Vikan - 08.11.1962, Síða 9
Spilin eru stokkuð, gefið og byrjað að spila. Vínglösin fyllt og tæmd misjafn
lega fljótt. Þegar ein flaskan er tóm er önnur opnuð - — — — — — -
Refurinn er roskinn maður, mjög lítill,
og mjög ljótur. Andlitið er skarpleitt,
augun snör, lýsa slægð og miskunnarleysi.
Þrátt fyrir þetta er eitthvað hjálparlaust
í fari mannsins, eitthvað sem kallar á
meðaumkun. Nói kemur rétt á eftir þeim,
klæddur svörtum frakka og gulum skinn-
hönskum. Of snyrtilegur. Of vel klæddur.
En í heild geðfelldur spjátrungur. Hann er
ör i skapi og ýkinn i tali og háttum. Þeg-
ar hann græðir i spilum stráir hann gjarn-
an peningum í tjörnina.
Síðastir koma þrir saman, alþingismað-
ur, vafasamur fornsali og ungur róni, ný-
hættur sjómennsku.
Þá vantar bara Leif. Þeir vita ástæðuna.
Hann er svo mikill klaufi að komast að
heiman frá eiginkonunni. Hún hefur
kannski bakað og boðið gestum heim eða
reynt að ráðstafa deginum á annan hátt.
Hún er ung og reynir með öllum ráðum
að halda Leif frá spilunum, og Leifur
er ónýtur að berjast við beina andstöðu.
Vonandi kemur hann, þó seinna verði,
með peninga, þvi hann er duglegur og
verður allt að peningum.
Húsráðandi býður gestum sfnum sæti
við borðið, reyndar virðast þeir allir eiga
þarna heima. Þeir draga fyrir gluggann,
loka sólina úti og kveikja dauft loftljós.
Spilin eru stokkuð, gefið og hyrjað að
spila. Vínglösin fyllt og tæmd, misjafn-
lega fljótt. Þegar ein flaska er tóm er
önnur opnuð. —
Þótt andlit mannanna kringum borð-
ið hafi medra af fölva næturinnar en
birtu dagsins, og þeir i fljótu bragði
virðist harðir og óprúttnir, finnast tæp-
lega opnari andlit. Þvi við spilaborðið
birtist sál spilamannsins nakin og varn—
arlaus. Þar má sjá ódulda græðgi, ótta,
kænsku, ekkert er opnara né sýnir skýr-
ar skapgerðareinkenni hvers og eins. En
stoltið í svip þeirra er frumstæðasta stolt
allra timá. Þeir vita vel að þetta er göfug
iþrótt, sem stælir heilann, reynir á hug-
rekki og sjálfstjórn, krefur slyngni.skarpr-
ar athygli og flýtis. Að vinna eða tapa
án þess að sýna svipbrigði er það aðals-
merki sem þeir allir vilja bera. Eini
ókosturinn við þessa iþrótt er sá, að hún
varðar við lög. Ef það er þá ekki kostur.
Enginn er annars bróðir i leik. Öðru
hverju dynja bylmingshögg á borðinu,
það er bölvað og haft i heitingum, og
jafnhratt skipt yfir í græskulausa gaman-
semi, áhyggjulausan leik.
Þessir menn umgangast hver annan líkt
og bræður eða gamlir vinir og þeir eiga
eina sameiginlega trú, allir, hversu ólíkir
sem þeir annars eru. Kannski væri rétt-
ara að kalla það draum: Að eignast allan
heiminn á einni kvöldstund við spila-
borðið, fyrirhafnarlaust. Vegna þessa
draums sitja þeir hér við þetta borð
dag eftir dag og nótt eftir nótt. Nota
stóryrði, espa og eggja hver annan og
spila um hærri fjárupphæðir en þeir eiga
til. Spilin þeyta þessum mönnum á milli
sín, stöðugt, miskunnarlaust. Og þeir vita
það ekki, því draumurinn villir þeim
sýn: Einn góðan veðurdag fer Ég með
allan gróðann, kveð og hverf úr hópnum
fyrir fullt og allt. Geri allt sem mér
sýnist, allt sem mig langar til. Það er
ein eyða í uppfyllingu draumsins: Hvað
á ég að gera þegar ég hætti að spila
við þá? — og þessi eyða er mun stærri
en þeir viðurkenna fyrir sjálfum sér. —
Það er spilað, reykt og drukkið. Pen-
ingum fleygt á borðið og sópað af þvi
aftur. Og timinn flýgur áfram, rólegur.
