Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 29
Það kom sorpbíll með tveimur
mönnum akandi eftir veginum, og
ég leit, líklega í hundraðasta skipti,
á armbandsúrið. Klukkuna vantaði
þrjár mínútur í tíu. Eftir nákvæm-
lega fimm mínútur mundi Fidel
Castro aka hér fram hjá á leið til
skrifstofu sinnar.
Það voru því varla tíu mínútur
þar til bíll hans mundi vera kominn
í rúst og allir í honum orðin blóð-
ug lík, sundurtætt af vélbyssuskot-
hríð og handsprengjum.
Hver taug í líkama mínum var
þanin til hins ítrasta þar sem ég
stóð og beið í byggingu einni gegnt
Balalaika-veitingahúsinu í Havana.
Ég var einn af þeim sex mönnum,
sem stóðu að því, að gera þessa ferð
Castro að hans síðustu. Fremsti
maðurinn í hreyfingunni var Ceri-
ello — mér er óhætt að nefna nafn
hans núna, því að hann er dáinn
og átti enga ættingja á Kúbu, sem
yrðu látnir gjalda verka hans. Næst-
ir honum voru Ramon og Carmina,
ég var sá fjórði, og síðan tveir fyr-
ið neðan mig. Við stóðum þarna
sex í röð, þrír mín megin á götunni
og hinum megin aðrir þrír, og bið-
um eftir manninum, sem við vild-
um feigan.
Ég brýndi fyrir sjálfum mér að
hugsa um Salvador og að minnast
hundruðanna, sem látið höfðu lífið
fyrir skothríð Castromanna, þús-
undanna, sem þjáðust, og framtíð
ættlands míns — minnast alls þessa
og hika hvergi.
Salvador var bróðir minn. Fyrir
rúmu ári síðan hafði hann verið
skotinn af liðsmönnum Castro, þeg-
ar hann ásamt fleirum, sem höfðu
verið handteknir, reyndi að flýja
á leið til fangelsisins. Þeir vissu
allir, að éftir að þangað væri kom-
ið, ættu þeir ekki afturkvæmt,
hvort sem þeir væru sekir eða
saklausir.
Þeir hefðu verið þvingaðir til að
játa eitthvað á sig, hvað sem var,
til að losna við þær pyndingar, sem
allir voru beittir, sem ekki fengust
til að viðurkenna þátttöku sína í
uppreisninni gegn Castro og stjórn
hans. Bróðir minn og fleiri reyndu
því að komast undan, en voru
sundurskotnir af vélbyssuskothríð
á flóttanum.
Ég leit aftur á klukkuna. Nú var
hún að verða tíu, og ef upplýsingar
okkar væru áreiðanlegar og hægt
væri að treysta stúlkunum þremur
frá miðstöð uppreisnarmanna, sem
njósnuðu fyrir okkur, ætti Castro
að vera væntanlegur á hverri
stundu.
Nú máttu engin mistök koma
fyrir, þetta varð að takast í þetta
sinn. Síðasta tilraun, sem gerð hafði
verið í nóvember síðastliðið ár,
hafði mistekizt, og þeir, sem ekki
höfðu látið lífið í þeirri viðureign,
höfðu allir náðst seinna.
Nú kom lögreglubíll eftir þröngri
götunni og frá felustað mínura gat
ég séð ökumanninn og lögreglu-
mann við hlið hans, en í aftursæt-
inu voru tveir menn, sem höfðu
nánar gætur á umhverfinu meðan
bíllinn mjakaðist áfram. En þeir
urðu ekki varir við neitt.
Nokkrum sekúndum síðar kom
lögreglumaður á mótorhjóli og í
kjölfar hans birtist svarti, gljáandi
bíllinn með kúbanska fánann blakt-
andi á krómaðri stöng framan á
bílnum.
