Vikan


Vikan - 29.11.1962, Page 33

Vikan - 29.11.1962, Page 33
Hvíta-Li, hún talaði hins vegar um Svarta-Li. Ég sá í gegnum hana: Hún lagði sig eftir — ef ekki elsk- aði — Svarta-Li. Hana langaði að vefja honum um fingur sér, gera hann að öryggisventli sínum. Gæti hún krækt sér í einhvern „betri“, myndi hún láta hann sigla sinn sjó. En fengi hún aldrei betri kosta völ, gæti hún að lokum gert hann að lífsförunaut sínum. Þetta fannst mér einhvern veginn, ég neytti samt ekki tækifærisins til að koma þeim saman á ný. Að réttu lagi hefði ég átt að fara svo að, en mér fannst of vænt um Svarta-Li, fannst hann verðskulda að kvænast himneskri gyðju. Hjartað í brjósti mínu barðist eins og trumba, þegar ég fór frá henni. Hvert hafði Hvíti-Li farið? Fyrir engan mun mátti ég segja bróður hans frá þessu. Hann kynni að auglýsa þegar í stað eftir honum í blöðunum. En mér yrði heldur ekki rótt, ef ég segði honum ekki frá því. Var ekki of mikil áhætta að finna hann ekki? Jú, það gat ekki gengið. Þegar ég kom að skrifstofunni, heyrði ég hann var að raula eitt- hvað fyrir innan. Hann raulaði aldrei nema hann væri sérlega glað- ur. En það sem hann var vanur að raula voru ekki almennileg kvæði, heldur einhver hendinga- brot sem gátu verið úr hvaða vísu sem var: Djúpri inni í dyngjunni drósin bíður jöðum skrýdd, enginn finnur saur á hennar faldi. En þetta sinn var það eitthvað annað. Ég lagði við eyrun, hann var að æfa sig að syngja úr sálm- unum. Hann hafði ekkert lageyra, kom í sama stað hvaða lag það var, þau hljómuðu öll eins í hans eyrum. Auðvitað var það ævinlega sama lagleysan sem hann söng. Hvað sem því leið, var hafið yfir allan vafa að hann var í sérlega góðu skapi. Af hverju lá svona vel á honum? Hann flýtti sér að leggja sálma- bókina til hliðar, þegar hann sá mig koma inn og sagði himinlif- andi: „Þú komst eins og kallaður, ■ég ætlaði einmitt að fara að finna þig. Bróðir var hérna rétt áðan. Fékk lánaða þúsund dali. Minntist ekki á að skipta, ekki einu orði.“ Augsýnilega hafði hann ekki spurt, til hvers þessir peningar voru ætlaðir. Annars væri hann ekki svona sæll. Hann skipti sér ekki af, hvað bróðir hans aðhafðist, bað hann aðeins að búa áfram með sér. Eins og hann væri ugglaus um, hversu hættuleg áformin kynnu að reynast, aðeins ef þeir skildu ekki skiptum. Þetta gat ég séð mjög ljós- lega. „Bænirnar flytja fjöll,“ sagði hann með þunga, „undanfarna daga hefi ég daglega beðizt fyrir, enda minntist bróðir ekki á það. Þó hann henti peningunum í sjóinn, ætti ég þo alltjent eftir bróður." Ég stakk upp á við drykkjum sitt staupið hvor af „lienhvabæ" eins og við vorum vanir. Hann hristi brosandi höfuðið: „Þú mátt drekka, ég fæ mér te til samlætis, ég er far- inn í vínbindindi." Ég drakk ekkert vín, þorði held- ur ekki að segja honum ég hefði leitað bróður hans án árangurs. Enda engin þörf að segja honum það, fyrst hann var nú kominn í leitirnar. En ég minntist á ,,hana“. Hann svaraði engu til, bara brosti. Það virtist ekkert fleira að segja um þau — ,,hana“ og Svarta-Li. Hann sagði mér nokkrar sögur úr Biblíunni. Ég gerði bæði að hlusta og hugleiða með sjálfum mér, mér fanst afstaða hans til bróður síns og unnustunnar ekki með öllu rétt, en ég gat ekki fundið í hverju það lá. Mér var ekki með öllu rótt á leiðinni heim. Enn liðu fjórir fimm dagar, þró- un mála olli mér stöðugum kvíða. Eitt kvöld kom Wang Wú, hann dró mannreið fyrir Li heimilið, hafði gert það í fjögur ár. Wang Wú var heiðvirður, áreið- anlegur maður, rúmlega þrítugur að aldri. Hann hafði ör á höfðinu, sagt var að asni hefði bitið hann, þegar hann var barn. Eini löstur hans að honum þótti full gott í staupinu. Þegar hann var drukk- inn._ þrútnaði örið á höfði hans. „í hvaða erindagjörðum kemur þú, Wang Wú?