svartolíu og þeirrar tegundar,
sem ýmist er nefnd hráolia, liúsa-
kyndingarolía eða gasolia, er disel-
otia. Steinolía er svo tegund, sem
fæst eftir frekari hreinsun gasoliu.
Með steinoliu og gasolíu eru feng-
in fyrstu stig liinna svokölluðu
„léttu tegunda“, en aðrar slíkar
tegundir eru benzín, flugbenzín og
þotubenzín. Smurolíu liöfum við
ekki nefnt, en allar tegundir henn-
ar flokkast einnig undir mismun-
andi lireinsunarstig jarðolíunnar.
J. Þ. M.