Við stýrið sá ég skeggjaðan öku-
mann í móbrúnum einkennisbún-
BANA-
TILRÆÐI
VIÐ
CASTRO
EFTIR
PORFIRIO FLORES
FIDEL CASTRO ER AF MÖRGUM HYLLTUR SEM
BJARGVÆTTUR ÞJÓÐAR SINNAR. EN ÞAÐ ERU
AÐRIR KÚBUBÚAR, SEM BERA TIL HANS BEISK-
AN HATURSHUG, OG ÞANN NÍUNDA APRÍL Á
ÞESSU ÁRI GERÐI LÍTILL HÓPUR MANNA,
VOPNAÐUR VÉLBYSSUM, TILRAUN TIL AÐ
BINDA ENDI Á EINVELDI HANS.
ingi og hjá honum sat hávaxinn
maður og hvíldi olnboga á hnjám
sér. Ég gat ekki séð hendur hans,
en þær héldu án efa á byssu.
í þessari fjarlægð gat ég ekki
séð inn í aftursætið, en ég vissi að
þar hlaut Castro að vera með ein-
um eða tveimur lífvörðum sínum.
LAUNSÁTUR.
Ég hafði aldrei áður drepið mann,
þó að ég hefði tekið þátt í bardög-
um uppi í hálendinu, þegar ég til-
heyrði liði Castro. Það getur verið
að ég hafi þá orðið manni að bana
án þess að vita það. Það var þá
skotið úr launsátri, oft í myrkri og
ekki víst hvern maður hitti.
En hér gegndi öðru máli. Hér
stóð ég sem einn hlekkur í þeim
hópi, sem hafði það að markmiði
að myrða einvald Kúbu, manninn,
sem hafði lofað þjóðinni nýju og
betra lífi, en sem hafði, að okkar
dómi, gert hið gagnstæða og reynzt
verr en sá, sem hann hafði steypt
af stóli.
Ég horfði á bílinn nálgast vissan
stað, sem að vísu var ómerktur á
veginum, en þess betur merktur
í hugum okkar — það var staðurinn
þar sem bíllinn hafði farið fram
hjá fyrstu tveimur mönnum okkar
og nálgaðist tvo þá næstu. Báðir
hóparnir áttu nú að byrja skothríð-
ina.
Ef eitthvað færi öðru vísi en ætl-
að var, ef bíllinn yki hraðann og
reyndi að komast frá okkur, átti ég
að beina skothríðinni að framrúð-
unni, maðurinn á móti mér átti að
miða á framhjólin, en mennirnir
bak við okkur, sem stóðu lengra
upp með veginum, áttu með öllum
ráðum að stanza bílinn, ef okkur
tækist það ekki.
Vinnan var vel skipulögð. Á papp-
írnum átti Castro engrar undan-
komu auðið, á pappírnum var
dauðadómur hans augljós.
Nú kom bíllinn á þann hluta veg-
arins, sem við kölluðum marka-
línuna. Ég leit á klukkuna og hún
var eina mínútu yfir tíu, og þá
dundi skothríðin yfir. Bíllinn jók
hraðann og barðist áfram eins og
villtur hestur við að slíta af sér
tauminn.
Ég miðaði ekki á neitt, en skaut
í gegnum rimlagirðinguna, sem ég
stóð bak við. Ég gat næstum fylgt
gneistunum með augunum þegar
þeir hæfðu bílinn. Allt í kringum
mig þrumaði skothríðin.
Bíllinn beygði til vinstri og lenti
á byggingu við götuna, kastaðist
aftur frá henni og slangraði eftir
veginum, en komst loks aftur á
réttan kjöl.
Nú miðaði ég nákvæmlega á
gluggann við baksætið.
Nú hugsaði ég um allar þær
ráðagerðir, sem við höfðum verið
með, um að losa Kúbu við Fidel
Castro, reyna að koma aftur lagi á
það öngþveiti, sem hann hafði verið
valdur að, og ég hleypti af byss-
unni með þeirri einu kaldrifjuðu
hugsun: að drepa.
Ég hafði verið í mínu öðru föð-
urlandi, Haiti, þegar ég hafði feng-
ið boð um að koma til þeirrar borg-
ar í Guatamala, sem ber sama nafn
og ég —- Flores.
„Romon Lozana og Jose Cabezas
verða á leið frá Gonaives til Puerto
Cabezas annað kvöld með tundur-
spilli úr stríðinu, sem hefur verið
breytt," sagði Pauline Ceriello við
Framhald á bls. 44.
YIKAN 29