Vikan - 08.11.1962, Side 43
Á eyðihjarni.
Framhald af bls. 25.
inum hans einkamál ... hljóð trú-
rækni.“
„Hvað áttu við með því, að trú-
ræknin geti verið mönnum einka-
mál?“ spurði hún. Varir hennar voru
heitar og þvalar og sugu hennar
skinu, eins og þetta umræðuefni
kæmi henni í nokkra geðshræringu.
Dahl brosti „Við getum tekið það
sem dæmi, að ég hef hingað til ekki
rætt það við almenning, sem fyrir
mig kom þarna i Falais ... ekki
minnzt á það við nokkurn mann,
fyrr en ég trúði þér fyrir því, og
gerði það þar með að einkamáli okk-
ar. Og ég verð að játa, að mér líður
betur á eftir.“
„Já," svaraði hún og virtist ánægð
með skýringuna.
„Þetta sannar kannski ekki neitt
í sambandi við trúna, en það virðist
þó benda til þess, að engum manni
sé ætlað að lifa sínu lífi, einn útaf
fyrir sig ... Ég sæki hins vegar ekki
kirkju, ef þú telur það skilyrði fyrir
því að vera trúaður," sagði hann.
Hann kveið því að hún kynni að
hneykslast, en hún gerði einungis
að kinka kolli, og virtist viðurkenna
sjónarmið hans gagnrýnislaust.
„Ég skil,“ svaraði hún. „Faðir
minn segir að trúarbrögð manna séu
mörg, en flest af þeim hafi meira
eða minna gildi í sér fóigið. Hann
segir að trú — sönn trú — sé öllu
fremur háð hugarfari manna og
breytni, heldur en ytri siðvenjum,
eins og til dæmis Því að sækja kirkju.
Þegar ég var barn að aldri, var hann
aðstoðarprestur við söfnuð efnaðs
fólks í Montreal, og hann segir, að
sumt af þvi fólki, sem kirkjuræknast
var, hafi í rauninni verið sízt krist-
ið. Margir af þeim mönnum, sem
sóttu kirkju á hverjum sunnudegi,
lifðu á því að arðræna aðra. Hann
þoldi ekki hræsni þeirra og átti ekki
skap við þá, og það gerði að hann
hvarf á brott þaðan og varð trú-
boði.“ Og án þess að taka sér nokkra
málhvíld, sem gæfi til kynna að hugs-
un hennar hefði beinst að öðru,
spurði hún formálalaust: „Biður þú
oft til Guðs, Lincoln?"
Hann losnaði við að svara, þvi að
Surrey heyrðist kalla hátt úti fyrir.
Dahl vissi þegar, að eitthvað var að.
I næstu andrá var dyrunum hrund-
ið harkalega upp. Surrey var snjó-
ugur upp að mitti, þvi að hann hafði
ekki gefið sér tíma til að spenna á
sig snjóþrúgurnar. Gufan stóð eins
og strókur frá vitum hans.
„Greatorex," stundi hann. „Senni-
lega slag ... ég veit Það ekki. Fljót
... í guðanna bænum ..
Greatorex lá endilangur á ísnum,
þar sem þeir höfðu byrjað að höggva
vökina. önnur hönd hans var enn
kreppt að skapti axarinnar.
Hann er dauður, hugsaði Dahl með
sér ...
Framhald í næsta blaði.
Leikklúbbur æskunnar.
Framhald af bls. 15.
forniaður, Ernu Guðmundsdóttur
ritara, Grétari Hanssyni gjald-
kera og Jóni Ingvarssyni meðstjórn-
anda.
— Eruð ])ið í nokkrum tengslum
við erlenda aðila, sem við svipuð
verkefni fást?
— Það er varla hægt að segja
það, en óhætt er að ful'yrða, að við
gerum okkur far um að fylgjast sem
bezt með þvi, sem gerist f þessum
efnum utan landssteinanna.
— Að lokum langar mig að for-
vitnast um helztu framtíðaráforin
ykkar?
— Ja, framtiðaráformin eru auð-
vitað varla fyrir hendi enn þá, þar
sem við höfum verið að striða við
byrjunarörðugleika alveg fram að
þessu og höfum reyndar ekki enn
séð fyrir endann á þeim. Annars
má kannski telja það til framtíðar-
áforma, að við höfum mikinn hug
á, að fá aðstöðuna til leiksýninga
í Tjarnarbæ endurbætta eins fljótt
og auðið er, því að hún er vægast
sagt ekki góð. Þar vantar til dæmis
tilfinnanlega fullnægjandi búnings-
herberai og ýmislegt annað, sem
hverju leikhúsi er nauðsynlegt.
Einnig höfum við á prjónuniyn að
koma upp sæmilegu bókasafni um
leiklist og leikhúsmál að ógleymd-
um góðum leikritum, og ýmislegt
fleira höfum við i þankanum, en
liræddur er ég um, að vanefni komi
til með að há okkur og kunni jafn-
vel að standa talsvert fyrir fram-
kvæmdum.
— Vi'tu segja nokkuð sérstakt að
síðustu, Þorsteinn?
— Já, mig langar að lokum að
heita á alla okkur til stuðnings, þvi
að þessi viðleitni okkar stendur
og fellur með undirtektum almenn-
ings. Ég vona, að karlar og konur
geri sér það ómak að koma i Tjarn-
arbæ, þegar þar að kemur og njóti
þar skemmtilegrar og eftirminni-
legrar kvöldstundar.
Ég þakka Þorsteini Geirssyni góð
og greið svör, læt samtalinu lokið
og eins og góðum gestgjafa sæmir
fylgir hann mér til dyra. Um leið
og við kveðjumst, biður hann mig
fyrir alla muni að gleyma ekki að
geta þess, að ungt fólk, sem óskar
eftir að gerast meðlimir i Leik-
klúbbi Æskulýðsráðs, getur snúið
sér til einhvers i stjórn klúbbsins
eða skrifstofu Æskulýðsráðs og
fengið þar allar upplýsingar, sem
að gagni mega verða. Vikan skorar
á unga fólkið að bregðast skjótt og
vel við ti'mælum hins unga og dug-
lega formanns um leið og hún óskar
þess, að Leikklúbbnum megi vegna
vel í framtíðinni. G. A.
Gnangrið OétUr
GEGN H/TA >
OG KULDA
-5-20'
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum
í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bseði fyrir yður sjálfa og
þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er,
og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri
vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjargðtu . HafnarjirOi . Stmi 50975.
VIKAN 43