Vikan


Vikan - 08.11.1962, Page 15

Vikan - 08.11.1962, Page 15
viðfangsefni á eftir Heraklesi kynning á Shake- speare og verkum hans, sem fram fer undir stjórn og leiðsögn Ævars Iívarans leikara, því næst munum viS væntanlega taka fyrir eitt- hvert barnaleikrit og frumsýna það fyrir jól, ■en ekki er enn fullráSið, hvaSa leikrit þaS verSur. Um viSfangsefni á næsta ári hafa enn ekki veriS teknar ákvarSanir, en þess mun sennilega ekki langt aS bíSa. Er nokkuS sérstakt um sýninguna á Hera- klesi aS segja? — Ekki annaS en þaS, aS æfingar hafa gengiS mjög vel og verkiS er eiginlega full- búiS til flutnings. Þetta er mjög skemmtilegt og eftirtektarvert verk, enda eftir heimskunn- an höfund og vonum viS, aS leikhúsgestum muni falla þaS vel í geS. ViS e'rum í kringum 25, sem aS sýningunni stöndum og höfum viS gert okk- ar bezta til, aS þetta megi vel takast. — VirSist þér grundvöllur fyrir klúbb sem þennan? — Já, alveg tvímælalaust. Leiklistaráhugi er mjög mikill meSal unga fólksins og ég er viss um, aS fólk mun yfirleitt hafa skilning á þess- ari starfsemi og veita henni brautargengi. — Nýtur klúbburinn opinberrar fyrir- greiSslu? — Reykjavíkurbær veitir okkur aSstöSu til sýninga i Tjarnarbæ gegn húsaleigu og Æsku- lýðsráð lánar okkur endurgjaldslaust húsnæSi í Ilöfða til annarrar starfsemi i sambandi við þetta, — á þann hátt njótum við stuSnings bæj- arfélagsins, en um annan opinberan stuðning er ekki aS ræSa. Ég vil leggja áherzlu á, að hugmyndin ér, að k'úbburinn sc fjárhagslega sjálfstæður og standi sjálfur undir öllum til- kostnaði. Fé því, sem kann að koma inn fyrir leiksýningar, verður því varið starfseminni til viðhalds eftir að greidd hefur verið Iiúsáleiga og aðkeypt aðstoð við leiksýningar, svo sem leikstjórn o. f 1., — óþarft er auðvitað að taka það fram, að starf okkar leikaranna er sjálf- boðavinna, sem við fáum engin laun fyrir. — Hverjir leiðbeina ykkur um leiklistina og annast va! leikrita til sýninga? — Gísli Alfreðsson og Ævar Kvaran hafa verið okkur til ráðuneytis um leik og sviðsetn- ingu, en val leikrita annast stjórn félagsins, sem er skipuð þeim Þorsteini Geirssyni, sem er Framliald á bls. 43. Sviðsmynd úr Herakles og Ágísasfjósið. SVAVAR 6ESTS SKRIFAR UM „Vinsæl dinnermúsík ‘‘ og vinsæll pianóleikari Baldur Kristjánsson við hljóðfærið. Á öllum helztu vedtingastöðum erlendis er það föst venja, að slcemmta gestum með góðri, léttri tónlist þegar á daginn líður, og er hún þá flutt af sérstökum hljómsveitum, sem vel kunna að fara með þjóðlagasyrpur frá ýmsum löndum, lög úr kunnum söngleikjum og „sígild“ danslög frá ýmsum tímum. Er jafnan mjög til þessa tónlistarflutnings vandað, enda njóta góðar „dinner-músik“-hljómsveitir þar mikilla vinsælda, en svo nefnast tónleikar þessir í flestum lönduin, nema hvað Þjóðverjinn, sem verður að hafa þýzk orð yfir allt, kallar þetta „unterhaltungs“-músik, og má til sanns vegar færa. Á íslenzku höfum við ekkert tilsvarandi orð, enn sem komið er, enda er það nýtilkom- ið, að slikir tónleikar geti kallazt fast atriði í sambandi við veitingastarfsemina, þótt þaS hafi verið reynt öðru hverju og v>ð eigum þegar á að skipa ágætum tónlistarmönnum á því sviði, eins og t. d. Carl Billich, sem lengi hefur annazt flutning „dinner“-tónlistar í Nausti við góðan orðstír. íslenzkir tónlistarmenn hafa hins vegar fæstir látið þarna að ráði til sín taka, þeir virðast annað hvort halda sig að „klassikinni“ eða danstónlistinni. Þó eigum við einn ágætan mann á þessu sviði, píanóleikarann Baldur Kristjáns- son, sem um skeið hefur leikið með hljómsveit Billich í Nausti i frávikum hans, og nú að und- anförnu einnig í Klúbbnum, þar sem þessi ný- breytni er einnig upp tekin, og virðast gestirn- ir kunna vel að meta, bæði hana og viðfangs- efnaval Baldurs og túlkun hans á þeim. En það er ekki eins auðvelt og margur kann að halda fyrir tónlistarmenn að fara þarna bil beggja — velja viðfangsefni, sem hvorki eru of há- fleyg og þungskilin eða of náskyld dægurlög- unum, og haga flutningi og túlkun allri í sam- ræmi við það. Einmitt þetta virðist Baldri hafa vel tekizt, hvort tveggja, enda hafa erlendir gestir, sem vanir eru slíltri tónlist og bera gott skynbragð á hana, óspart látið í ljós viður- kenningu sina, eftir að hafa hlustað á hann — þeirra á meðal H. C. Gregor og kona hans og Mai Zetterling, kvikmyndadísin fræga, sem öll vita fyllilega hvað þau „syngja“. Og Ann Schein hreifst af tónlist hans. — Baldur Krist- jánsson sækir tónlistargáfuna í ættina og fór kornungur að nema píanóleik, en dr. Páll Framhald á bls. 29. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, eins og hún var skipuð í Klúbbnum í sumar: Frá vinstri: Ómar Axelsson, bassi, Colin Porter, söngvari, Eyjólfur Melsted, trompet, og Baldur Krist- jánsson, píanó. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.