Vikan - 08.11.1962, Page 24
Það leyndi sér ekki, að Prowse
gramdist, en enginn virtist álita orð
hans svaraverð. Að hann hugsaði á
hefndir.
„Jafnvel Þótt ég vissi af mjúkri
og safamikilli steik, fullri könnu af
sýrópi, heitu, angandi brauði, rjúk-
andi kaffi og sígarettupakka fyrir
utan dyrnar, mundi ég ekki hreyfa
mig um þumlung," sagði hann.
Það sló ánægjuglampa á augu
Greatorex gamla. „Og nógu af smjöri
og osti ofan á brauðið, maður," sagði
hann lágt. En svo kom þjáninga-
svipur ailt í einu á andlit honum og
röddin varð einn skrækur. „Hvers
vegna þarftu alltaf að vera að minn-
ast á þetta, Carl? Nú hef ég fengið
hungurkvölina í magann aftur?
Hvers vegna þarftu alltaf að vera
að tala um mat?“
„Alltaf?" endurtók Prowse og lézt
verða móðgaður. Nú var honum þó
svarað.
„Hvers vegna þarftu yfirleitt að
vera að minnast á mat?" nöldraði
Gratorex gamli.
Prowse hugði friðvænlegast að leiða
ásakanir hans hjá sér. „Ég mundi ekki
hreyfa mig út fyrir dyr, hvað sem
í boði væri," sagði hann.
Dahl reyndi að hafa hemil á skjálft-
anum. Það bezta, sem hann gat hugs-
að sér þessa stundina, var að skyndi-
lega drægi úr frostinu; að það kæmi
hláka og hlýviðri, þótt ekki væri
nema rétt í bili, eins og í janúar forð-
um. Hvílíkt kraftaverk væri það ekki,
jafnvel þótt þíðviðrið stæði ekki
nema í tvær klukkustundir. Þá yrði
þó þessu óbærilega fargi frostsins af
þeim létt í bili.
Á morgun, hugsaði hann. Á morg-
un verð ég að fara út í frostið og
freista veiðiheppninnar.
Hann hafði ekki haft hörku í sér
til að fara í dag. En i gær hafði hann
farið, og þótt hann væri í hrein-
stökuklæðunum, hafði honum fundizt
sem hann væri ber, og frostið smogið
gegnum merg og bein. En hann mátti
ekki láta það á sig fá. Það hafði
verið naumt um matinn að undan-
förnu, og þó gengið á neyðarbirgð-
irnar hjá Alison meir en góðu hófi
gegndi.
E'f frostið lækkaði í þó ekki væri
nema tuttugu stig, þá yrði engin
þörf að kvarta.
Greatorex gamli gretti sig, eins og
hann fyndi til sársauka. „Ég er að
drepast úr hungri," kveinaði hann og
hvessti augun á Prowse. „Allt þetta
bölvað þvaður þitt um brauð og
smjör ...“
„Hamingjan sanna," svaraði Prowse
kaldranalega. „Erum við kannski
ekki öll að drepast úr hungri?"
Dahl varð að beita sjálfan sig
hörðu, svo ákafa löngun hafði hann
til að taka báðum tak, svo um mun-
aði. Það var nógu bölvað að verða
að berjast við kuldan . Og hann sár-
öfundaði Surrey af þ\ú er virtist al-
geru ónæmi hans fyrir umhverfinu
og aðstæðunum.
„Hættið þessu nöldri báðir tveir,"
mælti Alison ákveðin. „Þetta lagast
allt um leið og eitthvað dregur úr
frostinu. Við verðum að hafa dá-
litla þolinmæði, það er allt og sumt."
Hún þagnaði við, en það var eins og
hana langaði til að kveða fastara
að orði.
„Þolinmæði ...“ sagði Prowse
hæðnislega og greip höndum um
magann. „Ég krefst þess að fá að vita
hvers vegna verið er að halda í þetta
neyðarsnarl við okkur? Hvers vegna
étum við það ekki upp og verðum
einu sinni mett? Til hvers eru þessar
neyðarbirgðir eiginlega ætlaðar, ef
ekki til þess að grípa til þeirra í
neyð?"
Alison leit sem snöggvast á Dahl.
Færðist síðan nokkuð i axlirnar, eins
og hún vildi sækja í sig veðrið, og
hann sá að varir hennar titruðu ör-
litið. Hafði þetta augnatillit hennar
þýtt það, að hún teldi sig þurfa
stuðnings hans? Nei, hún var áreið-
anlega einfær um það að tala sinu
máli, hún Alison, hugsaði hann.
Og svo sagði hún, lágt en ákveðið:
„Ég veit að við erum öll dálitið
svöng, vegna þess að við höfum ekki
fengið nægju okkar að undanförnu.
Það verður að hafa það. Ég tek
fulla ábirgð á matarskammtinum, og
þið verðið að treysta mér." Hún leit
enn á Dahl, rétt sem snöggvast, eins
og hún vildi. spyrja hann hvort þetta
mundi nóg. „Þessar frosthörkur geta
ekki haldizt lengi enn,“ bætti hún
við, „og það er ekki eins og við svelt-
um enn ...“
Hún áttaði sig ekki á því fyrr en
hún hafði sleppt síðustu orðunum,
að hún hefði einmitt sagt þessum
síðustu orðum of mikið. Og nú gerði
hún tilraun. til að draga nokkuð úr
þeim. „Við erum að minnsta kosti
öll í sama báti. Ekkert okkar fær öðru
riflegri skammt."
