Vikan - 08.11.1962, Page 36
Hárið verður fyrst fallegt með
SHAMPOO
WHITF. RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hínn silkimjúki
lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð—
laðar fram hinn dulda endisþokka Af White Rain eru
framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir—
ein þeirra er einmitt fyrir yður.
PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár
FÖLBLÁTT fyrir þurrt hár
BLEIKFÖLT fyrir feitt hár
Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið
ÞjóÐsacja
VTKUNN5R
HAGAA
AF
BKA^ÐA-
KALLI
Það var einu sinni hjón á bæ.
Þau áttu þrjá sonu; einn hét Ás-
mundur, annar Jón, þriðji Þórsteinn.
Þeir voru efnilegir nema Þórsteinn;
hann lá oftast í öskustónni og var
hafður útundan.
Það var eitt haust er þeir voru
orðnir fullvaxnir bræður að bónda
var vant sauða. Nú voru gengnar
fjallgöngur og fundust eigi sauðir
bónda og þótti bónda illt að verða
við skaðanum og heitir á Ásmund
son sinn að leita sauðanna. Hann
býst nú til ferða og kveður föður
og móður og bræður, en þau báðu
hann vel fara. Hann gengur nú á
fjöll inn og er hann hefur gengið
fjögur dægur þá fer að drífa og
ekki finnur hann sauðina. Versnar
nú óðum veðrið og er hann nú kom-
inn svo langt að hann veit ei hvört
fara skal og lætur nú fyrirberast
um nóttina; og um morguninn er
sama veður. Hann gengur nú þenn-
an dag allan og er veðrið alltaf að
versna svo hann býst nú ekki við
öðru en dauða sínum, gengur nú
lengi þar til honum finnst fara að
halla undan fæti, og nú fer veðrið
að skána so haxm sér að hann er
nú kominn í dalverpi. Hann gengur
nú ofan eftir dalnum og er hann
dýpri eftir því sem hann gengur
lengra og er snjólaus að kalla. Sér
hann nú bæ og stefnir þangað. Er
hann kemur heim er maður úti
gamall og illilegur. Ásmundur heils-
ar honum og spyr að heiti, en hinn
sagðist heita Bragðakall. Kall spyr
hvað hann heiti. Hann sagði sem
var. Heimamaður spyr hvört hann
væri að fara, en hann segist leita
sauða. Kall kvað þá eigi liggja á
lausu þó eitthvað væri þar nema
hann vildi þar vera og gjöra það
sem hann segði honum. Hinn kvaðst
það gjöra mundu. Kall mælti. „Þú
skalt passa féð og hafa hund þann
er ég er vanur að brúka. Þú skalt
fara með féð á morgnana þegar
rakkinn hristir sig og heim þegar
hann geltir á kvöldin. Þú skalt og
gegna sveininum Kvöldkokk þegar
36 VIKAN