“ Það var einkar gott milli okkar Wangs; altlaf þegar ég var í heimsókn hjá Li fjölskyldunni og varð seinn fyrir, var hann vanur að hlaupa undir bagga og draga mig heimleiðis. Auðvitað gaf ég honum alltaf brennivínsleka að hressa sig á. „Rétt til að heilsa upp á þig,“ sagði hann um leið og hann settist niður. Ég vissi samt hann var kominn til að segja mér frá einhverju sér- stöku: „Ég var rétt að hella á te- ketilinn. Hvað um tebolla?" „Það er vel hugsað, fæ mér sjálf- ur í bollann. Ég var satt að segja orðinn dálítið þyrstur." Ég bauð honum vindling og reyndi að koma honum á sporið: „Hvað er nú títt?“ „Tja, ég fékk mér tvo snafsa til viðbótar, mér var órótt inni fyrir. Að réttu lagi ætti ég að steinþegja.“ Hann blés reyknum í gríð og erg. „Ef það er varðandi Li-fjölskyld- una, er áreiðanlega ekki rangt, þótt þú segir mér það.“ „Ég var líka að velta því fyrir mér.“ Hann þagnaði stundarkom, en vínið rak á eftir honum, hann gat ekki setið á sér að segja það. „Ég hefi verið reiðdragi Li-anna í fjög- ur ár og þrjátíu og fimm dögum betur, en nú er mér vandi á hönd- um. Eldri Li lætur sér mjög annt um mig, sá yngri er beinlínis bezti vinur minn. Hvað á ég til bragðs að taka? Hvað yngri Li aðhefst, má ekki segja hinum. Og þó er sá eldri svo grandvar maður. Segi ég hon- um frá, skammast ég mín fyrir yngra Li — báðir eru samt vinir mínir. Steinþegja, nagar mann inn- an eins og ormur. Eldri Li er góð- menni — ekki satt — en hann er húsúbóndi minn, þegar öllu er á botninn hvolft. Hversu góður hús- bóndi sem hann er, þá er hann allt- af húsbóndi, ekki hægt að leggja þá að jöfnu sem bræður. Hann læt- ur sér mjög annt um mig. Til að mynda þegar ég dreg hann út í bæ í þessu heita veðri sem nú er, finnur sér ætíð eitthvað til dund- urs á miðri leið, kaupa eldspýtur, líta á bækur eða eitthvað annað, ekki til annars, eingöngu til að ég kasti mæðinni og hvílist á meðan. Því kalla ég hann góðan húsbónda, hann er góður maður, verður að virða hann, það er kallað að launa gott með góðu. Ég er búinn að slampast það lengi um strætin, Þér hafið ráð á því bezta frá Anker Urimport, ■■ : ■' v t’ Send loftleiðis án burðargjalds. Aðeins fyrsta flokks armbandsúr. 5 ÁRA SKRIFLEG ÁBYRGÐ Eudursendist innan 3ja vikna — ef yður likar ekki urið. Hvert úr í fallegum gjafaumbúðuni. Glæsilegt karlmannsúr með sjálv. dagatali. 21 steinn, svissneskt akkerisgangverk. Bæði úrumgerðin og Cita- plexarmbandið úr 14 karata gulldoublé. 118 d.kr. 732 ísl. A 22 Næfurþunnt karlmannsúr með sjálfv. dagatali. 21 steinn, svissneskt akkerisgangverk. Bæði úrumgerðin og og Citaplexarmbandið úr 14 karata gull- doublé. 158 d.kr. 980 ísl. Fegurstu kvenmannsúr 17 steina, svissneskt akkerisgangverk, óbrjótandi fjöður, Inkablökk höggvari, bakið úr ryðfríu stáli. Úrumgerðin og hin fallegu armbönd úr 14 karata gull- doublé. 156 d.kr. 965 ísl Öll karlmannsúr okkar eru: ★ Andsegul- mögnuð vatns- og ryk- þétt ★ með virkum höggvara ★ með berylium- jafnvægi ★ með bakskjöld úr ryðfríu stáli ★ með sjálflýsandi vísum o{ * með merkjum * með Afarþunnt karlmannsúr með sjálfvirku dagatali. 21 steinn, svissnesk akkerisgangverk, bæði umgerðin og Cita- plexarmbandið úr 14 karata gulldoublé, eða krómstáli, eftir vali. 138 d.kr. 855 ísl. A 151 Alsjálfvirkt 25 steina karlmanns- úr með sjálívirku dagatali; dregur sig upp sjálft; bæði um- gerðin og Citaplex- armbandið úr 14 kar- ata gulldoublé eða krómstáli eftir vali. 172 d.kr. 1.062 ísl. óbrjótanlegri fjöður Citoplexarmbandi TAKIÐ EFTIR! Um leið og þér pantið úrið — farið þér í næsta banka og sækið um gjaldeyrisleyfi fyrir úrinu. Þér greiðið úrið með þeim gjaldeyri við móttöku þess. Holbergsgade 13. ---------------------------Klippið hér------------------------- I Sendið strax úr nr............. d Gulldoublé □ Krómstál j Nafn ....................................................... | Heimilisfang ................................. ............. I Sendið seðilinn til ANKER URIMPORT, Holbergsgade 13, Köbenhavn K. — Danmark.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.