Og nú ákvað Dahl að stöðva frek-
ara undanhald hennar. „Ég fer á
veiðar í fyrramálið," sagði hann.
Prowse sneri sér að honum og virt-
ist nú allur á hans máli. „Á morgun,
Lincoln?" Það var vonarhreimur í
röddinni.
„Já, hvernig sem veðrið verður,
þá fer ég á veiðar. Þú mátt treysta
því."
Er þetta imyndun mín, spurði
Dahl sjálfan sig, eða er eitthvað að
draga úr frostinu?
ÞAÐ reyndist ekki imyndun. Morg-
uninn eftir var írostið ekki nema
um tuttugu gráður. Kannski ekki
einu sinni það. Þau höfðu ekki nein
tæki eða tækni til að vita það ná-
kvæmlega. En þó dregið hefði úr
frostinu, var það enn svo hart, að
Dahl sveið í kinnarnar þegar hann
kom út úr kofanum.
Hann hélt Þangað sem snörurnar
höfðu verið lagðar, og enn hafði
hann heppnina með sér. Hann kom
auga á einhverja dökka þústu inni
í kjarrinu, þar sem snaran hafði ver-
ið hengd, nam staðar og greindi þeg-
ar, að þar var refur að verki —
önnum kafinn við að ræna bráðinni,
sem festzt hafði I hana. Dahl lyfti
byssunni og tautaði reiðilega. „Þú
skalt fá fyrir ferðina, þjófurinn þinn."
Dahl skaut, hæfði refinn milli
herðablaðanna svo hann lá dauður.
Þegar Dahl kom að, sá hann að ref-
urinn hafði verið að ljúka við að
FRAMH ALÐSSAG AN
12. HLUTI
EFTIR
LAWRENCE EARL
naga rjúpu úr snörunni, og bersýni-
lega ætlað að éta hana síðan inni
í greni sínu, því að hún var enn óskert
að mestu.
Þegar Dahl kom heim í kofann með
fenginn ref, varð Alison að orði:
„Ég bað fyrir þér, Lincoln, og guð
heyrur heyrt bænir mínar."
Þau átu refinn í miðdegisverð. Það
var dálitið annarlegur keimur af
kjötinu, sem þau hefðu kannski ekki
fellt sig við, ef aðstæðurnar hefðu
verið aðrar. En þau létu það ekki
á sig fá eins og á stóð, átu kjötið
upp til agna, en geymdu beinin til
að sjóða af þeim seyði. Rjúpuna átti
að matreiða til morgunverðar, til-
kynnti Alison.
Prowse ropaði ánægjulega. Laut
Alison og mælti glettnislega: „1 Kína
telst það mikil virðing fyrir matselj-
unni að ropa að máltíð lokinni. Við
skulum imynda okkur að við séum
komin til Kína."
Jæja, hann er þó í góðu skapi
þessa stundina, hugsaði Dahl. Hitt
er svo aldrei að vita hve lengi það
stendur, þegar Prowse á í hlut ...
Um nóttina vaknaði Alison við
fótatak, og óttanum, sem alltaf
leyndist með henni, skaut tafarlaust
upp á yfirborðið — nú var einhver
að hnýsast í það litla, sem enn var
eftir af neyðarbirgðunum ... Hún
leit út fyrir bálkröndina, og létti
óumræðilega, þegar hún sá hvað var;
Dahl var að bæta viði á eldinn, og
það hafði verið fótatak hans, sem
vakti hana.
Hann stóð og starði i bálið um
hrið og hún lá á bálki sínum og
horfði á hann. Hún lá í öllum fötum
í svefnpoka sínum vegna kuldans,
nema hvað hún hafði tekið af sér
sokkaskóna úr hreinstökunni, og
Dahl var/ einnig alklæddur. örvænt-
ingin leyndi sér ekki í svip hans, nú
þegar hann hugði engan veita sér
athygli, og Alison fann til sárrar
meðaumkunnar.
„Lincoln," hvislaði hún.
Hann rétti úr sér óðara, er hann
heyrði rödd hennar og gekk hljóð-
lega yfir að bálki hennar, sem var
svo hár, að hann náði honum í brjóst
og andlit hans bar því aðeins nokkr-
um þumlungum hærra en hennar,
þar sem hún lá.
„Ég hafði ekki hugmynd um að
neinn væri vakandi," varð honum að
orði.
„Ég veit það," hvíslaði hún. Andlit
hans var svo nálægt henni, að hún
gat greint sársaukann i svip hans,
enda þótt dimmt væri. „Þetta ásækir
þig enn, Lincoln? Svo að þú getur
ekki sofið?"
Og hún hugsaði með sér: Geturðu
ekki leyft mér að eiga hlutdeild i
sársauka þinum öðru sinni?
Hún fann augu hans hvíla á sér,
og eitt andartak datt henni í hug,
að hann mundi láta sem hann skildi
ekki við hvað hún ætti, eins og hann
hafði gert fyrst.
Þá kinkaði hann kolli og hvíslaöi:
„Já, það er ekki alltaf að ég get
sofið.
Það kom kökkur í háls henni. Hún
fann að hann gerðist nú fúsari að
veita henni hlutdeild i sjálfum sér.
Eða svo þótti henni.
Hann mælti: „Maður er ekki
þannig gerður, að það veitist auð-
velt að gleyma þvi að hafa ... orðið
mannsbani ... jafnvel ekki þó það
hafi gerzt í styrjöld. Það bindur
mann sektarkennd, persónulegri og
djúplægri."
Það var auðheyranlegt að hann átti
24 VIKAN