Vikan


Vikan - 29.11.1962, Page 25

Vikan - 29.11.1962, Page 25
Ett af mínum „hobbíum“ er söfnun og ræktun fiska í fiskakerum. Ég eyði talsverðum tíma og dálitlu fé í þetla. Ég hefi aðstöðu til að fá töluvert úrval fiska og nauðsynleg tæki erlendis frá. Helztu tækin eru: hitamælar, litlir háfar, loftdælur og síur (filterar), hitunartæki og hitastillar (thermostat) og fiskakerin sjálf. Einnig þarf efni í síurnar, bæði glerull og viðarkol. Gullfiskarnir þurfa mikið svigrúm, og mikið af góðu súrfenisríku vatni. Ef matargjöf er stillt í hóf, og rúmgott er hjá þeim, þá eru miklar líkur fyrir því að gullfiskarnir nái fjögurra til sex ára aldri. Gefa verður gullfiskunum einu sinni á dag, helzt á morgnana, en aldrei meir en svo að þeir éti allt upp, á tíu til fimmtán mínútum. Allur matur sem skilinn verður eftir, fellur á botninn og skemmist. Ef þessi úrgangsmatur er ekki sogaður upp af botninum á ein- hvern máta, þá eitrast vatnið brátt og drepur allt líf í kerinu. Sé vatnið orðið gruggugt, þá er öruggt að matargjöfin er meiri en fiskarnir fá torgað. Til að auka súrefnismagn vatnsins verður að skipta um vatn á þriggja daga fresti, eða nota loftdælu og síu til að hreyfa vatnið og hreinsa það. Þegar fiskarnir hanga við og í vatnsskorpunni og gapa, er það vegna þess að vatnið er súrefnissnautt. Margar tegundir af gullfiskamat eru á markaðinum, og sennilega allar jafn góðar, muna verður aðeins eitt, og það er, að varast veröur ofgjöf. Meðan gullfiskarnir eru litlir, er vel hæfilegt að í tuttugu litra keri rúmist fjórir til fimm fiskar, það er fjórir lítrar fyrir hvern fisk. Þetta á við fiska sem eru ekki stærri en fjögurra cm langir. Stærri fiskar þurfa miklu meira rúm. Hitastigið á vatninu má vera frá 16 til 22 gráða heitt á Celsius, eða heldur lægri en venju- legur stofuhiti. Þó hitinn sé hafður éinni gráðu lægri eða hærri en þetta, sakar það gullfisk- ana ekkert. Allir fiskar eiga þó bágt með að þola snögg hitaskipti, og þess vegna ætti að varast að staðsetja fiskakerin í nánd við ofn eða í gluggakistu. 1 gluggakistunni hitar sólin vatnið um of að deginum. Glugginn er ef til vill hafður opinn yfir nóttina. Þetta getur orsakað meir en tíu gráða hitabreytingu og það er alveg nóg til að veikja mótstöðuafl fiskanna gegn alis konar pestum. Sólarljósið er hins vegar nauðsynlegt fyrir gullfiska eins og ailar aðrar lifandi verur. Ágætt er því að láta kerin standa þar sem sólin fær skinið á þau einhvern hluta úr deginum. Þeim mun stærra sem kerið er, því stöðugra hitastig verður á vatninu, það er að segja ef kerið er fullt. En svo er einnig hægt að nota hitunartæki og hitastilli til að haida stöðugum varma, og er það mjög nauðsynlegt yfir vetrartímann. Hrygnan er stutt og sver, og hængurinn er lengri og mjóslegnari. Um hrygningartímann, sem er fyrripart árs, koma hvítar smáörður, á stærð við prjónsodd á tálknplöturnar á hægn- um. Hrygnan gildnar öll þegar hún fyllist af hrognunum. Hrygnan velur helzt plöntur sem hafa mjúk blöð, svo sem vatna „hýasintur“ með löngum rótum, eða „fjölblaðajurt" (Myriop- hylium) og límir hrognin á þau. Hrognin klekjast svo út á fjórum dögum til viku. Hrognin em gul á lit. Til hrygningar er gott að hafa 35 til 40 lítra ker. Foreldrarnir hafa tilhneyg- ingu til að éta hrognin og jafnvel ungana sína. Flytja verður því annaðhvort ungviðin eða foreldrana yfir í annað ker strax eftir að hrygnan hefur gotið. Fæstir gullfiskar ná fullorðins aldri. Það er vegna þess sem áður er sagt, matargjöfin er of mikil og svigrúmið of lítið. Fullvaxinn fiskur getur orðið allt að því 25 cm langur. Þó er þetta misjafnt, því margar tegundir eru til af gullfiskum. Mörg tegundanöfn væri hægt að nefna, en hér nægir að nefna fimm af þeim. Þær em: halastjömur, Ijónshöfðar, Shubimkis, svartir márar, Fantails. Gullfiskar eru falleg dýr og verða þeir fljótt hændir að manni. Þegar maður nálgast kerið, þá synda þeir upp á yfirborðið og vonast eftir matarbita, ánamaðki eða öðru góðgæti. Var- ast ber að gefa þeim stóra maðka. Gullfiskarnir virðast alltaf vera svangir, og gleypa hvað sem til fellur. Stórir bitar geta því hæglega staðið í þeim. Ekki má heldur láta unga fiska, eða fiskategundir af svo litlum stærðum að gullfiskarnir gætu hæglega gleypt þá, í sama ker, því að aliir stærri fiskar hika ekki við að narta í og jafnvel magagleypa sér minni Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.