Vordagurinn líður, og það kvöldar, björtu
kvöldi. Um hálftíuleytið er barið að dyr-
um og einhver stendur upp og opnar.
Leifur ct loksins kominn. Dálítið drukk-
inn og í góðu skapi. Ágætismaður, Leifur,
svolítið heimskur, alltaf glaður og ánægð-
ur með sjálfan sig, á alltaf peninga.
— Jæja, þú hefur sloppið út. Hvað
sagði frúin? —
— 0, hún var súr. Vildi hafa mig heima.
Ég sagði henni að ég yrði fljótur. —
Leifur dregur upp seðlabúnt og veifar
framan í hina. — Gerði fínan bissnes
i dag, seídi bölvað nælonsokkapartýið,
tíu þúsund kall, kontant, útí hönd, mað-
ur. Þetta var sveitamaður og hafði ekkert
vit á kvaliteti. Leifur er seigur.
Nói stendur upp frá borðinu. Hann
hefur grætt nokkur hundruð krónur og
langar að skipta um félagsskap fyrst hann
hefur efni á því.
— Ég fer út á Borg og fæ mér góðan
dinner, loað er beðið eftir mér þar, —
segir Nói og er eins íbygginn á svip og
hann cr fær um.
Denni er orðinn alldrukkinn og flytur
Ijóð fyrir sjálfan sig — Það ku vera
fallegt i Kína-----Refurinn sýnir hon-
um næstum föðurlega umhyggju, klappar
á öxlina á honum og ráðleggur honum
að hætta nú þó hann sé i tapi. Er ekki
líka konan hans búin að hringja tvisvar
og spyrja um hann?
Hinir spilamennirnir líta snöggvast
upp. Það er kannski heppilegast að Denni
fari áður en konan hans kemur að sækja
hann.
Konan hans Denna er bláeyg og svip-
hrein og gott að mæta lienni í sólskini
á götunni. En i dyrum þessa herbergis er
hún óþægileg og framandi. Truflandi.
Líkt og að standa óvænt frammi fyrir
spegli, og sjá að maður hefur gleymt
að þvo sér í marga daga. Svo þeir hvetja
Denna til þess að hætta nú og fara heim.
Hann hlýðir og fer. Leifur hleypir nýj-
um þrótti í spilið. Hann er ósmeykur við
áhættuna og örvar ósjálfrátt fornsalann
og rónann til að halda áfram, þó þeir
séu orðnir peningalausir. Þeir reyna fyrir
sér hjá Refnum um lán.
— Nokkur trygging, elsku vinir? —
Það er lítið um tryggingar. — Þú átt
nýtt borðstofuborð og nýtt barnarúm,
óveðsett enn þá, að því ég bezt veit?
segir Refurinn. Út á þetta fær róninn
fimmhundruð krónur. Fornsalinn leggur
að veði gamalt orgel, sem hann hefur
ákveðið að taka upp í skuld úti i bæ, strax
á morgun. Hann fær líka fimmhundruð
krónur. Þeir fá þessa peninga gegn sann-
gjarnri þóknun, mjög sanngjarnri. —
Elsku vinir. —
Og það er spilað, barið i borðið, haft í
heitingum og farið með eitt og eitt Ijóð
á stangli.
Nótti líður, og það birtir af nýjum degi.
Mennirnir standa upp og búast til heim-
ferðar. Rauðeygðir, þreyttir menn, óhredn-
ir og valtir á fótunum.
Refurinn og alþingismaðurinn með alla
peningana í þetta sinn.
Þeir gagna út i bjartan vormorguninn,
kveðjast og halda heimleiðis.
Leifur þreifar á seðlaveskinu tómu.
Tíu þúsund krónur foknar. í bili. Hann
finnur nokkra lausa seðla í bakvasanum.
Hann læðist mjög liljóðlega inn í svefn-
herbergið og háttar. Gott hún sefur. Hann
lítur ofan i vögguna litla barnsins og
hagræðir sænginni. Undarlega hrein geta
litil börn verið.
— Svo þú ert kominn.
Framhald á bls. 29.
▼IKAN 9