Vikan - 08.11.1962, Qupperneq 37
hann kallar:“ Hann játar því. Kall
spurði hvört hann vildi heldur éta
með sér eða hundinum. Hann sagð-
ist með hundinum éta vilja. Kall
sagði að ef öðrum hvörjum þætti þá
sá skyldi drepa þann sem reiddist
og þessu játar Asmundur og tekur
nú við fénu. Hundurinn hristi sig
um dögun og gelti um dagsetur.
Ásmundur þekkti þar fé föður síns.
Fyrsta kvöldið þegar hann kom
heim þá hafði hann skammtað hon-
um og hundinum fullt trog af graut
og keti. Hann fer nú að éta og er
hann hafði lítið matazt heyrði hann
einhvörsstaðar óp mikið. Kall mælti:
„Nú gólar sveinninn og verður þú
að vitja hans.“ Hann fer nú og
leitar hvarvetna og finn [ur] ekki
og er hann kemur inn aftur er hund-
urinn að sleikja innan trogið. Þetta
gengur nú þrjú kvöld, en fjórða
kvöldið mælti hann við kall að
hann þyldi þetta ekki. Kall spurði
hvört honum þætti það. „Og því
ætli mér þyki það ekki? [svaraði
Ásmundur]. Kall drepur hann
þegar.
Nú víkur sögunni til bónda að
honum lengir eft [ir] syni sínum og
líður nú veturinn og sumarið so ekki
spyrst til ferða Ásmundar. Bóndi
heldur hann nú dauðan. Um haust-
ið vantar bónda hálfu fleiri sauði
en hið fyrri haustið. Þá mælti Jón
við föður sinn að hann vill leita
sauðanna. Hann kvað það ekki ráð-
legt, en Jón kveðst fara vilja. Og
það verður að hann fer á brott með
slíkt er hann þurfti; og er það fljót-
legast að segja að hann varð fyrir
því sama og bróðir hans og drap
Kall hann líka. Bónda þykir nú verr
en áður og telur nú Jón dauðan.
Hið þriðja haust vantar bónda
sauði og fleiri en áður. Þórsteinn
hristir sig nú upp úr öskunni, geng-
ur fram fyrir föður sinn og bað um
nesti og skó og kvaðst vilja leita
að sauðunum og bræðrum sínum.
Bóndi bað hann fara og aldrei aftur
koma og sagði þá dauða er meiri
voru. Hann fór nú burtu og fékk
lítinn fararbeina. Hann gengur nú
á fjöllin slíkt er af tekur. Nú fer
að drífa og versna veðrið. ekki er
getið hvörsu lengi hann gekk þar til
hann kemur í dalinn sama og bræð-
ur hans. Sér hann bæ og gengur
þangað og er hann kemur heim er
Bragðakall úti. Þórsteinn heilsar
honum og spyr að heiti; hann kvaðst
Bragðakall heita. Þórsteinn mælti:
„Þá muntu vera brögðóttur.“ Kall
spyr hann að heiti; Hann segist
[Hvekkur] heita. Kall mælti: „Þá
muntu vera hvekkjóttur." Tekur nú
Þórsteinn sömu kosti og bræður
hans höfðu fyrri; passar nú féð hinn
fyrsta dag. En er hann kemur heim
fer hann að éta og hundurinn með
honum. Nú heyrir hann óp einhvörs-
staðar. Kall mælti: „Nú gólar
sveinninn Kvöldkokkur og verður
þú að vitja hans.“ Hinn fer og
leitar, finnur ekki og er hann kem-
ur er hundurinn búinn. Þetta geng-
ur nú nokkur kvöld. Það þykir
sauðamanni illt; tekur nú það ráð
að hann hnýtir þveng um hálsinn
á hundinum, og étur hann minna,
hristir sig seinna á morgna [na] og
geltir fyrr á kvöldin. Þórsteinn smá-
herðir á spottanum. Einn morgun
hristir rakkinn sig ekki. Líður nú
fram á dag og fer Þórsteinn ekki á
fætur. Kall spyr hann því hann liggi.
Þórsteinn sagði að hundurinn hefði
ekki hrist sig. Kall þreifar nú á
hundinum og finnur að hann er
Tbni heimapermanent
gerir hár yóar mjúkt, gljáandi
og meðfærilegt
Með Toni fáið pér fallegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að
“leyniefni” Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það. Ekkert annað
permanent hefir “leyniefni”. það er eingöngu í Toni.
Toni er framleitt i þremur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað
og litað hár
Emn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toniframleiðsla tryggir fegursta hárió
VIKAN 37