Vikan - 29.11.1962, Síða 12
HARAKIRI
OG
HANAAT
• strákunum og kveiktu í slgarettun-
um fyrir þá. VitS spurðum, hvort
þeim fyndist þetta ekki leiðinlegt
starf, en þær sögðu að þetta væri
aðalatvinna margra kvenna áður
en þær giftust, eftir það sæktu þær
aldrei skemmtistjaði. Þeiim fannst
það vera sérstakur heiður fyrir
okkur að strákarnir skyldu taka
okkur með.
Vændi er leyft i Japan og virðist
mikið stundað eftir kl. 10. Á kvöld-
in eru sett upp neon-skilti fyrir
utan vændishúsin og miðum dreift
til vegfarenda á aðalgötunum.
Evrópustúlkan verður skelfingu
lostin að komast að raun um, hversu
konan er metin lágt.
Ég dvaldist í Japan um jólin og
nýjárið. Jápanir eru afskaplega
Olga Ágústsdóttir, höfundur
trúræknir, þeir eru flestir Búddha-
trúar og halda ekki hvíldardaginn
Iiátíðlegan né jólahátfðina. Við fór-
um að verzla á jóladag, en verzlan-
ir eru opnar alla daga vikunnar til
10 á kvöldin. í einstaka verzlun
mátti sjá lítilf jörleg jólatré með
glingri, ananrs var eins og þeir
hefðu ekki hugmynd um að það
væru jól.
Nýjárið er þeirra liátið og þá
fara allir í musterin. Börnin eru
klædd í kimono og allar stúlkurnar
með blóm í hári. Yfir hverjum hús-
dyrum er sveigur úr sefi og bambus
og í liann fesíar mandarínur. Þetta
greinarinnar, með gamla pagóðu í baksýn.
á að tákna góðæri heimilisins.
í musterunum hafa munkarnir
ekki við að skrifa bænir fyrir fólk,
en bænirnar selja þeir fyrir nokkra
skildinga. Bænunum er svo fleygt
í kassa með óskaplegu muldri, en
þeir sem rómantískari eru, festa þær
í trjágreinarnar í musterisgarðinum.
Reykelsisilmurinn barst að vitum
okkar og bjölluhljómur munkanna,
ásamt bænamuldri, fyllti loftið. Við
vissum ekki hvað við áttum að gera,
en gættum þess að vanvirða ekki
he'gistaðinn. Við gengum upp þrep-
in á aðalmusterinu, en héldum svo
kyrru fyrri, þar sem allir tóku af
sér skóna. Ég gægðist inn um
gluggann á einu herberginu. Þar
sátu konurnar á hnjánum fyrir
framan ættartöflurnar, hneigðu sig
í sífellu um leið og þær gengu aftur
á bak út úr herberginu. Mér fannst
þetta ósköp skrítið a’lt saman og
afar ólíkt jólamessunni i Dómkirkj-
unni heima.
Ég Iiafði litla hugmynd um Filipps-
eyjar, vissi að þær lágu skammt frá
Borneo og síðan ekki söguna meir.
Fyrstu kynnin voru þau, að hitinn
jókst að mun og siglt var upp að
strönd vaxinni þéttum frumskógi.
Einstaka fleytur bar fyrir augu.
Það voru trjábolir, holir að innan,
með bambusstöngum þvert yfir til
þess að fleytan héldi jafnvægi, og
réru þeim 1—2 malajar.
Þega skipið lagðist að hafnargarð-
inum, var þar fyrir múgur og marg-
menni, sem lirópaði, æpti og öskr-
aði. Bærinn hét Tacloban. Hann
kom mjög við sogu á stríðsárunum,
])egar Mac Arthur gerði innrás sína
í Japan, og hefur verið reistur þar
stór minnisvarði. Tvisvar hefur bær-
inn eyðzt af eldi og verið endur-
byggður, ef svo mætti kalla það,
því fljótt á litið leit hann út eins
og hrófatildur.
Kofarnir voru byggðir úr pálma-
blöðum og sefi, og stóðu á fjórum
fótum. Undir þeiin var s\o venju-
legt að sjá stórar gyltur með fjölda
grísa og hænsn, sem virtust vera
helzta fæða bæjarbúa.
Á markaðstorgi.
Eftir að hafa náð i „taxa“ eða
asnakerru með ökusveini, var hald-
ið á markaðstorgið. Þar var líf og
fjör í tuskunum og kenndi margra
grasa. Tannlausar kerlingar með
munninn eldrauðan af betel sátu
flötum beinum á götunni og buðu
strámottur til kaups. Hænsnin lágu
i kippu á götunni, bundin saman á
fótunum og virtust vera dauð, en
ef spyrnt var við þeim með fætinum
kom í Ijós að þau voru bráðlifandi,
börðu vængjunum og görguðu.
Skammt frá var kona að selja hæn-
urnar reyttar, hún sleit af þeim
lifandi eina og eina fjöður, og
draup blóðið af veslings fuglinum.
Þar sem vefnaðarvara var seld
höfðu eigendurnir gerzt þreyttir í
hitanum og lágu og sváfu eins og
hráviði innanum rósótta strang-
ana. Þeir voru sarnt furðu fljótir
að ranka við sér ef einhver nálg-
aðist.
Margvíslegir ávextir fengu vatnið
til þess að koma fram í munninn,
en þegar komið var þangað sem
kjótið var selt, dró heldur úr lyst-
inni. Þar var flugnasveimurinn
svo þéttur að vart mátti sjá í kjöt-
ið og karlarnir stóðu gleiðbrosandi
með miklar sveðjur á lofti og brýndu
af kappi. Einn góður vinur minn
sagði frá því scinna, að hundakjöt
væri oft borðað i veizlum og þætti
hið mesta hnossgæti.
Mikið fjör var i viðskiptum, prútt-
aði hver sem betur gat, æpti og
öskraði.
Fal egar stúlkur og blóð-
heitir „gæjar“.
Þcgar kvölda tók var haldið á
Framhaid á bls. 41.