Vikan


Vikan - 08.11.1962, Page 32

Vikan - 08.11.1962, Page 32
OCTAVIA 1962/3 Bifreið fyrir íslenzka vegi: Há yfir veg, ryðvarin, byggð úr þykku gæðastáli. Aðeins kr. 111.600,00. TRAUSTARI ORKUMEIRI ÓDÝRARI COMBI 1963 Nýjasta gerð Skodabíla og ein mest selda bifreið á Norðurlöndum: Glæsileg, hentug og orkumikO (47 hö) Kr. 127.700,00. V Allt of venjulegur maður. Framhald af bls. 13. án þess að kveðja frekar. Hann heyrði hana setja bílinn í gang og hvernig drapst á honum aftur. Hann stanzaði. Aftur heyrði hann slitrótt hljóðið í vélinni og hvernig hún beið og byrjaði aftur árangurs- laust. Hann sneri við og gekk til hennar. Hann fyrirleit sjálfan sig — venjulegur maður! Hvers vegna gat hann ekki gengið áfram, eitt- hvert út í bláinn eins og bítnik, og látið kjánalegar stelpur sitja alla nóttina í bílnum hans pabba síns. — Vélin hefur víst blotnað, sagði hún. Ég læt hana þorna svolitla stund. —- Þér getið tekið leigubíl, sagði Laurence, en settist samt við hlið hennar. — Hvað meinið þér með því, að bítnik upplifi einhverja sælu? spurði hann. — Þeir lifa fyrir skáldskap og hljómlist. Þeir lifa utan við heim- inn, en með næma tilfinningu fyr- ir öllu. Þeir kæra sig ekki um að vera ríkir og voldugir. Þeir vilja engan særa og engum gera illt. Þeir lifa lífinu ákaft, drekka allt til botns — en inn á við, í sinni eigin sálu. — Þér særðuð mig, sagði hann, þér gerðuð mér illt. Þér sögðuð til dæmis við mig, að ég væri ekki nógu góður til þess að vera þarna inni á kaffibarnum. Eins og við sjálfa sig sagði hún: — Þannig fer það, þegar maður segir ósatt ... — Um hvað? spurði hann. Hann beið. Rödd hennar var svo- lítið rám, þegar hún loks sagði: — Sannleikurinn var sá, að mig langaði til að vera með yður ein- um. Ég fann strax til návistar yð- ar. Ég var óþolinmóð eftir að geta verið ein með yður. Án þess að hugsa sig um tók hann hana í faðminn. Hann kyssti hana. Kossinn var fullur af skáld- skap og hljómlist. En hann var líka dásamlega veraldlegur. Annan hvorn tíma alla nóttina reyndu þau að koma bílnum í gang, í þeirri von að það mundi ekki takast. Það gerði það heldur ekki. Þegar þau ekki kysstust, sögðu þau hvort öðru allt um sig sjálf. Ævi- saga Laurence var einföld og laus við öll vandamál, en það var líf 32 VIKAN Cohu ekki. Hún hafði ekkert til að lifa fyrir, nema músík, skáld- skap og að þroska sálina. Laurence sagði að sálin ætti ræt- ur í líkamanum, sem aftur þarfn- aðist matar og fata og vemdar — og blíðu og ástar. Coha sagði að fólk eyddi svo miklum peningum og tíma í að klæða sig og borða, að það gleymdi því sem mest væri um vert. Laurence svaraði ekki. Hann kyssti hana. f morgunsárinu stytti upp. Þá gat Coha komið bílnum af stað. Þetta var endirinn, en fyrir Laurence var þetta líka byrjunin. Það var dá- samlegt að byrja nýjan dag á því að vera ástfanginn. Þau borðuðu morgunverð í kaffi- bar. Coha var falleg, föl og kyrr- lát með tindrandi augu. Sjálfur var hann þreyttur og örmagna af þessu kraftaverki, að hafa eytt nóttinni við hlið hennar. En vinnan beið hans. Coha hló, þegar hún sá hann líta á klukkuna. — Er kominn tími til að fara í þrældóminn? sagði hún hvasst. Geturðu ekki skrópað? Hefur það enga þýðingu fyrir þig, að við get- um átt þennan dag saman og að hann kemur aldrei aftur? — Við munum eiga marga daga og nætur saman, Coha. Eins marga og þú vilt gefa mér. Það er þess vegna, að ég verð að vinna. Það var ekki langt frá kaffibarn- um að flugvélaverksmiðjunni. Þeg- ar þau komu út, fór hann ekki inn í bílinn. Hann beygði sig inn um rúðuna og strauk vanga hennar og hugsaði um hve mjúkar og heitar varir hennar hefðu verið. Svo sagði hann: — Ég skil ekki hvernig ég get beðið til kvöldsins ... Hvar áttu heima? Ég get sjálfsagt komið um hjálfsjöleytið. — Laurence, sagði hún alvarleg, við erum að kveðjast. — Kveðjast? sagði hann og varð skyndilega kalt. Viltu ekki hitta mig aftur? — Það ert þú, sem ekki vilt hitta mig, núna, allan daginn, alla daga. Þú vilt ekki lifa lífinu. Hann talaði hægt, eins og við bam, sem ekki skilur orðin full- komnlega: — Ég hef starfi að sinna, Coha. Ég hef lofað vinnu minni og ég hef ekki hugsað mér að svíkja það. Ég verð að vinna hvern dag, og reyndar líkar mér það ágætlega. — Laurence, sagði hún og varir hennar voru mjúkar og rauðar og freistandi. Lífsviðhorf okkar eru svo ólík. Ég vil ekkert hafa saman að sælda við venjulega menn, eins og þig. Hann var orðlaus. Hann studdi sig við bíldyrnar eins og lamaður. — Flýttu þér! sagði hún. Bráð- um hlýtur verksmiðjuflautan að kalla til vinnu. Hann sleppti hurðinni, sneri sér við og gekk hratt burt. Hann heyrði bílinn aka á brott. Klukkutíma seinna vissi hann, að hann hafði ekki verið reiður. Hann hafði verið örvæntingarfullur. Hann var einmana öðru vísi en hann hafði nokkurn tíma verið fyrr. Hann saknaði Cohu Thisbe eins og hann hefði alltaf þekkt hana og elskað hana jafn lengi. Hann fór beint heim úr vinnunni. Hann hafði alltaf verið ánægður með íbúðina sína. Litirnir þar inni voru rólegir og fallegir, brúnir og hvítir, og húsgögnin voru nýtízku- leg og einföld og ekki of mikið af þeim. Það var hreint þarna inni og snoturt, venjulegt og notalegt fyrir venjulegan mann — eins og

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.