Vikan - 29.11.1962, Page 4
AIIDVELDARA
BÓKHALD HED
TAYLORIX
Vér erum umboðsmenn á Islandi fyrir
Taylorix Organisation í Þýzkalandi, en það
fyrirtæki er leiðandi þar í landi í skipulagn-
ingu bókhalds o. þ. h.
Taylorix gefur út um 200 mismunandi
„standard“ bókhaldseyðublöð og bendir á
þau tæki, sem hæfa hverri bókhaldsaðferð,
en að sjálfsögðu verður hvert fyrirtæki að
sníða sér stakk eftir vexti, er það velur sér
bókhaldsaðferð og þau tæki, sem við hana
eiga.
Taylorix hefir á boðstólnum alls konar
bókhaldstæki — allt frá handskriftartækj-
um til fullkomnustu bókhaldsvéla.
Bókhaldssérfræðingur vor mun fúslega
leiðbeina stofnunum og einstaklingum við
að skipuleggja bókhaldið og velja þær vél •
ar og tæki, sem við eiga hverju sinni.
Leitið nánari upplýsinga.
VÉLADEILD S.Í.S.
Kæri Póstur!
Ég er einn þeirra, sem lásu Mynd
sálugu á hverjum degi, og þótti
skarð fyrir skildi, þegar hún hætti
að koma út. Ég heyrði um daginn
ágæta vísu um Myndina, og hún er
svona:
Enn sem fyrr er öldin blind
á allt sem góðu lofar.
Það veit drottinn, það var synd,
þetta hvernig fór með Mynd,
hún sem var þó öllum flokkum ofar.
En mér þykir leitt að sjá, að þau
hin sömu blöð og ýmist þögðu Mynd
í hel eða lögðu illt til hennar, hafa
nú lagzt á hræið og tileinkað sér
margt af því, sem Mynd var með
nýtt. Mánudagsblaðið tók upp sjón-
varpsdagskrána, sem pólitísku blöð-
in þora ekki að vera með, Tíminn
tók að staðmerkja og dagsetja allar
sínar fréttir, líka þær, sem skrif-
aðar eru í Reykjavík, og sama blað
hefur nú tekið að birta auglýsingar
upp með forsíðuhausnum!
Getur enginn fengið að eiga neitt
í friði, jafnvel ekki eftir dauðann?
íþróttir og kallast íþróttamenn, að
það er tvennt ólíkt, íþróttamaður
eða íþróttamaður. Það er ekki nóg
að hafa atgervi íþróttamanns, það
verður líka að hafa anda hins sanna
íþróttamanns til að geta kallazt
íþróttamaður. Eitt það, sem verður
að krefjast af þeim mönnum, sem
vilja teljast íþróttamenn, er að þeir
kunni að bíða lægra hlut. Ef dæma
má af blöðunum, þá er þessum
íþróttaköppum ýmislegt ábótavant
í þeim efnum. Ég skal auðvitað ekki
segja, hvort það eru blöðin, sem
skortir íþróttaanda — mig langar
einungis til að uppræta þetta mein
hvar sem það er að finna. Þegar
íslenzk íþróttalið keppa við erlend,
keppast blöðin hér hvert í kapp við
annað við að finna íslenzka liðinu
eitthvað til málsbóta, hversu hrak-
smánarlegur sem ósigurinn hefur
verið. Ef svo óvenjulega fer hins
vegar, að íslenzka liðið vinni, þá
er hinn íslenzki sigur hafinn upp
til skýjanna sem íþróttaafrek ald-
arinnar. Ég vil að vísu taka það
HH.
-----— Ég verð að segja, að þau
blöð, sem tóku eitthvað upp eftir
Mynd, hafa gefið blaðinu visst
komplíment með því. Auk þess
veit ég ekki til, að Mynd hafi átt
nein einkaleyfi á þessum nýj-
ungum sínum, og það væri and-
skoti hart, ef ekki mætti apa
neitt af þessum nýjungum upp
eftir Mynd sálugu — andskoti
hart ef eitt hræ af blaði stæði
framförum og betrumbótum ann-
arra blaða fyrir þrifum. — Þessi
orð stæðu ekki hér á þessum
pappír, ef Gutanberg gamli hefði
verið látinn í friði með sína
prentvél eftir dauðann.
Kæri Póstur.
Hvernig stendur á því, að fólk er
of fínt til þess að klæða sig vel,
þegar kalt er? Ég hef verið að veita
því athygli, að í kuldunum í vetur
hafa karlmenn yfirleitt verið ■ í
blankskóm og frakka, í mesta lagi
með hatt og trefil, en annars með
rauðan háls, nef og eyru og vara-
herpu. Þeir sem hafa átt fína fingra-
vettlinga eða skinnhanzka hafa not-
að þá, aðrir gengið með berar, rauð-
ar og bláar krókloppur. Og kven-
fólkið tiplar um í pilsum, sem ná
niður að hné, nælonsokkum utan
yfir litskrúðugum fótleggjunum,
sem annars gætu verið fallegir,
stuttjökkum, flegnum að framan
með skýluklút.
Hvar eru nú íslandsúlpurnar, sem
voru svo vinsælar hjá kvenfólki og
karlmönnum hér fyrir skemmstu?
Einn, sem fer ekki úr úlpunni.
—------- Alveg sammála. Annars
hef ég dálítið gaman af þessum
lúmsku auglýsingum, sem smeygt
er inn í „Póstinn“ stöku sinnum.
íþróttaunnandi ...
Kæri Póstur.
Mig langar til að benda þeim
mönnum, sem vilja kenna sig við
—- Ekki nota sporana. Hann
kitlar.
— Vertu ekki svona andskoti
lofthræddur, maður!