Vikan


Vikan - 08.11.1962, Page 10

Vikan - 08.11.1962, Page 10
EG BIÐST AFSOKUNAR HAFI ÉG GLEYMT AÐ MÖÐGA EINHVERN — Jón —• Já, blessaður. Ég þekki þig á röddinni. — Ertu viss? — Já,------það er svona að vera músíkalskur. — Mig langar að koma og rœða við þig — — •— Um hvað? --------um lífið og tilveruna, tónlist, menn- ingu, æskuna — •— — — Komdu klukkan sex á morgun. — — — útvarpið, síldina, peninga, Þing- velli--------- ■— Hvað viltu drekka? — Ha? —• Ég spurði með hverju þú vildir væta kverk- arnar. — Mér þykir allt gott, nema súrmjólk. — Komdu þá klukkan sex á morgun. •— Sex á morgun. — Gjörðu svo vel, komdu inn og setztu og fáðu þér vindil. Stór, rauður flygil', skrifborð, svartur leður- sófi og leðurstólar, lítið borð, stór Beethoven- mynd á vegg. — Stóran vindil eða smávindil. Þú verður að velja sjálfur, ég hef ekkert vit á vindlum — kann ekki einu sinni að reykja. — Hefurðu ef til vill aldrei reykt? — Jú, ég reykti, þegar ég var 15 ára. Þá var ég í Menntaskólanum og gekk í tóhaksbindindis- félag, sem Jón Dúason stofnnði. Þá var gaman að reykia. Svo g’eymdi ég þvi, þegar ég sagði mig úr félaginu, sagði Jón, og hinn Ijúfi klaka- kliður lét þægilega í eyrum um leið og hann setti glösin á borðið. — Þú sagðir í simann ( gær, að þú vildir tala um æskuna við mig. Það er ágætt, því æsk- an er eina almennilega fólkíð. Þess vegna stend ég með æskunni, ég bókstaflcga trúi á æskuna. •— Gamla fólkið svind’ar, sjáðu til. Það er vegna þess, að f'estir bila svona um þritugt. það klikkar eitthvað i fólki, og það byrjar að svindla — ljúga og svindla. Þetta verður æskan að brjóta af sér, 03 hún getur það, af hví að það er ekki búið að múta henni. — Svo undar- legt sem það kann nú annars að virðast, þá heftir ekki tekizt að múta æskunni enn jtá, hún er ómútuð með öllu. — En hvernig stendur á þvi, að æskan vill ekki hlusta á góða tónlist? — Hver segir, að hún vilji það ekki? Hún fær bara allt of fá tækifæri til þess. Auðvitað h'ustar æskan mest á þá tegund tónlistar, sem mest er boðið upp á, dægurlög og rokk — og það er líka tónlist. Gefum henni tækifæri til þess að kynnast æðri tónlist, og hún mun meta hana. — Þeir leika sinfónfur í Ríkisútvarpinu. — Jú, kafla og kafla. Annars er islenzka útvarpið að kafna í sild. Það er varla orðið hægt að opna fyrir það, án þess að yfir rnann f'æði fleiri þúsund mál og tunnur af síld. Þetta nær ekki nokkurri átt. Menningarfréttir eiga að sitja í fyrirrúmi, og sildin á að koma síðast. — Hlustar þú mikið á útvarpið? — Mest á Keflavík, klukkan eitt á daginn. íslenzka útvarpið er svo frámunalega leiðin- legt og óstundvist. Ég ætlaði að reyna að hlusta á Scubert kvartett ekki alls fyrir löngu og beið tíu mínútur frain yfir auglýstan tíma, hlustandi á eitthvert drepleiðinlegt erindi um mykjuhauga, sem ég hafði engan áhuga á. Svo gafst ég upp. Þetta hefði ekki getað komið fyrir í Keflavikurútvarpinu. — En unga fó'kið skrifar Rikisútvarpinu kvörtunarbréf vegna sinfóníuausturs. Hvers vegna? — Það eru til heimskingjar á öllum aldri. Þeir skrifa kvörtunarbréf. Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér, að flestu æskufólki dettur aldrei i hug að skrifa slík bréf? — Er þá allt í lagi með kúltúrinn? — Nei, síður en svo. Andlegt lif er að deyja með þjóðinni, og það er ekki æskunni að kenna. Ég er Kiljani ævinlega þakklátur fyrir það, að hann skyldi hafa lcomið orðinu „moj“ inn í islenzkuna. Það var ekki vanþörf á að benda á það, því andlogt líf er að koðna út. Nú vilja menn bara sjá filmur með „happy end“ og gleyma þvi, að lifið er tragedla, sem menn eiga að ’æra að þola, og hamingjan er ekki undir því komin, hvort menn fá nóg að borða eða ekki. — Skyldi þetta vera stjórnmálamönn- unum að kenna? Nú hafa þeir ekki lengur áhuga á kúltúr eins og áður fyrr. Ef einhver f'okksmaður er orðinii leiðinlegur, þá er honum bara troðið inn i alls konar menningar- nefndir, sem flestum þingmönnum stendur hvort eð er alveg á sama um. — Hvernig finnst þér búið að listamönnum í voru landi? — Hér á landi virðast menn halda, að ekkert sé vinna nema skítmokstur, andleg vinna sé ekki ti'. Laxveiðikofar eru reistir út um allt land, en engum dettur i hug að tildra upp vinnustöðum handa listamönnum. — Ætli það vanti ekki peninga til þess? — Peningum er oftast skynsamlega varið, ef þeim er eytt. Það ætti að taka peningana af því fólki, sem safnar þeim án þess að eyða þeim vel, og byggja heldur hallir handa lista- mönnum, halda hljómleika og listsýningar. — Þú hefur sótt um stöðu þjóðgarðsvarð- ar, Jón. — Já, meira að segja tvisvar. Ég þarf að komast upp í sveit til þess að vinna. Þar er ró, og þar er næði, og i landslaginu og lofts- laginu eru hljómar, sönnustu hljómar, sem tili eru. Þessa hljóma þarf ég að nota. Þess vegna hef ég tvisvar sótt um stöðu lijóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en án árangurs. Þar þarf víst að vera prestur. — Guð minn almáttugur, hvað; ítalir yrðu hneykslaðir, ef einhverjum dytti fc hug að reisa kirkju á Forum Romanum. Þó era ítalir miklu trúaðri en við. — í fyrra skiptið,, sem ég sótti um stöðuna, ætlaði ég að inúta Glsla Jónssyni alþingismanni, sem var formað- ur Þingvallanefndar. Ég lofaði að semja ópera við Skálholt Iíambans, en það dugði ekki til. — Áður fyrr voru helztu stjórnmálaskörung- arnir listamenn og skáld um leið, eins og til dæmis Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Bjarni frá Vogi og fleiri og fleiri. — En á Þingvöllum á að vera kirkja og prestur, og Þjóðleikliúsið; lifir á kassastykkjum! — Er nokkuð á móti kassastykkjum, ef þaui eru góð? — Nei, þau eru það bara sjaldan. — Fannst þér My Fair Lady ekki góð sýn- ing? — Ég veit það ekki. Ég sá hana ekki. — Hvers vegna ekki? — Af samúð við Bernard Shaw. Ég hef séð; leikritið hans „Pygmalion" oft, og það er ágætt.. Gamla manninum hefði aldrei likað svona skrumskæling á verki sínu. Það er bæði lög- brot og brot á almennu velsæmi. Þess vegna fór ég í samúðarverkfall í heiðursskyni við; Shaw og sá ekki leikinn. — Þetta er eins og að leika níundu sinföníu Beethovens á harmó- nikku! — Segðu mér eitthvað um tónlist, Jón. — Já, einmitt. Ósköp hógvær bón, þetta. Viltu ekki heldur, að ég leysi gátur lifsins fyrir þig. í eitt skipti fyrir öll?“ — ITvernig ferð þú að því að kompónera? — Stundum vaknar hugmyndin sem óljós hugmyndabrot. Síðan fara ]iá hugmyndabrotin að raðast saman í huga manns, þannig að hægt er að fara að skrifa og vinna verkið eins vel og hægt er. — Annars er þetta mjög misjafnt,. hvernig tónskáld vinna. Ég verð helzt að vakna klukkan 5 á morgnana, þá er ég bezt upplagð- ur. Svo vinn ég oftast í tvo til þrjá tíma, og þá er ég orðinn þreyttur. — Nú er ég nýtek- inn til við verk, sem ég hætti við i miðju kafi fyrir tfu árum. Ég varð hissa á þvi, að skriftin og hugsunargangurinn skyldu ekkert hafa breytzt á jiessum tíma. Það er alls ekki hægt að sjá hvar ég hætti fyrir tiu árum og hvar ég byrjaði nú á ný. — Þannig gengur þetta. Stundum gengur maður með hugmnydina i mörg ár áður en hún er fullmótuð. — En hver hefur sinn hátt á. Sibelíus, til dæmis, svaf 10 VIKAM

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.