Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 5
jmiWM
fram, að íslenzkir ahorfendur hafa
stórum batnað hvað þetta snertir,
og virðast þeir orðið kunna að meta
það, sem vel er gert, hvort sem land-
inn er þar að verki eða ekki. En
blöðin -— nei, þau sætta sig aldrei
við íslenzkan ósigur eins og sigr-
uðum sæmir. Erlent lið þarf að
standa sig með afburðum vel til
að fá lof blaðanna.
En aðaltilefni þessara skrifa
:minna er samt flennifyrirsögn á-
samt greinarkorni í Vísi fyrir
skemmstu. Var þar til umræðu ein-
hver körfuknattleiks-landsleikur (að
■ég held), sem reyndar var aldrei
háður vegna tafa. En íþróttamenn-
irnir okkar létu hafa það eftir sér,
,að þeir HEFÐU unnið leikinn með
,svo og svo miklum stigamun, ef
leikurinn hefði farið fram. Þarna
fannst mér fyrst kasta tólfunum.
Menn, sem láta hafa slíkt eftir sér
og telja sig íþróttamenn, kasta rýrð
■ á alla íþróttamennsku. Yfirlýsingar
sem þessar eru langt fyrir neðan
virðingu þess, sem vogar að kalla
sig íþróttamann. Mér finnst það
beinlínis grundvallarkrafa, að í-
þróttamaður virði og meti andstæð-
ing sinn og kunni að taka ósigri eins
■ og manni sæmir.
Með kærri þökk fyrir birtingu.
Lómi.
Jólasálmarnir og
börnin ...
Kæri Póstur.
Senn líður að jólum, og börnin
eru strax farin að hlakka til. Ég
var svolítið að spekúlera í jólunum
í gærkvöldi og datt þá í hug svo-
lítið, sem ég hef alltaf viljað koma
á framfæri, en aldrei lagt í fyrr
■en nú.
Það eru blessaðir jólasálmarnir
okkar. Mér finnst satt að segja, að
það sé illa farið með blessuð börn-
in okkar að bjóða þeim upp á þessa
sálma, sem hvað mest eru sungnir,
og eru þá efst á baugi „Heims um
ból“ og ,,í Betlehem er barn oss
fætt“. Ég á ekki við sjálf lögin —
þau eru ágæt, hátíðleg og auðlærð
hverju barni. En það eru textarnir
— — ég efast satt að segja um að
meðalgreint fullorðið fólk geti túlk-
að textana við þessi jólalög, og finnst
mér þar af leiðandi fjári hart að
bjóða börnunum slíkt. Að vísu má
kannski segja, að textinn skipti ekki
mestu fyrir barnið, en ég verð að
segja, að sálmurinn gæfi barninu
óneitanlega meira gildi, meiri fyll-
ingu, ef það skildi hann og hefði
ánægju af. En ég þori að veðja, að
það skilur ekkert barn undir tólf
ára aldri að fullu textana við þessi
tvö vinsælu jólalög.
Væri ekki ráð að búa til auð-
skilda texta við þessi ágætu lög,
þannig að börnin trítluðu ekki á
hverjum jólum í kringum jólatréð
kyrjandi lög fullum hálsi við texta,
sem þau botna hvorki upp né nið-
ur í.
Jólin eru hátíð barnanna, en
þarna finnst mér einmitt börnunum
misboðið.
Mamma.
Aur og þvottur.
Kæri Póstur.
í dálkum þínum hefur verið
minnst á mörg vandamál okkar þjóð-
félags,og hefur það að því er virð-
ist oft orðið til þess, að þeir, sem
ráða eiga bót á vandamálunum
hafa rumskað við. Nú vildi ég biðja
þig að koma því á framfæri við
bæj aryfirvöldin, að þau komi upp
bílaþvottaplönum víðar en nú eru
til. Eg held, að ég fari með rétt mál,
að engir aðrir eigi bílaþvottaplönin
í Reykjavík en olíufélögin, og þeirra
plön eru oftast full, þegar manni
ríður mest á að geta þvegið bílinn
sinn. í haust, þegar drullan á göt-
unum náði upp á miðjar felgur, og
maður gat ekki ekið hálfan dag án
þess að ■ skíta bílinn svo mikið út,
að ekki sá í lakkið, — ekki einu
sinni á toppnum, — var hvergi hægt
að komast að á þvottaplani nema
með langri bið. Mér finnst það vera
skylda bæjarins, meðan ekki er
hugsað betur um göturnar en nú
er gert, að sjá okkur fyrir sóma-
samlegum þvottaplönum víðar en er
og stærri en eru yfirleitt á þessum
plönum og heilli slöngur en þessar,
sem þvo mann sjálfan fremur en
bílinn.
Snarfari.
TMá ég leggja þér ráð? Fáðu
þér drullusokka á bílinn, vatns-
fötu og góðan kúst — vandamálið
leyst.
Hart ... hratt ...
Kæra Vika.
Ég ætla að biðja þig um að gjöra
svo vel að koma á framfæri fyrir
mig spurningu til fræðsluyfirvald-
anna, sem ég hef velt mikið fyrir
mér.
Ég á lítinn strák, sem er að læra
að lesa í barnaskóla, og að sjálf-
sögðu hjálpa ég honum heima við
að stafa og lesa undir skólatímann.
Hann hefur fengið með sér lestrar-
bók, útgefna af Ríkisútgáfu náms-
bóka, sem öll börn eiga að nota
og læra eftir.
Mér dettur ekki í hug að halda
því fram, að ég sé öðrum fremur
vel að mér í íslenzkri málfræði eða
stafsetningu, en þó hef ég ekki
komizt hjá því að taka eftir a. m. k.
einni meinlegri og ljótri villu í
þessari virðulegu bók, sem ég hef
hvað eftir annað staðnæmzt við og
tekið mér tima til að leiðrétta við
son minn. Þessi sama villa er end-
Framhald á bls. 49.
Jfekk
Austurstræti 14.
Sími 11687.
Kelvinator
Áratuga reynsla tryggir yður óvið-
jafnanlegan kæliskáp að ytra útliti,
hagkvæmni og notagildi. - Hagsýnar
húsmæður um víða veröld velja
KELVINATOR kæliskápinn.
6 og 7.7 cub.ft. fyrirliggjandi. 5 ára
ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum
hlutum skápsins. - Viðgerða- og
varahlutaþjónusta að Laugavegi 170.
Sími 17295.
AFBORGUN ARSKILMÁLAR.