Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 28
AÐ KUNNA EKKI
FÓTUM SÍNUM
FORRÁÐ
samt það langt í burtu að bílstjórinn hefði
getað stanzað áður en hann kom að mann-
inum. Bíllinn hægði aðeins á sér, en þegar
það nægði manninum ekki til undankomu
— ók hann yfir manninn, sem lézt á stund-
inni.Bíllinn ók áfram þar til hann kom að
útskoti í veginum, og þar stanzaði hann fyrst.
Bílarnir, sem á eftir komu, óku áfram eins og
ekkert hefði í skorizt, og flestir yfir lík
mannsins. Þegar grænt ljós kom á gatna-
mótin, hljóp lögregluþjónn til og dröslaði
líkinu yfir á gangstéttina, þar sem það var
svo hirt síðar, — en umferðin hélt áfram
eins og ekkert hefði í skorizt.
Lögregluþj ónninn sagði kunningja mínum
að sennilega mundi bílstjórinn ekki verða
sakaður um neitt, því ef hann hefði stöðvað
bíl sinn til þess að maðurinn kæmist yfir
götuna, hefðu yfirgnæfandi líkur verið fyrir
því að stórkostlegt slys hefði orðið þarna,
þegar bílarnir, sem á eftir komu, hefðu
ekið hver á annan. Sennilega hefði bílstjór-
inn með snarræði sínu — að aka yfir mann-
inn — bjargað mörgum mannslífum.
Hér í Reykjavík hlaupa menn þvert fyrir
bíla, hvenær og hvar sem er án þess að
hugsa sig um tvisvar, bara ef þeir halda að
það sé þægilegra að ganga á gangstéttinni
hinum megin við götuna, — eða jafnvel
bara að gamni sínu. Þessi saga frá Banda-
ríkjunum var ekki sögð alveg út í bláinn.
Það hefur komið fyrir oftar ,en einu sinni
og oftar en tvisvar, að gangandi fólk hefur
hlaupið fyrir bíl og valdið með því slysi á
öðrum, þegar vesalings bílstjórarnir hafa
gripið til örþrifaráða til að forða slíkum
línudönsurum frá bráðum bana.
Sjálfur hef ég þurft að aka á annan bíl
með vilja, aðeins til að forða óforskömmuð-
um drengrindli frá slysi. Piltunginn þóttist
eiga allan heiminn og gott betur, og gekk
í veg fyrir bílinn við gatnamót í glóandi
hálku, ■— í brekku þar að auki. Og hann
var hreint ekkert að flýta sér. Ef hann
hefði gengið aðeins greiðara yfir götuna,
hefði ég komist hjá nokkur þúsund króna
útgjöldum, en honum lá ekkert á.
• Svo hló hann á eftir, þegar hann sá hvern-
ig komið var. Þegar slíkt kemur fyrir er
engin furða þótt maður verði máttlaus af
reiði. Og svo er vitanlega vita-tilgangslaust
$jij| að kæra slíkt fólk, því að það er ávallt í
rétti. Bílstjórar eiga alltaf að vera barnapíur
, fyrir vesalings fólkið, sem aldrei kann fót-
um sínum forráð.
Ekki 'svo að skilja að þeir, sem aka bílum,
sé neitt betri en aðrir, þegar þeir fara gang-
andi út í umferðina. Þá skipta þeir um ham
á samri stundu, og formæla öllum bannsett-
um bílstjórapeyjum, sem halda að þeir eigi
alla götuna.
Og satt er það að ekki eru allir bílstjórar
heldur algjörir englar í akstri, — en- það er
þá bara þeim sjálfum fyrir verstu, því þeir
fá þá fyrr eða síðar að kenna á því.
Þetta ástand í umferðarmálum er algjör-
lega óþolandi, og á því er rnjög brýn nauð-
syn að eitthvað sé gert til þess að bæta úr
því. Það er ekki nóg að tala og skrifa, en
það getur kannski hjálpað til. Það verður
að segjast að þarna á lögreglan svo til alla
sök, því það er eins og lögregluþjónar loki
viljandi augum fyrir öllum brotum gangandi
fólks á umferðalögum. Þó eru slíkar reglur
til, en aldrei hirt um að fara eftir þeim, né
sjá um að þær séu haldnar. Það er rétt, að
það kostar mikla vinnu, fyrirhöfn, útgjöld,
þolinmæði og alls konar reks og umstang.
En til þess eru reglurnar, og til þess er lög-
reglan, að þetta sé öðruvísi en raun er á.
Það er ekki nóg að hamast í nokkra daga
í einu og „leiðbeina" fólki um það hvernig
Framhald á bls. 51.