Vikan - 08.11.1962, Qupperneq 18
APPELSÍNUTERTA.
150 gr (2Vi dl) hveiti, 100 gr smjör-
líki, 50 gr (IV2 dl) sykur, V2 egg.
Fylling: 2 appelsínur, IV2 dl sýróp,
3 msk. brauðmylsna.
Hveitið er sáldrað, sykrinum bland-
að saman við og smjörlíkið múlið í
með linif. Vætt i með egginu. Hnoðað
fljótt saman. Kælt. Bezt er að mótið
sé með lausum botni. Helmingur deigs-
ins gt flattur út og látið í botn og barma
mótsins. Appe^sinurnar eru flysjaðar
og skornar í þunnar sneiðar, lagðar
yfir deigið í mótinu. Sýrópið er hitað,
brauðmylsnunni blandað saman við og
hellt yfir appelsínurnar.
Það sem er eftir af deiginu er flatt
út, skorið í strimla og fléttað yfir. Að
síðustu er ein lengja lögð á samskeyt-
in við barm mólsins.
Bakað við um það bil 200 gráður í
30 mín. eða þar til kakan er gegnum-
bökuð.
Látin kólna nokkra stund áður en
hún er tekin úr mótinu. Bezt nýbökuð.
Gott er að bafa þeyttan rjóma með
kökunni; er hann þá borinn með í
skál eða sprautað 1 kring um hana.
(Sjá mynd).
SÚKKULAÐIKAKA.
150 gr smjör'íki, 250 gr sykur (3dl), 2 egg,
175 gr liveiti (3 dl), 1 tesk. lyftiduft, 1 tesk.
vaniljusykur, 4 msk. kakaó, % dl mjólk,
% dl sjóðandi vatn.
Smjörlíkið er hrært með sykrinum og van-
iljusykrinum ])ar til það er létt og ljóst.
Eggin eru þeytt vel saman og brærð smátt
og smátt út í. Hveitið er sáldrað með lyftidufti
og kakaói, hært samna við ásamt mjólkinni
og að síðustu sjóðandi vatninu. Látið í vel
smurt mót og bakað við hægan hita um það
bil eina klst. (Sé hitastillir á ofninum er hann
stilltur á 175 gráður).
RÚLLUTERTA MEÐ SÚKKU-
LAÐIKÓKOSKREMI.
3 egg, 125 gr (1 V2 dl) sykur, 1 msk. vatn,
50 gr hveiti (5 msk.), 50 gr kartöflumjöl
(4 msk.), V2 tesk. hjartarsalt.
Kremið: 00 gr smjörlíki, 100 gr (IV2 dl)
flórsykur, 3 msk. kakaó, 1 msk. kaffi eða
vatn, 40 gr (1 dl) kókosmjöl.
Eggin eru þeytt með sykrinum og vatninu
þar til þau eru létt og Ijós. Hveiti og hjartar-
salti sáldrað samna við og hrært varlega i. Lát-
ið í vel smurða smjörpappírsskúffu. (Stærð um
það bil 30 cm breidd og 40 cm lengd). Bakað
við 225 gráður, þar til kakan hefur lyft sér og
er gulbrún á litinn. (Bökunartími er 5—7 mín.).
Kökunni er þá hvolft á sykristráðan pappír og
ofnskúffu hvolft yfir.
Kremið: Smjörlíkið er hrærl með sáldruðum
f'órsykrinum og kakaóinu. Því næst er kókos-
mjölinu og köldu kaffinu hrært saman við.
Þegar kakan er vel köld er kreminu smurt jafnt
yfir og hún siðan vafin upp.
FYLLTAR KÖKUR (Linsur).
150 gr hveiti (2Vt dl), 100 gr smjörlíki, 50
gr (Vt dl) sykur, Vt egg.
Fylling: 75 gr smjörliki, 150 gr sykur (1%
dl), Vu dl rjómi, 50 gr. saxaðar linetur eða
möndlur (1 dl), 50 gr saxaðar rúsínur (1 dl),
söxuð kirsuber (cocktailber).
Hveitið er sáldrað, sykrinum blandað saman
við, smjörlíkið skorið í með hnif. Hnoðað fljótt
saman. Kælt. Flatt út meðalþykkt, skorið und-
an glasi eða kringlóttu móti, þannig að stærðin
sé( hæfileg fyrir mótin sem baka á í. í hvert
mót er síðan látin kaka sem á að hylja botn
og barma mótsins. (Úr uppskriftinni fást um
það bil 20 kökur). Fyllingin er soðin saman í
potti og skipt í mótin. Bakað við góðan liita
(200 gráður) í um það bil 10 mínútur.
LITLAR MÓTKÖKUR MEÐ
APPELSÍNUBRAGÐI.
Ca. 18 stk.
150 gr smjörlíki, 150 gr sykur, 3 egg, 3
msk. appelsínusafi, 150 gr liveiti, V2 tesk.
lyftiduft.
Smjörlíkið er lirært með sykrinum þar til
það er létt og' ljóst. Eggin hrærð saman við
eitt og eitt. Hveitið er sáldrað með lyftiduft-
inu og blandað saman við ásamt appelsinu-
safanum. Skipt i vel smurð lítil mót (linsumót).
Ath. að hafa mótin ekki nema hálffull. Bakað
10—15 mín. við um það bil 200 gráðu hita.
Þegar kökurnar eru bakaðar, eru þær kældar
og síðan hjúpaðar með sykurbráð, sem búin
er til á eftirfarandi hátt:
125 gr af flórsykri er lirært með 2—3 msk.
af appelsínusafa þar til það er jafnt. Kökurnar
eru hjúpaðar og skreyttar með appelsínubitum,
rauðum berjum eða valhnetum.
FLJÓTLEG SANDKAKA
MEÐ APPELSÍNUBRAGÐI OG
SÚKKULAÐIBITUM.
175 gr smjörlíki, 175 gr sykur, 3 egg, 150
gr liveiti, 75 gr kartöflumjöl, V2 tesk. lyfti-
duft, rifið hýði og safi úr hálfri appelsínu,
%—V2 plata súkkulaði.
Kakan er hrærð á sama háttt og litlu mót-
kökurnar. Kartöflumjölið er sáldrað með hveit-
inu og lyftiduftinu. Súkkulaðið er skorið í frem-
ur smáa bita og blandað i siðast. Því má sleppa
18 VIKAN