Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 26
ÞESSAR MYNDIR VÆRI VAFALAUST
HVERGI HÆGT AÐ TAKA
NEMA Á ÍSLANDI.
ÞÆR SÝNA ÞÁ STÓRKOSTLEGUSTU
UMFERÐARÓMENNINGU,
SEM NOKKURS STAÐAR ER TIL —
DAUÐADANSINN Á GÖTUNUM.
ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KENNA
FÓLKI AÐ GANGA.
KUNNA
EKKI
iiíwííiíS'-
SÍNUM
Það er eins og það sé hreint alveg sama, hve oft og mikið er
rætt og ritað um þá furðulegu umferðarómenningu, sem liér er
í Reykjavík, og þá sérstaklega hjá gangandi fólki. Ráðstafanir
til að betrumbæta það ástand, sem ríkir í þessum mólum hafa
engar verið gerðar, og ekki er að sjá að neinar slíkar fram-
kvæmdir séu í undirbúningi. Umferðarslys verða svo til á hverj-
um degi í bænum, og oftast er það gangandi fólk, sem verður
fyrir slysum eða er orsök til þeirra. Þau dauðaslys, sem hér
verða í umferðinni, verða einnig oftast á gangandi fólki, og
þá helzt að börn verða fyrir þeim,því að þau hafa ekki haft
tíma til að læra þá furðulegu íþrótt, sem fullorðna fólkið stund-
ar alla daga, — að dansa dauðadans milli bílanna á götunni.
Það er með umferðarmenningu — eins og alla aðra menningu
— að hún er ekki ásköpuð, heldur verður að lærast, og hér á
landi er óhætt að segja að slík kennsla sé hvergi fyrir hendi.
Það tekur því varla að mínnast á þær örfáu stundir, sem sumir
barnaskólar hafa til að kenna börnum umferðarmál, og önnur
göngukennsla er ekki til, enda ber umferðin því greinilegt vitni.
Öll áherzla virðist á það lögð hjá lögreglunni að tukta til
þá sem hafa lagt í það vafasama fyrirtæki að aka bílum hér á
götunum, kenna þeim, amast við þeim, skamma þá, kæra þá,
dæma þá og hver veit hvað. Og ef bíll og maður rekast saman,
þá er það fyrirfram vituð staðreynd að það er allt saman
bílstjóragarminum að kenna, — sama hvers konar indíánadans
sá fótgangandi hefur dansað í kringum bílinn.
Það er orðið eitt af stærstu og ábyrgðarmestu hlutverkum
bílstjóranna hér í bæ að bjarga mannslífum.án þess að fá nokkur
lietjulaun fyrir, og lítið ekur sá maður eða kona,sem ekki getur
stært sig af því með góðri samvizku að hafa bjargað tugum
mannslífa með því að hafa vit fyrir götudönsurum bæjarins.
Kunningi minn einn hefur sagt mér frá því, er hann var
staddur í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, að hann stóð
við fjölfarin gatnamót og beið eftir grænu ljósi til þess að komast
yfir. Bílarnir geystust framlijá á fullri ferð, stórir og þungir
vöruflutningabílar og minni bílar á milli. Þegar augnablikshlé
varð á umferðinni, hljóp drukkinn negri út á götuna og ætlaði
sýnilega að freysta þess að komast yfir. Hann var ekki kominn
nema hálfa leið, þegar hann hrasaði og datt á götuna. Geysi-
stór flutningabíll kom á fleygiferð og stefndi á hann. Hann var